Gripu til varna eftir gagnrýni á umfjöllun sína um Taylor Swift og Kelce Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 08:31 Samband Travis Kelce og Taylor Swift hefur vakið töluverða athygli Vísir/Getty NFL deildin í Bandaríkjunum hefur gripið til varna sökum gagnrýni þess efnis að deildin sé að gera of mikið úr sambandi Travis Kelce, leikmanns Kansas City Chiefs, við poppstjörnuna Taylor Swift. Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“ NFL Bandaríkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“
NFL Bandaríkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira