„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Alma Guðmundsdóttir ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið úti í LA, væntanlegt brúðkaup og fleira. Elísabet Blöndal „Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur. Það hefur vart farið framhjá neinum að stúlknasveitin Nylon kom saman á Arnarhóli á Menningarnótt og frumflutti nýja lagið Einu sinni enn, sem vísar til þess að hljómsveitarmeðlimirnir ætluðu að koma saman einu sinni enn. Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla.Elísabet Blöndal Grétu allir yfir flutningnum „Þetta var svo mögnuð stund því að ég, Klara og Ed, maðurinn minn, sömdum þetta lag saman. Hann var því að sjá frumflutning á því á Arnarhóli og það var svo gaman fyrir hann og einkenndist auðvitað af miklum tilfinningum. Hann var í kasti, hann grét og Nylon strákarnir, eins og við köllum makana okkar, voru svo stressaðir fyrir okkar hönd. Ég held að þeir hafi allir tárfellt og þeir voru mjög krúttlegir,“ segir Alma brosandi. Hún og Ed, unnusti hennar, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum síðar og kom ástríða hans fyrir tónlist Ölmu skemmtilega á óvart. „Hann er leikari og handritshöfundur en er líka í tónlist. Hann er með stúdíó og spilar á eiginlega öll hljóðfæri, hann er mjög hæfileikaríkur,“ segir Alma og bætir við: „Við byrjuðum fyrst að leika okkur að því að syngja og semja saman og þá fattaði ég að hans helsta áhugamál hefur alltaf verið tónlist. Hann fór í leiklistina sem varð hans lifibrauð en ástríðan fyrir tónlistinni er alltaf til staðar. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna að einhverju saman og hægt og rólega færðist meiri alvara í það. Við erum dugleg að sameina okkar heima og vinnum saman að alls konar skemmtilegu, þar sem við sameinum til dæmis handritaskrif og tónlist.“ Alma segir það að sjálfsögðu stóran plús að hjúin vinna vel saman. „Það er svo verðmætt og það eru ekkert allir sem fýla að vinna með makanum sínum en það tengir okkur svo vel að vera með sameiginleg verkefni.“ Alma og unnusti hennar, leikarinn og handritshöfundurinn, Ed Weeks vinna vel saman og eru dugleg að sameina sína heima. Weeks fór meðal annars með hlutverk í vinsælu sjónvarsþáttunum The Mindy Project.Instagram @almagood Planið að stofna fjölskyldu og færa sig nær fjölskyldunni Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. „Steinunn flutti fyrst heim og síðan Klara en ég fór út í það að semja tónlist og því er LA besta umhverfið að vera í. Þetta er auðvitað stærri markaður og mikið um að vera.“ Síðastliðin ár hefur þó hugmyndin um flutning kitlað Ölmu. „Auðvitað hafa komið upp hugmyndir hjá okkur Ed að færa okkur aðeins um set. Öll systkini mín búa í Danmörku og við höfum velt því fyrir okkur hvort það væri hægt að vera nær. En fyrir akkúrat það sem ég geri, sem er að semja popp tónlist, er markaðurinn bestur í LA.“ Ed, tilvonandi eiginmaður Ölmu, er frá Bretlandi og stór hluti fjölskyldu hans er búsettur á Spáni. Alma segir að draumurinn sé að geta verið í LA einhvern tíma af árinu og svo nær fjölskyldunum á öðrum tímum ársins. „Það er þvílík gjöf að geta núna samið lög með öðrum í gegnum Zoom og það má eiginlega þakka Covid fyrir það. Því getur maður í raun ferðast hvert sem er og unnið þar, það er allt hægt. Það kitlar að eyða meiri tíma hjá fólkinu okkar og planið hjá okkur er líka að stofna fjölskyldu á einhverjum tímapunkti.“ Alma segir að það kitli meira núna að vera nálægt fólkinu sínu. Elísabet Blöndal Lærði að taka Los Angeles borg fyrir það sem hún er Síðastliðin þrettán ár hafa svo sannarlega verið ævintýri hjá Ölmu í sólríku stórborginni Los Angeles og segir hún samband sitt við borgina vera betra í dag. „Það hefur breyst í gegnum árin og í upphafi áttaði maður sig á því hvað þetta getur verið erfið borg þrátt fyrir að hún sé að sjálfsögðu ótrúlega spennandi, full af stórum draumum og tækifærum. En þú lærir að taka hana fyrir það sem hún er, þú verður að spila með og læra að njóta hennar á sama tíma og þú þarft að skilja það sem gæti betur farið. LA hefur gefið mér stærstu tækifærin mín og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Ég er búin að búa mér til rosa gott líf hérna núna og mér þykir ótrúlega vænt um borgina. Ég finn alltaf að ég sé komin heim þegar ég kem hingað aftur eftir ferðalög en á sama tíma er auðvitað erfitt að vera langt frá fjölskyldu og vinum. Það togar því í mann að búa á báðum stöðum og það er svona stefnan.“ View this post on Instagram A post shared by ALMA GUDMUNDSDOTTIR (@almagood) Besta vinnuárið var í Covid Hún segir að ótrúlegt en satt hafi upphaf Covid faraldursins markað sitt besta vinnuár. „Það hljómar auðvitað furðulega en Zoom breytti öllu fyrir mig. Að þurfa ekki að vera bundin við einn vinnustað og finna þetta frelsi að þú getir sest fyrir framan tölvuna sama hvar þú ert. Þú vinnur í kjölfarið hraðar og þetta gaf mér ótrúlega mikið. Mín stærstu lög eru samin í gegnum Zoom.“ Ölmu dreymdi alltaf um að verða lagahöfundur og segir hún það hafa tekið mjög langan tíma að komast á þann stað sem hún er á núna og fá öll þessi tækifæri. Í dag hefur hún samið lög fyrir stórstjörnur á borð við Katy Perry, Alesso og Afrojack. „Ég er búin að eyða fjölmörgum árum í að semja og í byrjun gerðust hlutirnir rosalega hægt. Það liðu oft margir mánuðir þar sem ég vissi ekkert hvað væri að fara að gerast en tónlistarmarkaðurinn er þannig að það getur tekið ótrúlega langan tíma að koma lögunum út og það er ýmislegt sem spilar þar inn í.“ Fimm ára gömul lög að koma út í dag Alma segir að hægt og rólega hafi hún líka lært með hverjum hún vinnur best og þannig myndist ákveðinn hópur sem þú vinnur aftur og aftur með. „Þannig skapar maður sér sambönd og fólk veit að það er alltaf hægt að leita til manns með vissa hluti í tónlistinni. En já, þetta er búið að taka tíma og vera brjáluð vinna. Það er gaman að sjá að maður er að uppskera það sem maður sáði. Sum lög eru til dæmis að koma út núna sem við sömdum fyrir fjórum eða fimm árum.“ Hún segir þrautseigju vera eitt það allra besta sem hægt er að temja sér í þessum bransa. „Maður þarf að vera viss um hvert maður er að stefna og missa ekki þolinmæðina. Þetta er algjör þolinmæðisvinna og það er svo mikilvægt að hafa trú á þessu og að þetta muni gerast. Það skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs. Það er svo auðvelt að hætta við en ég er náttúrulega svolítið þrjósk og það hjálpar,“ segir Alma hlæjandi og bætir við: „Ég hef alltaf bara haldið áfram. Ég hef séð aðra gera hluti sem mig dreymdi um að gera og því veit maður að þetta er hægt.“ Alma segir mikilvægt að gefast ekki upp þegar á móti blæs og það hafi hjálpað henni að vera svolítið þrjósk. Elísabet Blöndal Nylon skólinn besti undirbúningurinn Alma segir stórborgina sannarlega herða sig. „Maður þarf auðvitað að vera með svolítið þykkan skráp. En Nylon skólinn, eins og ég vil kalla það, var besti undirbúningur sem ég hefði getað fengið. Ég hefði ekki vitað að þetta væri hægt ef það væri ekki fyrir Einar Bárða að fara með okkur út fyrir landsteinana. Hann fór að tala um Bretland við okkur og allt í einu vorum við bara farnar að hita upp fyrir risastórar hljómsveitir á borð við Westlife og Girls Aloud. Ég áttaði mig þá á því bara vá heimurinn er svo mikið stærri en ég hélt. Ég kynnist alls konar lagahöfundum og pródúserum og í kjölfarið uppgötva ég sem dæmi að það væri atvinna að semja tónlist. Ég þurfti ekki endilega að standa á sviðinu. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegast að semja tónlist og þetta varð einhvers konar uppljómun hjá mér, bara vá ég get unnið við þetta, það er hægt.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við Nylon lagið Bara í nótt frá árinu 2004: Nylon í vöðvaminninu Talið berst aftur að endurkomu Nylon og segir Alma ótrúlega fyndið að hafa ferðast 20 ár aftur í tímann með stelpunum með þessum flutningi. „Ég var með smá áhyggjur af því að við þyrftum að æfa okkur svo vel því við höfðum bara viku þar sem við gátum æft allar fjórar saman. Sem betur fer er þetta í vöðvaminninu bara eins og að hjóla. Við duttum strax í góðan takt og fundum strax út úr því hver ætti að syngja hvað og hvernig. Þetta er svo náttúrulegt fyrir okkur og við vorum auðvitað í smá nostalgíukasti að rifja upp gamla tíma. Auðvitað vorum við hálf klökkar yfir þessu og það er svo verðmætt að hafa fengið þetta tækifæri og fá að gera það á eigin forsendum.“ „Allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja“ Aðspurð hvort það standi til að gera eitthvað meira úr þessu svarar Alma: „Við ætluðum bara að gera þetta eina skipti og lagið heitir því nafni, Einu sinni enn. Núna erum við búnar að fá svo rosalega góðar viðtökur og fyrirspurnir um eitthvað meira. Við erum aðeins að spjalla um það og það þarf svolítið að fá að koma í ljós. Það er auðvitað meira en að segja það þar sem við erum allar að gera ólíka hluti í dag og ég bý náttúrulega langt frá. En það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Alma útilokar ekki að Nylon komi aftur saman en segir að það þurfi þó að fá að koma í ljós.Elísabet Blöndal Hún segist þakklát fyrir góð viðbrögð og segist einnig upplifa viðhorfsbreytingu hjá Íslendingum. „Við finnum fyrir því að viðbrögðin eru miklu jákvæðari í dag. Það er svo gott að geta haft gaman að einhverju sem þér fannst hallærislegt í gamla daga. Mér þykir svo ótrúlega vænt um að hafa núna heyrt frá konum sem voru til dæmis að ganga í gegnum sambandsslit á sínum tíma og hafa sagt okkur að textarnir okkar hafi hjálpað þeim. Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það. Við vorum auðvitað bara afhausaðar á Barnalandi þegar við fórum fyrst út. Það var rosa sárt þá, átján eða nítján ára gömul, að díla við það og ég skildi bara ekki hvernig fólk gæti verið svona harðbrjósta. Á sama tíma herðir það mann auðvitað og ég áttaði mig á því að það skiptir engu máli hvað fólki finnst. Ef við erum að ná til fólks sem vill hlusta þá er markmiðinu náð.“ Alma segir að markmiðið sé alltaf að ná til fólks með tónlistinni.Elísabet Blöndal Trúlofun og brúðkaup á Spáni Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ölmu en sem áður segir eru hún og Ed að fara að gifta sig núna í september. „Við ætlum að gifta okkur á Suður-Spáni en foreldrar hans búa þar í litlum bæ og við trúlofuðum okkur þar í fyrra. Ég er búin að vera að sýna honum Ísland undanfarna daga og það er auðvitað dásamlegt að sýna landið í þessu fallega veðri sem er búið að vera. Maðurinn er þó mögulega að fá smá ranga mynd af landinu,“ segir Alma hlæjandi að lokum. Íslendingar erlendis Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13 Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30 Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það hefur vart farið framhjá neinum að stúlknasveitin Nylon kom saman á Arnarhóli á Menningarnótt og frumflutti nýja lagið Einu sinni enn, sem vísar til þess að hljómsveitarmeðlimirnir ætluðu að koma saman einu sinni enn. Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla.Elísabet Blöndal Grétu allir yfir flutningnum „Þetta var svo mögnuð stund því að ég, Klara og Ed, maðurinn minn, sömdum þetta lag saman. Hann var því að sjá frumflutning á því á Arnarhóli og það var svo gaman fyrir hann og einkenndist auðvitað af miklum tilfinningum. Hann var í kasti, hann grét og Nylon strákarnir, eins og við köllum makana okkar, voru svo stressaðir fyrir okkar hönd. Ég held að þeir hafi allir tárfellt og þeir voru mjög krúttlegir,“ segir Alma brosandi. Hún og Ed, unnusti hennar, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum síðar og kom ástríða hans fyrir tónlist Ölmu skemmtilega á óvart. „Hann er leikari og handritshöfundur en er líka í tónlist. Hann er með stúdíó og spilar á eiginlega öll hljóðfæri, hann er mjög hæfileikaríkur,“ segir Alma og bætir við: „Við byrjuðum fyrst að leika okkur að því að syngja og semja saman og þá fattaði ég að hans helsta áhugamál hefur alltaf verið tónlist. Hann fór í leiklistina sem varð hans lifibrauð en ástríðan fyrir tónlistinni er alltaf til staðar. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna að einhverju saman og hægt og rólega færðist meiri alvara í það. Við erum dugleg að sameina okkar heima og vinnum saman að alls konar skemmtilegu, þar sem við sameinum til dæmis handritaskrif og tónlist.“ Alma segir það að sjálfsögðu stóran plús að hjúin vinna vel saman. „Það er svo verðmætt og það eru ekkert allir sem fýla að vinna með makanum sínum en það tengir okkur svo vel að vera með sameiginleg verkefni.“ Alma og unnusti hennar, leikarinn og handritshöfundurinn, Ed Weeks vinna vel saman og eru dugleg að sameina sína heima. Weeks fór meðal annars með hlutverk í vinsælu sjónvarsþáttunum The Mindy Project.Instagram @almagood Planið að stofna fjölskyldu og færa sig nær fjölskyldunni Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. „Steinunn flutti fyrst heim og síðan Klara en ég fór út í það að semja tónlist og því er LA besta umhverfið að vera í. Þetta er auðvitað stærri markaður og mikið um að vera.“ Síðastliðin ár hefur þó hugmyndin um flutning kitlað Ölmu. „Auðvitað hafa komið upp hugmyndir hjá okkur Ed að færa okkur aðeins um set. Öll systkini mín búa í Danmörku og við höfum velt því fyrir okkur hvort það væri hægt að vera nær. En fyrir akkúrat það sem ég geri, sem er að semja popp tónlist, er markaðurinn bestur í LA.“ Ed, tilvonandi eiginmaður Ölmu, er frá Bretlandi og stór hluti fjölskyldu hans er búsettur á Spáni. Alma segir að draumurinn sé að geta verið í LA einhvern tíma af árinu og svo nær fjölskyldunum á öðrum tímum ársins. „Það er þvílík gjöf að geta núna samið lög með öðrum í gegnum Zoom og það má eiginlega þakka Covid fyrir það. Því getur maður í raun ferðast hvert sem er og unnið þar, það er allt hægt. Það kitlar að eyða meiri tíma hjá fólkinu okkar og planið hjá okkur er líka að stofna fjölskyldu á einhverjum tímapunkti.“ Alma segir að það kitli meira núna að vera nálægt fólkinu sínu. Elísabet Blöndal Lærði að taka Los Angeles borg fyrir það sem hún er Síðastliðin þrettán ár hafa svo sannarlega verið ævintýri hjá Ölmu í sólríku stórborginni Los Angeles og segir hún samband sitt við borgina vera betra í dag. „Það hefur breyst í gegnum árin og í upphafi áttaði maður sig á því hvað þetta getur verið erfið borg þrátt fyrir að hún sé að sjálfsögðu ótrúlega spennandi, full af stórum draumum og tækifærum. En þú lærir að taka hana fyrir það sem hún er, þú verður að spila með og læra að njóta hennar á sama tíma og þú þarft að skilja það sem gæti betur farið. LA hefur gefið mér stærstu tækifærin mín og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Ég er búin að búa mér til rosa gott líf hérna núna og mér þykir ótrúlega vænt um borgina. Ég finn alltaf að ég sé komin heim þegar ég kem hingað aftur eftir ferðalög en á sama tíma er auðvitað erfitt að vera langt frá fjölskyldu og vinum. Það togar því í mann að búa á báðum stöðum og það er svona stefnan.“ View this post on Instagram A post shared by ALMA GUDMUNDSDOTTIR (@almagood) Besta vinnuárið var í Covid Hún segir að ótrúlegt en satt hafi upphaf Covid faraldursins markað sitt besta vinnuár. „Það hljómar auðvitað furðulega en Zoom breytti öllu fyrir mig. Að þurfa ekki að vera bundin við einn vinnustað og finna þetta frelsi að þú getir sest fyrir framan tölvuna sama hvar þú ert. Þú vinnur í kjölfarið hraðar og þetta gaf mér ótrúlega mikið. Mín stærstu lög eru samin í gegnum Zoom.“ Ölmu dreymdi alltaf um að verða lagahöfundur og segir hún það hafa tekið mjög langan tíma að komast á þann stað sem hún er á núna og fá öll þessi tækifæri. Í dag hefur hún samið lög fyrir stórstjörnur á borð við Katy Perry, Alesso og Afrojack. „Ég er búin að eyða fjölmörgum árum í að semja og í byrjun gerðust hlutirnir rosalega hægt. Það liðu oft margir mánuðir þar sem ég vissi ekkert hvað væri að fara að gerast en tónlistarmarkaðurinn er þannig að það getur tekið ótrúlega langan tíma að koma lögunum út og það er ýmislegt sem spilar þar inn í.“ Fimm ára gömul lög að koma út í dag Alma segir að hægt og rólega hafi hún líka lært með hverjum hún vinnur best og þannig myndist ákveðinn hópur sem þú vinnur aftur og aftur með. „Þannig skapar maður sér sambönd og fólk veit að það er alltaf hægt að leita til manns með vissa hluti í tónlistinni. En já, þetta er búið að taka tíma og vera brjáluð vinna. Það er gaman að sjá að maður er að uppskera það sem maður sáði. Sum lög eru til dæmis að koma út núna sem við sömdum fyrir fjórum eða fimm árum.“ Hún segir þrautseigju vera eitt það allra besta sem hægt er að temja sér í þessum bransa. „Maður þarf að vera viss um hvert maður er að stefna og missa ekki þolinmæðina. Þetta er algjör þolinmæðisvinna og það er svo mikilvægt að hafa trú á þessu og að þetta muni gerast. Það skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs. Það er svo auðvelt að hætta við en ég er náttúrulega svolítið þrjósk og það hjálpar,“ segir Alma hlæjandi og bætir við: „Ég hef alltaf bara haldið áfram. Ég hef séð aðra gera hluti sem mig dreymdi um að gera og því veit maður að þetta er hægt.“ Alma segir mikilvægt að gefast ekki upp þegar á móti blæs og það hafi hjálpað henni að vera svolítið þrjósk. Elísabet Blöndal Nylon skólinn besti undirbúningurinn Alma segir stórborgina sannarlega herða sig. „Maður þarf auðvitað að vera með svolítið þykkan skráp. En Nylon skólinn, eins og ég vil kalla það, var besti undirbúningur sem ég hefði getað fengið. Ég hefði ekki vitað að þetta væri hægt ef það væri ekki fyrir Einar Bárða að fara með okkur út fyrir landsteinana. Hann fór að tala um Bretland við okkur og allt í einu vorum við bara farnar að hita upp fyrir risastórar hljómsveitir á borð við Westlife og Girls Aloud. Ég áttaði mig þá á því bara vá heimurinn er svo mikið stærri en ég hélt. Ég kynnist alls konar lagahöfundum og pródúserum og í kjölfarið uppgötva ég sem dæmi að það væri atvinna að semja tónlist. Ég þurfti ekki endilega að standa á sviðinu. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegast að semja tónlist og þetta varð einhvers konar uppljómun hjá mér, bara vá ég get unnið við þetta, það er hægt.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við Nylon lagið Bara í nótt frá árinu 2004: Nylon í vöðvaminninu Talið berst aftur að endurkomu Nylon og segir Alma ótrúlega fyndið að hafa ferðast 20 ár aftur í tímann með stelpunum með þessum flutningi. „Ég var með smá áhyggjur af því að við þyrftum að æfa okkur svo vel því við höfðum bara viku þar sem við gátum æft allar fjórar saman. Sem betur fer er þetta í vöðvaminninu bara eins og að hjóla. Við duttum strax í góðan takt og fundum strax út úr því hver ætti að syngja hvað og hvernig. Þetta er svo náttúrulegt fyrir okkur og við vorum auðvitað í smá nostalgíukasti að rifja upp gamla tíma. Auðvitað vorum við hálf klökkar yfir þessu og það er svo verðmætt að hafa fengið þetta tækifæri og fá að gera það á eigin forsendum.“ „Allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja“ Aðspurð hvort það standi til að gera eitthvað meira úr þessu svarar Alma: „Við ætluðum bara að gera þetta eina skipti og lagið heitir því nafni, Einu sinni enn. Núna erum við búnar að fá svo rosalega góðar viðtökur og fyrirspurnir um eitthvað meira. Við erum aðeins að spjalla um það og það þarf svolítið að fá að koma í ljós. Það er auðvitað meira en að segja það þar sem við erum allar að gera ólíka hluti í dag og ég bý náttúrulega langt frá. En það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Alma útilokar ekki að Nylon komi aftur saman en segir að það þurfi þó að fá að koma í ljós.Elísabet Blöndal Hún segist þakklát fyrir góð viðbrögð og segist einnig upplifa viðhorfsbreytingu hjá Íslendingum. „Við finnum fyrir því að viðbrögðin eru miklu jákvæðari í dag. Það er svo gott að geta haft gaman að einhverju sem þér fannst hallærislegt í gamla daga. Mér þykir svo ótrúlega vænt um að hafa núna heyrt frá konum sem voru til dæmis að ganga í gegnum sambandsslit á sínum tíma og hafa sagt okkur að textarnir okkar hafi hjálpað þeim. Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það. Við vorum auðvitað bara afhausaðar á Barnalandi þegar við fórum fyrst út. Það var rosa sárt þá, átján eða nítján ára gömul, að díla við það og ég skildi bara ekki hvernig fólk gæti verið svona harðbrjósta. Á sama tíma herðir það mann auðvitað og ég áttaði mig á því að það skiptir engu máli hvað fólki finnst. Ef við erum að ná til fólks sem vill hlusta þá er markmiðinu náð.“ Alma segir að markmiðið sé alltaf að ná til fólks með tónlistinni.Elísabet Blöndal Trúlofun og brúðkaup á Spáni Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ölmu en sem áður segir eru hún og Ed að fara að gifta sig núna í september. „Við ætlum að gifta okkur á Suður-Spáni en foreldrar hans búa þar í litlum bæ og við trúlofuðum okkur þar í fyrra. Ég er búin að vera að sýna honum Ísland undanfarna daga og það er auðvitað dásamlegt að sýna landið í þessu fallega veðri sem er búið að vera. Maðurinn er þó mögulega að fá smá ranga mynd af landinu,“ segir Alma hlæjandi að lokum.
Íslendingar erlendis Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13 Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30 Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13
Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30
Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00