Íslenski boltinn

Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Pétursson hefur raðað inn titlum á Hlíðarenda eftir að hann tók við Valsliðinu.
Pétur Pétursson hefur raðað inn titlum á Hlíðarenda eftir að hann tók við Valsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna.

Pétur gerir nýjan þriggja ára samning til ársins 2026. Við lok hans verður hann búinn að þjálfa liðið í átta ár.

Pétur er að klára sitt fimmta tímabil með Valsliðið og hefur náð frábærum árangri með Hliðarendaliðið. Valsiðið hefur unnið 81 af 109 leikjum undir hans stjórn í efstu deild eða 74 prósent leikjanna.

Valskonur eru búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár og voru það löngu áður en mótinu lauk.

Þetta er í fjórða sinn sem hann gerir Valskonur að Íslandsmeisturum og auk þess unnu þær líka bikarkeppnina í fyrra. Fimm stórir titlar á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×