Sport

Spilaði sinn fyrsta keppnis­leik níu mánuðum eftir að hafa fengið hjarta­á­fall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Damar Hamlin í leik kvöldsins.
Damar Hamlin í leik kvöldsins. Bryan M. Bennett/Getty Images

Damar Hamlin spilaði sinn fyrsta keppnisleik í kvöld þegar Buffalo Bills mættu Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hamlin fékk hjartaáfall fyrir níu mánuðum síðan.

Þann 2. janúar síðastliðinn fékk Hamlin hjartaáfall í miðjum leik. Endaði það með því að það þurfti að endurlífga leikmanninn á vellinum. 

Hinn 25 ára gamli Hamlin var útskrifaður af spítala 10. janúar og þó Hamlin hafi sagst vonast til að spila fótbolta á ný þá ætlaði hann vissulega að taka því rólega fyrst um sinn.

Hamlin kom við sögu á undirbúningstímabilinu en var ekki í leikmannahóp Bills í fyrstu þremur leikjum NFL-tímabilsins. Vegna meiðsla Jordan Poyer kom Hamlin inn í hópinn og vann Bills einkar öruggan sigur á Dolphins, 48-20.

Bills eru með þrjá sigra og eitt tap að loknum fjórum leikjum. Farið verður yfir endurkomu Hamlin í Lokasókninni sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á þriðjudagskvöld.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×