Sport

Leita fyrr­verandi leik­manns Pat­riots eftir að móðir hans fannst myrt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sergio Brown lék á sínum tíma með New England Patriots. Lögreglan leitar hans nú eftir að móðir hans fannst myrt.
Sergio Brown lék á sínum tíma með New England Patriots. Lögreglan leitar hans nú eftir að móðir hans fannst myrt. Stan Grossfeld/The Boston Globe via Getty Images

Lögreglan í Chicago leitar nú Sergio Brown, fyrrverandi leikmanns liða á borð við New England Patriots og Buffalo Bills, eftir að móðir hans fannst látin við heimili þeirra.

Lögreglan telur að ráðist hafi verið á Myrtle Brown, móður Sergio Brown, með þeim afleiðingum að hún lést. Myrtle Brown var 73 ára þegar hún lést og er farið með málið sem morðmál.

Myrtle Brown fannst nálægt læk fyrir aftan heimili sitt. Lík hennar var í kjölfarið flutt til skoðunar sem leiddi í ljós að hún hafði hlotið margvíslega áverka áður en hún lést.

Hins vegar er ekki vitað hvar hinn 35 ára gamli Sergio Brown er niðurkominn, en hann er þó ekki á lista grunaðra hjá lögreglu eins og er. Þó virðist leikmaðurinn fyrrverandi hafa komið upp um staðsetningu sína og talið er að hann sé staddur í Mexíkó.

Sergio Brown lék fyrir fjögur lið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á sex ára ferli. Hann lék fyrir New England Patriots, Indianapolis Colts, Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×