Lífið

Fjórar konur saka Rus­sell Brand um kyn­ferðis­of­beldi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár.
Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER

Breski grín­istinn Rus­sell Brand segir á­sakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær.

Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. 

„Ég hef fengið tvö ógn­vekjandi bréf, eða bréf og tölvu­póst, eitt frá megin­straums­sjón­varps­stöð og eitt frá dag­blaði,“ segir grín­istinn sem lítið hefur komið fram í kvik­myndum undan­farin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtu­be rás þar sem hann hefur verið dug­legur að ræða sam­særis­kenningar og blása í þær lífi.

„Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræði­legar á­rásir og al­var­legar á­sakanir, sem ég hafna al­farið að séu sannar,“ segir grín­istinn í mynd­bandinu sem horfa má á hér fyrir neðan.

„Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög laus­látur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í sam­böndum sem voru al­farið með sam­þykki.“

Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi

Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili.

Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans.

Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram.

Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×