Sport

Sneri aftur á völlinn sjö mánuðum eftir hjartastopp

Valur Páll Eiríksson skrifar
Damar Hamlin virðist vera klár í slaginn á ný
Damar Hamlin virðist vera klár í slaginn á ný David Rosenblum/Getty Images

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, sneri aftur á völlinn í gær eftir að hafa fengið hjartastopp í leik fyrir rúmu hálfu ári. Honum var vel fagnað.

Hamlin féll til jarðar eftir að hafa tæklað Tee Higgins í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals þann 2. janúar síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp og það þurfti að endurlífga hann á vellinum.

Við tók löng endurhæfing hjá leikmanninum sem fékk leyfi sérfræðinga til að hefja æfingar með liðinu að nýju í sumar. Hann spilaði þá fyrsta leikhlutann í æfingaleik við Indianapolis Colts í gær, en liðin í NFL undirbúa sig að fullum krafti fyrir leiktíðina sem hefst 7. september næst komandi.

Hamlin kláraði þrjár tæklingar í leikhlutanum sem hann spilaði í leiknum.

Honum var afar vel tekið, líkt og sjá má, og fagna menn í Buffalo endurkomu kappans sem sagði í febrúar vonast til að komast aftur á völlinn einn daginn og hefur sá dagur nú runnið upp.

NFL

Tengdar fréttir

„Án hjartahnoðs væri ég dauður“

Leikarinn geðþekki Bob Odenkirk, sem fer um þessar mundir á kostum sem klækjalögmaðurinn Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul, var nær dauða en lífi við tökur á þáttunum á síðasta ári. Hann segist eiga hjartahnoði líf sitt að launa.

Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×