Þjálfaramál Breiðabliks skýrist á allra næstu dögum: „Ekki léttvæg skref að stíga“ Aron Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2023 12:01 Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks (til vinstri) og Ásmundur Arnarsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks (til hægri) Vísir/Samsett mynd Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir ákvörðunina um að binda endi á samstarfs félagsins við þjálfarann Ásmund Arnarsson, sem hafði stýrt kvennaliði félagsins frá því um haustið 2021, vera afar erfiða. Þjálfaramál liðsins skýrist á allra næstu dögum. Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira