Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. september 2023 09:00 Talið er að í kringum 25 þúsund konur hafi komið saman á fundinum þennan sögufræga dag. Snorri Zóphóníasson 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. Fyrr á árinu hafði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákveðið að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku í kjölfarið höndum saman og héldu fjölsótta ráðstefnu þar sem meðal annar var samþykkt tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október. Markmiðið var að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf- og óhætt er að segja að vel hafi tekist til. Snorri Zóphóníasson Aðalheiður Bjarnadóttir verkakona var sú fyrsta sem steig á svið eftir að fundurinn var settur og sagði meðal annars í ávarpi sínu: ,,Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið í heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmálin án vopna!“ Snorri Zóphóníasson Kristín Ástgeirsdóttur, sagnfræðingur og starfsmaður Rannsóknarstofu í kynjafræðum, var 26 ára þegar Kvennafrídagurinn var haldinn og í samtali við tímaritið 19. júní árið 2005 rifjaði hún upp þennan eftirminnilega dag. „Kvennafrídagurinn fyrir 30 árum er einn þeirra daga sem ég mun aldrei gleyma. Reyndar var ég ung og róttæk á þeim árum og fannst dagskráin full gamaldags fyrir minn smekk, nema auðvitað þáttur Rauðsokkahreyfingarinnar sem kyrjuðu Áfram stelpur. Stemningin var stórkostleg og mannfjöldinn ótrúlegur.“ Eins og gefur skilja var ítarlega greint frá atburðinum í dagblöðum daginn eftir. „Kvenfólkið úr mötuneyti Útvegsbankans fór allt í frí þann 24. Svo karlmenninir þvoðu diskana sína bara upp sjálfir,“ ritaði blaðamaður Vísis. Í fyrirsögn Tímans var Kvennafrídagurinn kallaður „dömufrí.“ „Allvíða voru sjoppur opnar og þó nokkrar verzlanir og mátti sjá konur við störf sín þar eins og ekkert væri. Hvarvetna á götum úti mátti sjá karlmenn með börn í kerrum, vögnum eða á handlegg sér og víða á vinnustöðum mættu ferður með börn sín og settu upp myndarlegustu barnagæzlu á stöðunum.“ Snorri Zóphóníasson „Ég átti engin börn og skokkaði í bæinn með myndavélina og kíkti á stelpurnar. Það var ekki laust við að maður væri svolítið feiminn þarna inni í kvennahópnum,“ segir Snorri Zóphóníasson í samtali við Vísi en hann er maðurinn á bak við meðfylgjandi ljósmyndir og var einn af þeim fáu karlmönnum sem staddir voru á fundinum þennan dag. Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Reykjavík Einu sinni var... Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00 Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Fyrr á árinu hafði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákveðið að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku í kjölfarið höndum saman og héldu fjölsótta ráðstefnu þar sem meðal annar var samþykkt tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október. Markmiðið var að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf- og óhætt er að segja að vel hafi tekist til. Snorri Zóphóníasson Aðalheiður Bjarnadóttir verkakona var sú fyrsta sem steig á svið eftir að fundurinn var settur og sagði meðal annars í ávarpi sínu: ,,Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið í heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmálin án vopna!“ Snorri Zóphóníasson Kristín Ástgeirsdóttur, sagnfræðingur og starfsmaður Rannsóknarstofu í kynjafræðum, var 26 ára þegar Kvennafrídagurinn var haldinn og í samtali við tímaritið 19. júní árið 2005 rifjaði hún upp þennan eftirminnilega dag. „Kvennafrídagurinn fyrir 30 árum er einn þeirra daga sem ég mun aldrei gleyma. Reyndar var ég ung og róttæk á þeim árum og fannst dagskráin full gamaldags fyrir minn smekk, nema auðvitað þáttur Rauðsokkahreyfingarinnar sem kyrjuðu Áfram stelpur. Stemningin var stórkostleg og mannfjöldinn ótrúlegur.“ Eins og gefur skilja var ítarlega greint frá atburðinum í dagblöðum daginn eftir. „Kvenfólkið úr mötuneyti Útvegsbankans fór allt í frí þann 24. Svo karlmenninir þvoðu diskana sína bara upp sjálfir,“ ritaði blaðamaður Vísis. Í fyrirsögn Tímans var Kvennafrídagurinn kallaður „dömufrí.“ „Allvíða voru sjoppur opnar og þó nokkrar verzlanir og mátti sjá konur við störf sín þar eins og ekkert væri. Hvarvetna á götum úti mátti sjá karlmenn með börn í kerrum, vögnum eða á handlegg sér og víða á vinnustöðum mættu ferður með börn sín og settu upp myndarlegustu barnagæzlu á stöðunum.“ Snorri Zóphóníasson „Ég átti engin börn og skokkaði í bæinn með myndavélina og kíkti á stelpurnar. Það var ekki laust við að maður væri svolítið feiminn þarna inni í kvennahópnum,“ segir Snorri Zóphóníasson í samtali við Vísi en hann er maðurinn á bak við meðfylgjandi ljósmyndir og var einn af þeim fáu karlmönnum sem staddir voru á fundinum þennan dag. Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson Snorri Zóphóníasson
Reykjavík Einu sinni var... Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00 Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00
Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00
Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00
Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01