Íslenski boltinn

Klara biður aga­nefnd KSÍ að skoða af­skipti Arnars

Aron Guðmundsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd

Klara Bjart­marz, fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úr­­­skurðar­­nefnd sam­bandsins að hún taki til skoðunar af­­skipti Arnars Gunn­laugs­­sonar, þjálfara Víkings Reykja­víkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum.

Þetta stað­­festir Klara í sam­tali við Vísi en Arnar tók út leik­bann í um­­ræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í við­tali í beinni út­­sendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasam­bandi við að­­stoðar­­menn sína á hliðar­línunni.

Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val

Val­sarar í­huga það nú að kæra af­­skipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgun­­daginn til þess að kæra. Í sam­tali við Vísi segist Börkur Ed­vards­­son, for­­maður knatt­­spyrnu­­deildar fé­lagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar.

Í þessum efnum liggja greinar í reglu­­gerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hin­riks­­son, yfir­­lög­­fræðingur KSÍ, að aga- og úr­­­skurðar­­nefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglu­­gerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar.

„Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í sam­tali við Vísi. „Ef horft er á ís­­lensku reglu­­gerðina og hún er kannski ekki nægi­­lega ná­­kvæm um til­­vikin þá er heimild fyrir aga­­nefndina ,og eftir at­vikum á­frýjunar­­dóm­­stól, að horfa til FIFA reglu­­gerðarinnar því hún er á­­kvæðum KSÍ reglu­­gerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“

Í 66.kafla reglu­­gerðar aga­reglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða for­ystu­­maður félags, sem taki út leik­bann, sé ekki heimilt að fara inn til búnings­her­bergja, í leik­manna­­göngin eða boð­vang um­­rædds leik­­staðs og megi ekki vera í sam­­skiptum eða hafa sam­band við annan ein­stak­ling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiks­­loka.

„Ég var bara í stöðugum sam­­skiptum við bekkinn, það er svo fínt út­­sýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-mana­­gera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í við­tali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum.

Í reglu­­gerð KSÍ um aga- og úr­­­skurðar­­mál, sem er sett sam­­kvæmt aga­­reglum FIFA, segir að þjálfari eða for­ystu­­maður sem tekur út leik­bann og mætir á leik­­stað skuli vera meðal á­horf­enda frá og með einni klukku­­stund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiks­­loka.

Á því tíma­bili má við­komandi ekki vera á leik­vellinum, boð­vangi, í búnings­her­bergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt.

Möguleg sekt

Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. 

Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: 

Fé­lag sem notar þjálfara eða for­ystu­mann sem er í leik­banni skal sæta sektum og við­komandi frekara leik­banni í sam­ræmi við á­kvörðun aga- og úr­skurðar­nefndar. Lið, sem mætir ó­lög­lega skipað til leiks, skal sæta sekt að upp­hæð allt að kr. 75.000. Fé­lag, sem notar leik­mann, þjálfara eða for­ystu­mann í leik­banni, skal sæta sektum að upp­hæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistara­flokki.

Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×