Funheitar og föngulegar flugfreyjur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. september 2023 21:00 Flugfreyjur íslensku flugfélalaganna Icelandair og Play eru sannkallaðar ofurhetjur háloftanna. Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. Í tímaritinu Samtíðin í október 1959 koma fram kröfur sem flugfreyjur mættu. „Þotuöldin gerir geysilegar kröfur til þeirra stúlkna, sem vilja verða flugfreyjur. Hér er stuðst við kröfur eins stærsta flugfélags heimsins, PAA eða Pan American Airways. Það vill að stúlkurnar séu: Laglegar og aðlaðandi, hraustlegar í útliti, mjög vel vaxnar, ungar og hreinlegar, hafi fallega húð og séu yndislegar. Þessir kostir ráða þó engan veginn úrslitum. Framkoman, skapferlið og þol í vökum og erfiði er mikilvægara. Þó má alls ekkert skorta af því sem áður er getið.“ Tímarnir hafa breyst og flugfreyjurnar með.SDASM Archives/Flickr Þá kemur fram að útlit tannanna gat fellt sér hverja stúlku um flugfreyjustarfið. „Ef þær eru ekki hvítar og hraustlegar kemur stúlkan alls ekki til álita,“ segir í greininni. Auk þess þurfti stúlkan að vera innan ákveðinna þyngdar- og hæðarmarka til þess að eiga möguleika á því að vera ráðin til starfa: 1,58- 1,70 cm á hæð og á bilinu 50 til 61 kíló á þyngd. Ef stúkan væri of sver um mjaðmir kæmi hún ekki til greina. Ofurhetjur háloftanna Flugfreyjur og þjónar er fyrst og fremst öryggisverðir háloftanna. Þjónustuhluti flugferðarinnar er aukaatriði í starfinu ef öryggi farþega er í húfi á einn eða annan hátt. Óhætt er að segja að flugfreyjur eru sannkallaðar ofurhetjur sem geta brugðið sér í hvert hlutverkið á fætur öðru. Í þjálfun flugfreyja og þjóna er kennt hvernig eigi að bregðast við ef farþegi fer í hjartastopp, fær sykurfall, kona fer af stað í fæðingu, yfirlið og búa um opið sár og hughreysta flughrædda einstaklinga, svo nokkur dæmi séu tækin. Pilsin voru staðalbúnaður á sínum tíma.SDASM Archives/Flickr Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum sem er mikið gleðiefni. Lífið á Vísi setti saman lista af glæsilegum og ólíkum flugfreyjum sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Icelandair og Play, auk þess að spyrja hvað heilli þær við starfið í háloftunum. Flugið í blóð borin Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir hóf störf hjá fyrrverandi flugfélaginu Iceland Express árið 2010 og byrjaði hjá Icelandair 2014. Samhliða fluginu starfar Anna sem fasteignasali. „Ég er hálfpartinn alin upp í fluginu þar sem bæði amma og mamma hafa starfað sem flugfreyjur. Amma var hjá Loftleiðum og mamma hjá Icelandair, og er enn,“ segir Anna sem segist heillast að starfsumhverfinu sem felur í sér fjölbreyttan vinnutíma þar sem enginn dagur er eins með skemmtilegu samstarfsfólki. Anna Þrúður. Anna Þrúður. Stanslausar nýjungar Erna Viktoría Jensdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2015. „Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn. Enginn dagur er eins og þú ert stöðugt að kynnast nýju fólki og uppgötva nýja staði,“ segir Erna sem hafði heillast að flugfreyjustarfinu frá því hún var lítil. „Það blundaði alltaf í mér að verða flugfreyja frá því ég var lítil. þar sem ég ólst upp í Kaupmannahöfn og var oft að ferðast ein í heimsókn til fjölskyldu og vina á Íslandi. Það var alltaf tekið svo vel á móti manni í flugvélum Icelandair og leit ég mikið upp til áhafnarinnar um borð. Tækifærið til að ferðast og upplifa nýja staði er líka svo dýrmætt.“ Erna Viktoría Erna Viktoría. Heilluð frá fyrsta degi Byrjaði hjá WOW snemma árs 2017 og hefur starfað hjá Play frá upphafi. „Eins og svo margir sem eru í þessu starfi þá gjörsamlega kolféll ég fyrir því strax á fyrsta degi. Það var meira að segja bara í þjálfunarferlinu, ég var ekki einu sinni byrjuð að fljúga. Ferðalögin eru að sjálfsögðu stór kostur. Ennþá stærri kostur er það að engir tveir dagar eru eins. Þú ert aldrei með nákvæmlega sömu áhöfn að fljúga á sama áfangastað með sama hóp farþega, það heldur vinnunni spennandi. Það sem heillar mest er auðvitað allt fólkið sem ég fæ að vinna með enda er bara faglegt, fallegt og frábært fólk í fluginu. Það eru algjör forréttindi að hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna.“ Sif Björnsdóttir. Sif Björnsdóttir. Fjölbreytnin heillar Sara Reginsdóttir hefur starfað sem flugfreyja í 22 ár eða frá árinu 2001. Auk þess er Sara lærð jógakennari og útskrifaðist hjá Iceland Power Yoga. „Ég elska fjölbreytnina, óregluna og vita ekki hvernig dagurinn verður í upphafi dags. Frábært að tilheyra stórum hóp af samstarfsfólki.“ Aldís Pálsdóttir Aldís Pálsdóttir Allir brosandi eftir flug Kristín Björk Þorvaldsdóttir hefur starfað sem flugfreyja Icelandair frá árinu 2006. Auk þess er Kristín sannkallaður ástríðukokkur og töfrar fram hvern réttinn á fætur öðrum í eldhúsinu. „Það sem ég elska við starfið mitt er allt þetta mannlega. Maður veit aldrei í hvaða erindagjörðum fólk er að ferðast. Fólk ferðast vegna vinnu, vegna fría en svo eru líka margir sem eru að ferðast í öðrum erindagjörðum sem eru ekki alltaf jafn gleðileg. Að geta gefið af sér og gert ferðalagið og upplifuna góða fyrir fólk nærir mig í vinnunni,“ segir Kristín og bætir við: Ég vil að allir fari brosandi ut úr flugvélinni eftir mína vakt. „Svo er það að sjálfsögðu forréttindin að fá að skoða heiminn i vinnunni og fara á staði sem maður færi alla jafna ekki á, algjör lukkunarpamfíll.“ Kristín Björk Kristín Björk Fjölbreytni dag frá degi Saga Steinsen hóf störf sem flugfreyja árið 2016 auk þess er hún menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur. „Enginn dagur er eins þar sem ferðalög og upplifanir í mismunandi borgum er ómetanleg. Að fá að kynnast nýju fólki á hverjum degi er yndislegt.“ Saga Steinsen. Saga Steinsen. Upplifun farþega Hildur hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2012. Samhliða flugfreyjustarfinu starfar hún sem hárgreiðslukona. Að sögn Hildar þykir henni ómetanlegt fylgja farþegum í sitt fyrsta ferðalag eða á leið sinni að hitta ástvini eftir langa fjarveru. „Það sem mér þykir hvað mest heillandi er að fá að vinna með frábærum samstarfsfélögum dag frá degi. Ég hef eignast yndislega vini auk þess að hafa upplifað fjöld ævintýri víða um heiminn.“ Hildur Guðrún. Hildur Guðrún. Dýrka allt við starfið Kolbrún Ásta Bjarnadóttir hóf störf sem flugfreyja árið 2016 þá hjá WOW þar sem var til ársins 2019. „Hjartað mitt varð svo aftur heilt þegar ég byrjaði að fljúga hjá Play í sumar og mér líður eins og ég sé komin aftur heim. Ég dýrka þetta starf og allt sem því fylgir, eða svona næstum allt það eru náttúrulega kostir og gallar við öll störf.“ Kolbrún Ásta. Kolbrún Ásta. Elskar flugvélar Flugfreyjan og fegurðardrottningin Guðrún Möller hefur starfað innan raða Icelandair frá árinu 1985 og er því sannkölluð goðsögn í faginu. Að sögn Guðrúnar henta óreglulegir vinnutímar henni betur en dagvinna frá níu til fimm. Ég elska góða vinnutörn og svo gott frí þess á milli „Ég elska fjölbreytnina við starfið, ólíkir staðir og engin eins flug. Þar með talið fólkið, bæði farþegarnir og samstarfsfólk. Tækifærin við allskonar verkefni, svo elska ég flugvélar, finnst þær svo miklar skvísur.“ segir Guðrún. Guðrún Möller. Guðrún hefur kynnst ólíkum menningarheimum í starfi sínu sem flugfreyja.Guðrún Möller. Besta „office view-ið” Marika Adrianna Kwiatkowska hefur starfað sem flugfreyja frá árinu 2018, fyrst hjá flugfélaginu WOW air og nú hjá Play. Hún segist heillast að fjölbreytninni þar sem enginn dagur er eins. „Ég heillast að því að starfa með frábærum hópi fólks þar sem oft myndast dýrmæt vinátta. Við megum svo ekki gleyma að við erum með besta „office view-ið” sem fylgir þessu starfi.“ Marika. Marika. Hvert augnablik skiptir máli Ragnhildur Eiríksdóttir hóf störf hjá Icelandair árið 1998 og segir margt heillandi við flugfreyjustarfið þar sem engir tveir dagar eru eins og annað slagið kemur eitthvað óvænt upp á. „Það er áskorun að gera eins vel og hægt er í aðstæðum sem maður fær ekki breytt og taka öllu af jafnaðargeði. Ég elska óregluna sem fylgir vaktavinnu en vissulega missi ég þá oft af einhverju í hinu daglega lífi. En að sama skapi festist ég ekki í viðjum vanans. Samstarfsfólk mitt er yndislegt og á öllum aldri og sumir verða góðir vinir mínir eftir eitt flug af því við erum öll hér og nú. Enginn er að velta gærdeginum fyrir sér, hvað þá morgundeginum. Við leggjum okkur fram um að gera hlutina vel í hverju augnabliki af því við fáum ekki endilega annað tækifæri með farþegum okkar. Svo er líka frábært að fá tækifæri til að fara í heimsferðir þar sem ein áhöfn vinnur saman í liðlega þrjár vikur og við fáum að upplifa smá sýnishorn af heiminum.“ Ragnhildur Ragnhildur Draumur frá níu ára aldri Elísa Gróa Steinþórsdóttir hóf störf sem flugfreyja árið 2017, þá hjá flugfélaginu WOW air, í dag starfar hún hjá Play og hefur verið þar frá stofnun félagsins. Elísa hefur tekið þátt í hinum ýmsu fegurðarsamkeppnum og hlaut hún titilinn Miss Universe Iceland árið 2021. „Ég var 9 ára þegar ég ákvað að verða flugfreyja og byrjaði um leið og ég hafði aldur til. Ég elska að ferðast, læra ný tungumál og svo er alltaf gaman að vera partur af fríinu hjá fólki. Enginn dagur er eins og enginn áfangastaður er eins.“ Elísa Gróa. Elísa Gróa. Elísa Gróa. Tækifæri að skoða heiminn Talía Sif Gultekin hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2018. „Allt frábæra fólkið sem maður kynnist í vinnunni, allar þær áskoranir sem þarf að takast á við og enginn vinnudagur er eins, ég haldið endalaust áfram. Auk þess er fullt af tækifærum í þessu starfi. Það er ótrúlega gaman að fá að vinna og skoða heiminn í leiðinni.“ Talía Sif. Talía Sif. Fjölbreytni og tilhlökkun Karitas hóf störf sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2018. Auk þess starfar hún sem hóptíma- og einkaþjálfari. „Ég heillast að fjölbreyttu starfsumhverfi þar sem enginn dagur er eins þar sem ég fæ kynnast nýjum og skemmtilegum vinnufélögum í hverju flugi. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna sem er ótrúlega dýrmætt.“ Karitas Karitas Mannauðurinn ómetanlegur Sigurlaug Halldórsdóttir, eða Dillý eins og hún er kölluð, hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair frá árinu1982, sem hét þá Flugleiðir. „Það sem heillaði í byrjun voru auðvitað ferðalögin og glamourinn sem þá óneitanlega sveif yfir. Èg hef líka alltaf haft gaman af að vinna með fólki og stuðla að vellíðan annarra, svo hentar óreglulegur vinnutími mér mun betur en rútína. Allt þetta fékkst með flugfreyjustarfinu. Svo kom það fljótt á daginn að mannauðurinn í samstarfsfólkinu var ómetanlegur, allir eins og stór fjölskylda að vinna að sama markmiði. Ég hef eignast afar dýrmæta vini í gegnum áratugina í starfinu, bæði í háloftunum og á jörðu niðri og það er kannski það sem stendur upp úr.“ Sigurlaug Sigurlaug Enginn dagur eins Anna Guðný Ingvarsdóttir hóf flugfreyjuferilinn hjá Play í fyrra en færði sig yfir til Icelandair í sumar. „Það sem heillar mig mest við starfið er ófyrirsjáanlegir dagar, að fá að vinna með og kynnast fullt af yndislegu fólki og ótrúlega skemmtileg ferðalög.“ Anna Guðný Fjölbreyttir áfangastaðir Kristjana Zoëga starfaði sem fyrsta freyja hjá Icelandair í sumar en hún byrjaði sumarið 2016. „Ég elska hvað maður kynnist nýju fólki í hverju flugi og að enginn dagur er eins. Líka gaman að kynnast áfangastöðum sem maður myndi líklega ekki velja til að fara í frí sjálfur.“ Kristjana Zoega Kristjana Zoega Fljúgandi tólistarkona Bjartey Sveinsdóttir hóf störf hjá Play sumarið 2022. Samhliða fluginu starfar hún sem tónlistarkona og er önnur tveggja meðlima í hljómsveitinni Ylja. Aðspurð hvað heilli Bjarteyju við starfið segir hún margt koma upp í hugann. „Að mínu mati eru það samstarfsfélagarnir, starfsandinn, fá að skoða heiminn og kynnast nýju fólki í gegnum vinnuna. Vinnutímarnir eru mjög fjölbreyttir, engin vika eins og því fylgir að vita sjaldan hvaða dagur er. Að vinna í háloftunum og verandi tónlistarkona passar líka svona einstaklega vel saman en þá skiptir máli að vera vel skipulögð, hvar væri ég án Google calender.“ Bjartey Bjartey Fréttir af flugi Icelandair Ástin og lífið Tengdar fréttir Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í tímaritinu Samtíðin í október 1959 koma fram kröfur sem flugfreyjur mættu. „Þotuöldin gerir geysilegar kröfur til þeirra stúlkna, sem vilja verða flugfreyjur. Hér er stuðst við kröfur eins stærsta flugfélags heimsins, PAA eða Pan American Airways. Það vill að stúlkurnar séu: Laglegar og aðlaðandi, hraustlegar í útliti, mjög vel vaxnar, ungar og hreinlegar, hafi fallega húð og séu yndislegar. Þessir kostir ráða þó engan veginn úrslitum. Framkoman, skapferlið og þol í vökum og erfiði er mikilvægara. Þó má alls ekkert skorta af því sem áður er getið.“ Tímarnir hafa breyst og flugfreyjurnar með.SDASM Archives/Flickr Þá kemur fram að útlit tannanna gat fellt sér hverja stúlku um flugfreyjustarfið. „Ef þær eru ekki hvítar og hraustlegar kemur stúlkan alls ekki til álita,“ segir í greininni. Auk þess þurfti stúlkan að vera innan ákveðinna þyngdar- og hæðarmarka til þess að eiga möguleika á því að vera ráðin til starfa: 1,58- 1,70 cm á hæð og á bilinu 50 til 61 kíló á þyngd. Ef stúkan væri of sver um mjaðmir kæmi hún ekki til greina. Ofurhetjur háloftanna Flugfreyjur og þjónar er fyrst og fremst öryggisverðir háloftanna. Þjónustuhluti flugferðarinnar er aukaatriði í starfinu ef öryggi farþega er í húfi á einn eða annan hátt. Óhætt er að segja að flugfreyjur eru sannkallaðar ofurhetjur sem geta brugðið sér í hvert hlutverkið á fætur öðru. Í þjálfun flugfreyja og þjóna er kennt hvernig eigi að bregðast við ef farþegi fer í hjartastopp, fær sykurfall, kona fer af stað í fæðingu, yfirlið og búa um opið sár og hughreysta flughrædda einstaklinga, svo nokkur dæmi séu tækin. Pilsin voru staðalbúnaður á sínum tíma.SDASM Archives/Flickr Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum sem er mikið gleðiefni. Lífið á Vísi setti saman lista af glæsilegum og ólíkum flugfreyjum sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Icelandair og Play, auk þess að spyrja hvað heilli þær við starfið í háloftunum. Flugið í blóð borin Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir hóf störf hjá fyrrverandi flugfélaginu Iceland Express árið 2010 og byrjaði hjá Icelandair 2014. Samhliða fluginu starfar Anna sem fasteignasali. „Ég er hálfpartinn alin upp í fluginu þar sem bæði amma og mamma hafa starfað sem flugfreyjur. Amma var hjá Loftleiðum og mamma hjá Icelandair, og er enn,“ segir Anna sem segist heillast að starfsumhverfinu sem felur í sér fjölbreyttan vinnutíma þar sem enginn dagur er eins með skemmtilegu samstarfsfólki. Anna Þrúður. Anna Þrúður. Stanslausar nýjungar Erna Viktoría Jensdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2015. „Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn. Enginn dagur er eins og þú ert stöðugt að kynnast nýju fólki og uppgötva nýja staði,“ segir Erna sem hafði heillast að flugfreyjustarfinu frá því hún var lítil. „Það blundaði alltaf í mér að verða flugfreyja frá því ég var lítil. þar sem ég ólst upp í Kaupmannahöfn og var oft að ferðast ein í heimsókn til fjölskyldu og vina á Íslandi. Það var alltaf tekið svo vel á móti manni í flugvélum Icelandair og leit ég mikið upp til áhafnarinnar um borð. Tækifærið til að ferðast og upplifa nýja staði er líka svo dýrmætt.“ Erna Viktoría Erna Viktoría. Heilluð frá fyrsta degi Byrjaði hjá WOW snemma árs 2017 og hefur starfað hjá Play frá upphafi. „Eins og svo margir sem eru í þessu starfi þá gjörsamlega kolféll ég fyrir því strax á fyrsta degi. Það var meira að segja bara í þjálfunarferlinu, ég var ekki einu sinni byrjuð að fljúga. Ferðalögin eru að sjálfsögðu stór kostur. Ennþá stærri kostur er það að engir tveir dagar eru eins. Þú ert aldrei með nákvæmlega sömu áhöfn að fljúga á sama áfangastað með sama hóp farþega, það heldur vinnunni spennandi. Það sem heillar mest er auðvitað allt fólkið sem ég fæ að vinna með enda er bara faglegt, fallegt og frábært fólk í fluginu. Það eru algjör forréttindi að hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna.“ Sif Björnsdóttir. Sif Björnsdóttir. Fjölbreytnin heillar Sara Reginsdóttir hefur starfað sem flugfreyja í 22 ár eða frá árinu 2001. Auk þess er Sara lærð jógakennari og útskrifaðist hjá Iceland Power Yoga. „Ég elska fjölbreytnina, óregluna og vita ekki hvernig dagurinn verður í upphafi dags. Frábært að tilheyra stórum hóp af samstarfsfólki.“ Aldís Pálsdóttir Aldís Pálsdóttir Allir brosandi eftir flug Kristín Björk Þorvaldsdóttir hefur starfað sem flugfreyja Icelandair frá árinu 2006. Auk þess er Kristín sannkallaður ástríðukokkur og töfrar fram hvern réttinn á fætur öðrum í eldhúsinu. „Það sem ég elska við starfið mitt er allt þetta mannlega. Maður veit aldrei í hvaða erindagjörðum fólk er að ferðast. Fólk ferðast vegna vinnu, vegna fría en svo eru líka margir sem eru að ferðast í öðrum erindagjörðum sem eru ekki alltaf jafn gleðileg. Að geta gefið af sér og gert ferðalagið og upplifuna góða fyrir fólk nærir mig í vinnunni,“ segir Kristín og bætir við: Ég vil að allir fari brosandi ut úr flugvélinni eftir mína vakt. „Svo er það að sjálfsögðu forréttindin að fá að skoða heiminn i vinnunni og fara á staði sem maður færi alla jafna ekki á, algjör lukkunarpamfíll.“ Kristín Björk Kristín Björk Fjölbreytni dag frá degi Saga Steinsen hóf störf sem flugfreyja árið 2016 auk þess er hún menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur. „Enginn dagur er eins þar sem ferðalög og upplifanir í mismunandi borgum er ómetanleg. Að fá að kynnast nýju fólki á hverjum degi er yndislegt.“ Saga Steinsen. Saga Steinsen. Upplifun farþega Hildur hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2012. Samhliða flugfreyjustarfinu starfar hún sem hárgreiðslukona. Að sögn Hildar þykir henni ómetanlegt fylgja farþegum í sitt fyrsta ferðalag eða á leið sinni að hitta ástvini eftir langa fjarveru. „Það sem mér þykir hvað mest heillandi er að fá að vinna með frábærum samstarfsfélögum dag frá degi. Ég hef eignast yndislega vini auk þess að hafa upplifað fjöld ævintýri víða um heiminn.“ Hildur Guðrún. Hildur Guðrún. Dýrka allt við starfið Kolbrún Ásta Bjarnadóttir hóf störf sem flugfreyja árið 2016 þá hjá WOW þar sem var til ársins 2019. „Hjartað mitt varð svo aftur heilt þegar ég byrjaði að fljúga hjá Play í sumar og mér líður eins og ég sé komin aftur heim. Ég dýrka þetta starf og allt sem því fylgir, eða svona næstum allt það eru náttúrulega kostir og gallar við öll störf.“ Kolbrún Ásta. Kolbrún Ásta. Elskar flugvélar Flugfreyjan og fegurðardrottningin Guðrún Möller hefur starfað innan raða Icelandair frá árinu 1985 og er því sannkölluð goðsögn í faginu. Að sögn Guðrúnar henta óreglulegir vinnutímar henni betur en dagvinna frá níu til fimm. Ég elska góða vinnutörn og svo gott frí þess á milli „Ég elska fjölbreytnina við starfið, ólíkir staðir og engin eins flug. Þar með talið fólkið, bæði farþegarnir og samstarfsfólk. Tækifærin við allskonar verkefni, svo elska ég flugvélar, finnst þær svo miklar skvísur.“ segir Guðrún. Guðrún Möller. Guðrún hefur kynnst ólíkum menningarheimum í starfi sínu sem flugfreyja.Guðrún Möller. Besta „office view-ið” Marika Adrianna Kwiatkowska hefur starfað sem flugfreyja frá árinu 2018, fyrst hjá flugfélaginu WOW air og nú hjá Play. Hún segist heillast að fjölbreytninni þar sem enginn dagur er eins. „Ég heillast að því að starfa með frábærum hópi fólks þar sem oft myndast dýrmæt vinátta. Við megum svo ekki gleyma að við erum með besta „office view-ið” sem fylgir þessu starfi.“ Marika. Marika. Hvert augnablik skiptir máli Ragnhildur Eiríksdóttir hóf störf hjá Icelandair árið 1998 og segir margt heillandi við flugfreyjustarfið þar sem engir tveir dagar eru eins og annað slagið kemur eitthvað óvænt upp á. „Það er áskorun að gera eins vel og hægt er í aðstæðum sem maður fær ekki breytt og taka öllu af jafnaðargeði. Ég elska óregluna sem fylgir vaktavinnu en vissulega missi ég þá oft af einhverju í hinu daglega lífi. En að sama skapi festist ég ekki í viðjum vanans. Samstarfsfólk mitt er yndislegt og á öllum aldri og sumir verða góðir vinir mínir eftir eitt flug af því við erum öll hér og nú. Enginn er að velta gærdeginum fyrir sér, hvað þá morgundeginum. Við leggjum okkur fram um að gera hlutina vel í hverju augnabliki af því við fáum ekki endilega annað tækifæri með farþegum okkar. Svo er líka frábært að fá tækifæri til að fara í heimsferðir þar sem ein áhöfn vinnur saman í liðlega þrjár vikur og við fáum að upplifa smá sýnishorn af heiminum.“ Ragnhildur Ragnhildur Draumur frá níu ára aldri Elísa Gróa Steinþórsdóttir hóf störf sem flugfreyja árið 2017, þá hjá flugfélaginu WOW air, í dag starfar hún hjá Play og hefur verið þar frá stofnun félagsins. Elísa hefur tekið þátt í hinum ýmsu fegurðarsamkeppnum og hlaut hún titilinn Miss Universe Iceland árið 2021. „Ég var 9 ára þegar ég ákvað að verða flugfreyja og byrjaði um leið og ég hafði aldur til. Ég elska að ferðast, læra ný tungumál og svo er alltaf gaman að vera partur af fríinu hjá fólki. Enginn dagur er eins og enginn áfangastaður er eins.“ Elísa Gróa. Elísa Gróa. Elísa Gróa. Tækifæri að skoða heiminn Talía Sif Gultekin hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2018. „Allt frábæra fólkið sem maður kynnist í vinnunni, allar þær áskoranir sem þarf að takast á við og enginn vinnudagur er eins, ég haldið endalaust áfram. Auk þess er fullt af tækifærum í þessu starfi. Það er ótrúlega gaman að fá að vinna og skoða heiminn í leiðinni.“ Talía Sif. Talía Sif. Fjölbreytni og tilhlökkun Karitas hóf störf sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2018. Auk þess starfar hún sem hóptíma- og einkaþjálfari. „Ég heillast að fjölbreyttu starfsumhverfi þar sem enginn dagur er eins þar sem ég fæ kynnast nýjum og skemmtilegum vinnufélögum í hverju flugi. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna sem er ótrúlega dýrmætt.“ Karitas Karitas Mannauðurinn ómetanlegur Sigurlaug Halldórsdóttir, eða Dillý eins og hún er kölluð, hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair frá árinu1982, sem hét þá Flugleiðir. „Það sem heillaði í byrjun voru auðvitað ferðalögin og glamourinn sem þá óneitanlega sveif yfir. Èg hef líka alltaf haft gaman af að vinna með fólki og stuðla að vellíðan annarra, svo hentar óreglulegur vinnutími mér mun betur en rútína. Allt þetta fékkst með flugfreyjustarfinu. Svo kom það fljótt á daginn að mannauðurinn í samstarfsfólkinu var ómetanlegur, allir eins og stór fjölskylda að vinna að sama markmiði. Ég hef eignast afar dýrmæta vini í gegnum áratugina í starfinu, bæði í háloftunum og á jörðu niðri og það er kannski það sem stendur upp úr.“ Sigurlaug Sigurlaug Enginn dagur eins Anna Guðný Ingvarsdóttir hóf flugfreyjuferilinn hjá Play í fyrra en færði sig yfir til Icelandair í sumar. „Það sem heillar mig mest við starfið er ófyrirsjáanlegir dagar, að fá að vinna með og kynnast fullt af yndislegu fólki og ótrúlega skemmtileg ferðalög.“ Anna Guðný Fjölbreyttir áfangastaðir Kristjana Zoëga starfaði sem fyrsta freyja hjá Icelandair í sumar en hún byrjaði sumarið 2016. „Ég elska hvað maður kynnist nýju fólki í hverju flugi og að enginn dagur er eins. Líka gaman að kynnast áfangastöðum sem maður myndi líklega ekki velja til að fara í frí sjálfur.“ Kristjana Zoega Kristjana Zoega Fljúgandi tólistarkona Bjartey Sveinsdóttir hóf störf hjá Play sumarið 2022. Samhliða fluginu starfar hún sem tónlistarkona og er önnur tveggja meðlima í hljómsveitinni Ylja. Aðspurð hvað heilli Bjarteyju við starfið segir hún margt koma upp í hugann. „Að mínu mati eru það samstarfsfélagarnir, starfsandinn, fá að skoða heiminn og kynnast nýju fólki í gegnum vinnuna. Vinnutímarnir eru mjög fjölbreyttir, engin vika eins og því fylgir að vita sjaldan hvaða dagur er. Að vinna í háloftunum og verandi tónlistarkona passar líka svona einstaklega vel saman en þá skiptir máli að vera vel skipulögð, hvar væri ég án Google calender.“ Bjartey Bjartey
Fréttir af flugi Icelandair Ástin og lífið Tengdar fréttir Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02