Makamál

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Íris Hauksdóttir skrifar
Sísí og Biggi eru nýjustu viðmælendur í viðtalsliðnum Ást er.
Sísí og Biggi eru nýjustu viðmælendur í viðtalsliðnum Ást er. aðsend

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

„Við erum bara Biggi og Sísí, frekar venjulegt par með stóra og dásamlega samsetta fjölskyldu og rétt eins og flestir með allskonar vonir og drauma um framtíðina,“ segir Sísí en hún er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er.

Biggi mætti að sjálfsögðu á opnun hjá Sísí síðasta sumar.aðsend

Biggi hefur undan farna áratugi unnið að mestu hjá Lögreglunni á meðan Sísí hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður. Hún segir hann þó vera kominn í aukavinnu hjá sér þar sem hann aðstoðar mikið á vinnustofunni, skutlar bæði Sísí, sækir listaverk og sér um minnstu börnin. Að hennar mati er mikilvægasta starf hans að vera liðveisla fyrir verðandi eiginkonu í ljósi þess hversu utan við sig hún á það til að vera. 

Allt er rómantískt í rétta félagsskapnum

Biggi hefur einnig verið með fyrirlestra víðsvegar um heiminn meðal annars um fíkn, geðheilsu og fordóma innan kerfisins. Sísí er aftur á móti að reyna að slaka meira á í ljósi þess að hafa haldið fjórar listaopnanir það sem af er þessu ári ásamt því að gefa út sína fyrstu bók. 

Parið í einni af ófáum fermingarveislum ársins.aðsend

Spurð hvar parið hafi kynnst segir Sísí það hafa verið á næturlífinu.

„Eins og allar fallegar íslenskar ástarsögur þá hófst þetta á bar. Reyndar fyrir utan barinn, áður en þangað var gengið inn. Það var vetur og kalt úti, pása á heimastraffi blessaðra Covid útivistareglna árið 2021. Eftir erfiða tíma römbuðum við þarna hvort á annað, hinn partinn af okkur sjálfum.“

Fyrsti kossinn: „Þetta sama febrúar kvöld, hvort það var ölvunin, sleikþörfin eða einfaldlega sú ástæða að þarna var allt í einu og algjörlega óvænt mættur fallegasti maður sem ég hafði nokkurn tímann augum litið. Já, ég er mikill aðdáandi hjómsveitarinnar FLOTT og reyndar Biggi líka. Þeir sem þekkja lögin þeirra hafa eflaust nú þegar náð.“

Með yngsta agfleggjaranum í Þykkvabæ.aðsend

Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Klárlega heimildarmyndin The Vasulka Effect leikstýrð af Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Ótrúlega falleg ástarsaga þeirra hjóna Steinu og Woody Vasulka þar sem áhorfendur sjá þau, þessa merku vidjólistamenn á síðasta hluta ævi þeirra, kljást við spurningar sem því fylgir varðandi varðveislu verka þeirra eftir þeirra dag. Get ekki mælt nægilega með þessari mynd og hef mögulega séð hana nokkrum sinnum.“

Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Is It True með GusGus og Vök og jú við vitum mæta vel að upprunarlega lagið var flutt af Jóhönnu Guðrúnu í Júróvísjón 2009 með svakalega flottum árangri. Það er samt eitthvað við útgáfu þeirra í Vök og GusGus sem nær hjartasorginni alveg hjá okkur tveimur. Svo má alls ekki gleyma að nefna lagið Vinir með Elínu Hall, enginn smá gæsahúð, lag, texti og flutningur.“

Lagið okkar: „This Will Be Our Year með The Teskey Brothers. Þeir skilja sem skilja.“

Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Þau geta í raun verið næstum því hvað sem er. Við Biggi förum oft tvö saman út að borða og svo í leikhús eða á tónleika. Alltaf skemmtilegt með besta vini sínum. Stundum er það bara kósý kvöld heima með bragðaref á kantinum og Netflix á skjánum. 

Helgarferðir eru líka geggjaðar. Ferðalög í heild sinni er frábær skemmtun. Göngutúrar, hádegs-löns, spjall í pottinum, opin hús hjá fasteignasölum, djúpar samræður á barnum, spa-já takk. Sem sagt næstum hvað sem er með rétta aðilanum.“

Sísí og Biggi stungu af til Vilníus í fyrir stuttu.aðsend

Maturinn: „Randóm. Ef ég væri plötusnúður þá myndi ég heita DJ Randóm það sama á við mig í eldhúsinu. En ástmaður minn er svo ljúfur og einstaklega auðveldur varðandi þetta. Allt er best og æðislegt. Börnin aftur á móti elska ekki allan mat sem framleiddur er í eldhúsinu heima.“

Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Fyrsta gjöf mín til hans var prentverk eftir mig sjálfa með orðunum: Afsakið að ég var aftur með hausverk. Ástæða þeirrar gjafar var persónulegt grín eftir að ég endaði inn á bráðamóttöku einn daginn.“

Turtilldúfurnar nutu sín nýverið í Skógarböðunum á Akureyri, með þeim á myndinni er Guðrúnu Mist Sigfúsdóttur.aðsend

Fyrsta gjöfin sem kærastinn gaf mér: „Ég átti afmæli stuttu eftir fyrstu kynni, þessi dásemd mætti með heimins stærsta blómvönd og kælda flösku af uppáhalds hvítvíninu, pakkaðar töskur og fór með mig í mjög óvænta óvissuferð. Fyrsta rómantíska helgin útá landi. Fullkomin upplifunargjöf í minningarbankann.“

Kærastinn minn er: „Mæj Beib eða Birgir Örn sonur hans Guðjóns, amor de me vida og rúmlega það.“

Rómantískasti staður á landinu: „Þar sem Biggi er. Ég er skotin í svo mörgum svæðum af landinu okkar. Snæfellsnesið er auðvitað magnað og fremur stutt frá Höfuðborgarsvæðinu og margir staðir innan Reykjavíkur og nágrennis sem að geta verið afar rómantískir með ástinni sinni. 

Fyrsta formlega paramyndin var tekin í mars 2021.aðsend

Akureyri á þó alltaf sérstakan sess hjá okkur skötuhjúum. Ekki bara að minn heit elskaði hafi alist þar upp og tekið háskólanám. Við höfum reglulega farið þangað bæði vegna minnar vinnu og einnig bara tvö í smá rómans í höfuðstað norðursins.“


Ást er: „Að báðum aðilum finnist þeir hafa unnið í paralottóinu. Að vilja hvort öðru allt það besta og sýna hvort öðru ómældan stuðning, vera stærsti aðdáandi maka síns og klappstýra, leyfa hvort öðru að blómstra og verða bæði besta mögulega útgáfan af sjálfum sér, með hjálp makans. Og auðvitað elskast, unnast, blómgast og margfaldast.“


Tengdar fréttir

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 

Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn

Áhrifavaldurinn og áhugaljósmyndarinn Ína María Einarsdóttir og kærastinn hennar, Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta, hafa flakkað heimshorna á milli síðastliðin átta ár sökum atvinnumennskunnar.

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Biggi lögga fór á skeljarnar

Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísi Ingólfsdóttir, listakona eru trúlfofuð. Parið deildi gleðitíðindum í gær með því að skrásetja tímamótin á samfélagsmiðilinn Facebook.

Biggi lögga og Sísí Ingólfs nýtt par

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann gjarnan er kallaður, hefur fundið ástina. Sú heppna er Sísí Ingólfsdóttir sem hefur á síðustu árum skapað sér nafn sem listakona hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×