„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 10:30 Ásta Eir Árnadóttir og Nadía Atladóttir, fyrirliðar Breiðabliks og Víkings. Ásta var á hækjum á blaðamannafundi í gær og afar ólíklegt er að hún verði með í bikarúrslitaleiknum annað kvöld. vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira