Lífið

Skráning hafin í Krakkakviss

Boði Logason skrifar
Skráning er hafin í Krakkakviss
Skráning er hafin í Krakkakviss

Langar þig að keppa í sjónvarpsþættinum Krakkakviss? Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum 11–12 ára (í 6.–7. bekk) fyrir nýja þáttaröð af spurningaþættinum Krakkakviss.

Þrír keppendur eru saman í liði og keppa fyrir hönd þeirra íþróttafélaga sem þau styðja. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í nóvember og hefjast sýningar í janúar 2024. Stjórnendur Krakkakviss eru Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber.

Það er einfalt að sækja um. Setjið saman þriggja manna lið og takið upp myndband þar sem þið segið stuttlega frá ykkur og liðinu. Í hverju liði þurfa að vera keppendur af fleiri en einu kyni.

Í myndbandinu þarf að koma fram:

  • Nöfnin ykkar og fyrir hvaða lið þið viljið keppa
  • Af hverju ykkur langar að taka þátt í Krakkakviss
  • Hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór og af hverju
  • Einn geggjaður brandari

Myndbandið þarf að vera innan við mínúta að lengd. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á krakkakviss@stod2.is.

Opið er fyrir umsóknir til 8. október.

Hér er hægt að senda inn umsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.