Styðja við Hjördísi sem missti fæturna í kjölfar sýklasóttarlosts: „Hjördís er okkar besta kona“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2023 13:23 F.v. Elísa Jóhannsdóttir, Margrét M. Norðdahl, Hjördís Árnadóttir og Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hjördís Árnadóttir veiktist skyndilega árið 2011 og var lögð inn á spítala eftir sólarhrings veikindi. Í ljós kom að hún var með svæsna sýklasótt sem leiddi til sýklasóttarlosts og þess vegna varð að taka af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Hún var þá einstæð, þriggja barna móðir og var veik í langan tíma. Veikindi leiddu til örorku og heilsutjóns sem hún er enn að berjast hetjulegri baráttu við. Vinkonur Hjördísar tóku sig til fyrr á árinu og stofnuðu styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona, en markmið sjóðsins er styðja við Hjördísi svo hún geti fest kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum sem gera henni kleift að taka þátt í samfélaginu. Vísir ræddi við Hjördísi og Margréti M. Norðdahl en þær stöllur hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og er Margrét ein af stofnendum styrktarsjóðsins ásamt þeim Elísu Jóhannsdóttur, Ragnheiði S. Bjarnason, Júlíu Björgvinsdóttur, Elínu Jónasdóttur, Auði Árnadóttur og Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur Var bjargað á elleftu stundu Í dag eru liðin rúmlega tólf ár síðan Hjördísi var skyndilega kippt út úr lífinu. Veikindi hennar hófust með því að hún fékk streptókokkasýkingu í annan eggjastokkinn og einungis sólarhring síðar var hún lögð inn á gjörgæslu. Í ljós kom að sýkingin hafði leitt til sýklasóttar. „Á sólarhring var ég næstum dáin. Þau rétt náðu að halda mér lifandi. Mér var í raun bjargað á elleftu stundu.“ Hjördísi var haldið á gjörgæslu í tvær vikur. Líkaminn var í losti og hluti útlima var svartur. „Þegar ég vaknaði var ég komin með sýklasóttarlost. Ég gat ekki hreyft mig, talað eða gert nokkuð annað. Líkaminn var í sjokki eftir allt saman.“ Tæpum fimm mánuðum síðar var tekin sú ákvörðun að fjarlægja tærnar af Hjördísi. En þegar í ljós kom að vefirnir þar í kring voru dauðir var ljóst að fjarlægja þyrfti af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Aðspurð segir Hjördís að á þessum tíma hafi hún í raun og veru ekki verið í neinu ástandi til að meðtaka fréttirnar. Áfallið kom því seinna. Vinkonurnar Hjördís og Margrét á góðri stundu.Aðsend Með meistaragráðu í æðruleysi Síðan tók við löng endurhæfing og fyrst um sinn dvaldi Hjördís á Grensásdeild. „Það tók mig í raun sjö ár að virkja alla vöðvana aftur. Og svo eru alltaf að bætast ný og ný verkefni ofan á það. Það var eitt að ná sér upp úr lostinu og virkja alla vöðvana á ný. En ofan á það bættist síðan kvíði og vanmáttarkennd yfir aðstæðunum, yfir því að vera föst og geta ekki gert neitt,“ segir Hjördís en eins og áður kom fram var hún á þessum tíma einstæð móðir með þrjú börn. Hjördís líkir þessari reynslu við að vinna sig aftur til lífs eftir dauðann. Fótunum var kippt undan henni, í bókstaflegri merkingu. Hún þurfti að læra á lífið upp á nýtt. Hjördís segir það hafa hjálpað sér í gegnum þetta allt saman að vera með „meistaragráðu í æðruleysi“ eins og hún orðar það. „Svo á ég auðvitað þrjú börn og ég vil vera til staðar fyrir þau. Það er líka svo mikill hvati að hafa fólk í kringum sig sem vill vera manni samferða." Það skiptir svo miklu máli að vera í góðum félagsskap. Það breytir ótrúlega miklu að eiga góða að, geta farið út og notið dagsins, sama hvernig líkamsástandið er. Maður kemur endurnærður til baka, og þá er maður tilbúnari til að snúa sér aftur að verkefnunum sem bíða manns,“ segir Hjördís en ljóst er að æðruleysið hefur fleygt henni langt. „Svo er líka mikilvægt að nota það sem maður hefur. Njóta þess sem maður getur notið.“ Mörg verkefni að takast á við En á seinustu árum hefur Hjördís engu að síður þurft að takast á við ótal hindranir. Hún er sem fyrr segir 75 prósent öryrki í dag. Áður en Hjördís veiktist starfaði hún sem garðyrkjufræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hún var því vön mikilli útiveru og hreyfingu. En núna er það hægara sagt en gert. „Þetta er risa pakki að takast á við, og ég held að það geti enginn ímyndað sér hvernig þetta er, að fara frá því að vera heilbrigð yfir í að það eru takmarkanir út um allt,“ segir Hjördís og Margrét bætir við: „Það skiptir svo miklu máli hvernig samfélagið tekur á móti þér og að það sé aðgengilegt allskonar fólki. Hvernig ætlar samfélagið að aðlaga sig að þörfum fólks og hvernig ætlum við að tryggja aðgengi og nauðsynleg hjálpartæki ? Við þurfum að gera betur.“ Hjálpar- og farartæki eru Hjördísi nauðsynleg til að geta tekið þátt í lífinu, lífi barna sinna og samfélagi. Í dag notar hún ákveðna gerð af gervifótum en þeir gervifætur þjóna henni einungis að takmörkuðu leyti. Hún getur til að mynda ekki stundað íþróttir eða aðra hreyfingu eða farið í löng ferðalög. Til þess þarf hún sérstaka fætur, og sá kostnaður er ekki niðurgreiddur af Sjúkratryggingum. Hjördís tók að vísu sjálf af skarið og hannaði sérstaka púða fyrir fæturna sem gera henni kleift að stunda sjósund með vinkonum sínum. Það sama gildir ef hún vill keyra bíl, til þess þarf hún sérstakan búnað sem hún þarf að greiða fyrir úr eigin vasa. „Hjördís hefur alltaf verið mikil útivistarkona og ævintýrakona,“ segir Margrét og bendir á að það séu ótal litlir hlutir í daglegu lífi sem geta reynst stórar hindranir fyrir Hjördísi. Þar er samfélagið og umhverfið að klikka. „Allt í einu fer til dæmis veðrið að skipta rosalega miklu máli, og þú þarft að pæla í því hvort það séu skaflar eða hálka á gangstéttinni. Það skiptir máli hvort það er ein trappa, tíu tröppur eða bara rampur eins og á auðvitað að vera. Það er erfitt að ferðast með strætó, þegar fólk þarf að treysta a aðgengið.“ Margrét M Norðdahl Áfram Besta Kona Það var síðan fyrr á þessu ári að vinkonur Hjördísar tóku sig til og stofnuðu styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona en hlutverk sjóðsins er að safna fé svo hægt sé að kaupa nauðsynleg hjálpartæki sem bæta lífsgæði Hjördísar. „Mér fannst það dálítið erfitt og óþægilegt að það væri verið stofna félag sérstaklega fyrir mig. En ég er samt svo ótrúlega þakklát af því að þetta gefur mér tækifæri til að halda áfram. Svo er bara svo ómetanlegt að hitta stelpurnar og eiga þessar stundir með þeim,“ segir Hjördís. Nafnið á sjóðnum, Áfram besta kona, varð til af ástæðu. „Við sem stöndum að sjóðnum höfum náttúrulega unnið að þessu öllu í fullu samráði við Hjördísi og hennar fólk,“ segir Margrét. „Við köstuðum á milli okkar hinum og þessum hugmyndum en að lokum var það dóttir hennar Hjördísar sem stakk upp á þessu nafni. Við stöndum nefnilega allar saman, og Hjördís er okkar besta kona. Hjördís er nefnilega líka okkar stoð og stytta. Við höfum allar verið gefendur og þiggjendur, bara eins og vináttan er. Og Hjördís er dásamleg vinkona.“ Hjördís hefur talað fyrir bættu aðgengi fatlaðra á ýmsum stöðum, til að mynda í Nauthólsvík þar sem þær stöllur fara reglulega í sjósund. Hún er jógakennari og markþjálfi með diploma i grafískri hönnun og miðlun og stefnir aftur á vinnumarkaðinn. En þangað til tekur hún einn dag í einu. „Ég geri mitt besta, reyni eins og ég get. En vildi óska að ég gæti gert miklu meira.“ Margrét bætir við að það hafi verið ótrúlegt að fylgjast með Hjördísi takast á við aðstæðurnar með sínum mikla styrk. „Ég segi þetta frá innstu hjartarótum, að kynnast seiglunni,kraftinum, viskunni og kærleikanum sem Hjördís býr yfir, það er bara magnað. Og algjör forréttindi að eiga hana að og vera vinkona hennar og samferða í svona mörg ár í allskyns bralli. Vináttan er dýrmæt!” Í dag fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hyggjast þær Margrét, Elísa, Júlía og Elín taka þátt og safna áheitum fyrir styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona. Hér má heita á sjóðinn en þeir sem vilja styrka félagið með öðrum hætti er bent á eftirfarandi reikningsgsupplýsingar: Bankareikningur : 0537-26-11382. Kt. 440823-0840. Málefni fatlaðs fólks Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Vinkonur Hjördísar tóku sig til fyrr á árinu og stofnuðu styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona, en markmið sjóðsins er styðja við Hjördísi svo hún geti fest kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum sem gera henni kleift að taka þátt í samfélaginu. Vísir ræddi við Hjördísi og Margréti M. Norðdahl en þær stöllur hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og er Margrét ein af stofnendum styrktarsjóðsins ásamt þeim Elísu Jóhannsdóttur, Ragnheiði S. Bjarnason, Júlíu Björgvinsdóttur, Elínu Jónasdóttur, Auði Árnadóttur og Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur Var bjargað á elleftu stundu Í dag eru liðin rúmlega tólf ár síðan Hjördísi var skyndilega kippt út úr lífinu. Veikindi hennar hófust með því að hún fékk streptókokkasýkingu í annan eggjastokkinn og einungis sólarhring síðar var hún lögð inn á gjörgæslu. Í ljós kom að sýkingin hafði leitt til sýklasóttar. „Á sólarhring var ég næstum dáin. Þau rétt náðu að halda mér lifandi. Mér var í raun bjargað á elleftu stundu.“ Hjördísi var haldið á gjörgæslu í tvær vikur. Líkaminn var í losti og hluti útlima var svartur. „Þegar ég vaknaði var ég komin með sýklasóttarlost. Ég gat ekki hreyft mig, talað eða gert nokkuð annað. Líkaminn var í sjokki eftir allt saman.“ Tæpum fimm mánuðum síðar var tekin sú ákvörðun að fjarlægja tærnar af Hjördísi. En þegar í ljós kom að vefirnir þar í kring voru dauðir var ljóst að fjarlægja þyrfti af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Aðspurð segir Hjördís að á þessum tíma hafi hún í raun og veru ekki verið í neinu ástandi til að meðtaka fréttirnar. Áfallið kom því seinna. Vinkonurnar Hjördís og Margrét á góðri stundu.Aðsend Með meistaragráðu í æðruleysi Síðan tók við löng endurhæfing og fyrst um sinn dvaldi Hjördís á Grensásdeild. „Það tók mig í raun sjö ár að virkja alla vöðvana aftur. Og svo eru alltaf að bætast ný og ný verkefni ofan á það. Það var eitt að ná sér upp úr lostinu og virkja alla vöðvana á ný. En ofan á það bættist síðan kvíði og vanmáttarkennd yfir aðstæðunum, yfir því að vera föst og geta ekki gert neitt,“ segir Hjördís en eins og áður kom fram var hún á þessum tíma einstæð móðir með þrjú börn. Hjördís líkir þessari reynslu við að vinna sig aftur til lífs eftir dauðann. Fótunum var kippt undan henni, í bókstaflegri merkingu. Hún þurfti að læra á lífið upp á nýtt. Hjördís segir það hafa hjálpað sér í gegnum þetta allt saman að vera með „meistaragráðu í æðruleysi“ eins og hún orðar það. „Svo á ég auðvitað þrjú börn og ég vil vera til staðar fyrir þau. Það er líka svo mikill hvati að hafa fólk í kringum sig sem vill vera manni samferða." Það skiptir svo miklu máli að vera í góðum félagsskap. Það breytir ótrúlega miklu að eiga góða að, geta farið út og notið dagsins, sama hvernig líkamsástandið er. Maður kemur endurnærður til baka, og þá er maður tilbúnari til að snúa sér aftur að verkefnunum sem bíða manns,“ segir Hjördís en ljóst er að æðruleysið hefur fleygt henni langt. „Svo er líka mikilvægt að nota það sem maður hefur. Njóta þess sem maður getur notið.“ Mörg verkefni að takast á við En á seinustu árum hefur Hjördís engu að síður þurft að takast á við ótal hindranir. Hún er sem fyrr segir 75 prósent öryrki í dag. Áður en Hjördís veiktist starfaði hún sem garðyrkjufræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hún var því vön mikilli útiveru og hreyfingu. En núna er það hægara sagt en gert. „Þetta er risa pakki að takast á við, og ég held að það geti enginn ímyndað sér hvernig þetta er, að fara frá því að vera heilbrigð yfir í að það eru takmarkanir út um allt,“ segir Hjördís og Margrét bætir við: „Það skiptir svo miklu máli hvernig samfélagið tekur á móti þér og að það sé aðgengilegt allskonar fólki. Hvernig ætlar samfélagið að aðlaga sig að þörfum fólks og hvernig ætlum við að tryggja aðgengi og nauðsynleg hjálpartæki ? Við þurfum að gera betur.“ Hjálpar- og farartæki eru Hjördísi nauðsynleg til að geta tekið þátt í lífinu, lífi barna sinna og samfélagi. Í dag notar hún ákveðna gerð af gervifótum en þeir gervifætur þjóna henni einungis að takmörkuðu leyti. Hún getur til að mynda ekki stundað íþróttir eða aðra hreyfingu eða farið í löng ferðalög. Til þess þarf hún sérstaka fætur, og sá kostnaður er ekki niðurgreiddur af Sjúkratryggingum. Hjördís tók að vísu sjálf af skarið og hannaði sérstaka púða fyrir fæturna sem gera henni kleift að stunda sjósund með vinkonum sínum. Það sama gildir ef hún vill keyra bíl, til þess þarf hún sérstakan búnað sem hún þarf að greiða fyrir úr eigin vasa. „Hjördís hefur alltaf verið mikil útivistarkona og ævintýrakona,“ segir Margrét og bendir á að það séu ótal litlir hlutir í daglegu lífi sem geta reynst stórar hindranir fyrir Hjördísi. Þar er samfélagið og umhverfið að klikka. „Allt í einu fer til dæmis veðrið að skipta rosalega miklu máli, og þú þarft að pæla í því hvort það séu skaflar eða hálka á gangstéttinni. Það skiptir máli hvort það er ein trappa, tíu tröppur eða bara rampur eins og á auðvitað að vera. Það er erfitt að ferðast með strætó, þegar fólk þarf að treysta a aðgengið.“ Margrét M Norðdahl Áfram Besta Kona Það var síðan fyrr á þessu ári að vinkonur Hjördísar tóku sig til og stofnuðu styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona en hlutverk sjóðsins er að safna fé svo hægt sé að kaupa nauðsynleg hjálpartæki sem bæta lífsgæði Hjördísar. „Mér fannst það dálítið erfitt og óþægilegt að það væri verið stofna félag sérstaklega fyrir mig. En ég er samt svo ótrúlega þakklát af því að þetta gefur mér tækifæri til að halda áfram. Svo er bara svo ómetanlegt að hitta stelpurnar og eiga þessar stundir með þeim,“ segir Hjördís. Nafnið á sjóðnum, Áfram besta kona, varð til af ástæðu. „Við sem stöndum að sjóðnum höfum náttúrulega unnið að þessu öllu í fullu samráði við Hjördísi og hennar fólk,“ segir Margrét. „Við köstuðum á milli okkar hinum og þessum hugmyndum en að lokum var það dóttir hennar Hjördísar sem stakk upp á þessu nafni. Við stöndum nefnilega allar saman, og Hjördís er okkar besta kona. Hjördís er nefnilega líka okkar stoð og stytta. Við höfum allar verið gefendur og þiggjendur, bara eins og vináttan er. Og Hjördís er dásamleg vinkona.“ Hjördís hefur talað fyrir bættu aðgengi fatlaðra á ýmsum stöðum, til að mynda í Nauthólsvík þar sem þær stöllur fara reglulega í sjósund. Hún er jógakennari og markþjálfi með diploma i grafískri hönnun og miðlun og stefnir aftur á vinnumarkaðinn. En þangað til tekur hún einn dag í einu. „Ég geri mitt besta, reyni eins og ég get. En vildi óska að ég gæti gert miklu meira.“ Margrét bætir við að það hafi verið ótrúlegt að fylgjast með Hjördísi takast á við aðstæðurnar með sínum mikla styrk. „Ég segi þetta frá innstu hjartarótum, að kynnast seiglunni,kraftinum, viskunni og kærleikanum sem Hjördís býr yfir, það er bara magnað. Og algjör forréttindi að eiga hana að og vera vinkona hennar og samferða í svona mörg ár í allskyns bralli. Vináttan er dýrmæt!” Í dag fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hyggjast þær Margrét, Elísa, Júlía og Elín taka þátt og safna áheitum fyrir styrktarsjóðinn Áfram Besta Kona. Hér má heita á sjóðinn en þeir sem vilja styrka félagið með öðrum hætti er bent á eftirfarandi reikningsgsupplýsingar: Bankareikningur : 0537-26-11382. Kt. 440823-0840.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira