Fyrsti atvinnumaður Íslands hefði orðið hundrað ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 14:01 Albert Guðmundsson frá tíma sínum sem leikmaður Arsenal. Getty/S&G/PA Íslenska knattspyrnugoðsögnin Albert Guðmundsson fæddist 5.október 1923 og hefði því haldið upp á hundrað ára afmælið sitt í dag hefði hann lifað. Albert lést árið 1994. Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr. Valur KSÍ Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr.
Valur KSÍ Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira