Girona 0 - 3 Real Madrid: Bellingham orðinn markahæstur 30. september 2023 18:30 Jude Bellingham, leikmaður Real Madríd, er orðinn markahæstur í deildinni Alvaro Medranda/Getty Images Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á útivelli gegn Girona. Heimamenn voru fyrir þennan leik ósigraðir í efsta sæti deildarinnar. Real Madrid er komið í efsta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, Girona höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu sjö umferðunum. Eina tap Madrid var gegn nágrönnum sínum í Atletico. Það komu tvö mörk snemma í fyrri hálfleik frá framherjanum Joselu og Aurelien Tchouameni. Heimamenn í Girona sáu raunar ekki til sólar allan leikinn og áttu engin svör við yfirburðum þeirra hvítklæddu. Þeir fengu vonarglætu þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Real Madrid en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR skjánum ákvað dómari leiksins að dæma ekki vítaspyrnu. Jude Bellingham skoraði svo þriðja mark þeirra á 71. mínútu leiksins, þetta mark gerði hann að markahæsta leikmanni deildarinnar það sem af er tímabils. Þrælgóð byrjun hjá Englendingnum unga. Madrídingar gerðu lítið það sem eftir var leiks og Girona ekki heldur. Auðveldur sigur fyrir gestina og toppsætið í hús. Spænski boltinn
Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á útivelli gegn Girona. Heimamenn voru fyrir þennan leik ósigraðir í efsta sæti deildarinnar. Real Madrid er komið í efsta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, Girona höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu sjö umferðunum. Eina tap Madrid var gegn nágrönnum sínum í Atletico. Það komu tvö mörk snemma í fyrri hálfleik frá framherjanum Joselu og Aurelien Tchouameni. Heimamenn í Girona sáu raunar ekki til sólar allan leikinn og áttu engin svör við yfirburðum þeirra hvítklæddu. Þeir fengu vonarglætu þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Real Madrid en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR skjánum ákvað dómari leiksins að dæma ekki vítaspyrnu. Jude Bellingham skoraði svo þriðja mark þeirra á 71. mínútu leiksins, þetta mark gerði hann að markahæsta leikmanni deildarinnar það sem af er tímabils. Þrælgóð byrjun hjá Englendingnum unga. Madrídingar gerðu lítið það sem eftir var leiks og Girona ekki heldur. Auðveldur sigur fyrir gestina og toppsætið í hús.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti