Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.
Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn
Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023.

Neikvæðir raunvextir á innlánum „geta ekki gengið til lengdar“
Ef raunvextir á innlánum heimila og fyrirtækja í bönkunum eru að stórum hluta neikvæðir um langt skeið er hætta á að það muni að lokum draga mjög úr sparnaði og þá um leið skrúfa fyrir aðgengi að lánsfé í hagkerfinu, að sögn seðlabankastjóra.