Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2023 11:47 Jóna Björk er þakklátust fyrir að endurheimta lífsgæði. Gallabuxnastærðir séu aukaatriði. Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd. Jóna Björk sagði sögu sína í Íslandi í dag í gærkvöldi sem sneri aftur á Stöð 2 eftir sumarfrí. Jóna er alin upp á Akranesi, ein þriggja systkina og er gift þriggja barna móðir. Hún kynntist sætum strák þegar hún var í menntaskóla og eftir tveggja vikna kynni kom í ljós að hún var ólétt. Strákurinn, ástkær eiginmaður hennar í dag, átti fyrir tveggja og hálfs árs strák. Hún eignaðist annað barn tvítug og það þriðja innan fimm ára. Stór pakki fyrir unga konu. Sindri Sindrason ræddi við Jónu Björk en innslagið má sjá að neðan. „Ég get ekki sagt að ég mæli með því að fara þessa leið að vera óléttur eftir tvær vikur og eignast tvö börn fyrir tvítugt. Þetta er dálítið mikill pakki. Ég fékk fæðingaþunglyndi við fyrsta barn. Ég held að það sé þokkalega algengt. En af því þetta var svo stór pakki þá finnst mér eðlilegt að ég hafi fengið fæðingarþunglyndi. Þetta var svolítið mikið í einu,“ segir Jóna og skildi engan undra. Börnin voru orkumikil, ýmislegt gekk á og hún fór að bæta á sig kílóum. Borðaði alltof mikið „Ég var grannur krakki, æfði sund og hreyfði mig mikið. Ég hafði alltaf haft gaman af hreyfingu. Eftir að ég eignast krakkana byrja ég að fitna. Eftir tvö börn var ég kannski með tíu aukakíló sem mér fannst hræðilega mikið tuttugu ára.“ Hún fór að pæla í megrun og segist oft hafa velt fyrir sér hvort hún hefði kannski bara verið með tíu aukakíló áfram eftir barneignirnar hefði hún ekki farið í megrun. Hún hafi prófað alls konar megrunarkúra. „Ég borðaði náttúrulega bara allt of mikið. Smám saman fitna ég, alltaf smá í einu, og ég gerði mér ekki grein fyrir því sjálf fyrr en ég var orðin rosalega þung. Þegar ég var þyngst var ég 120 kíló,“ segir Jóna. Þá var árið 2019. „Þegar maður er orðinn svona mikið feitur, allavega í mínu tilfelli, þá hættirðu að finna hvort þú ert saddur eða svangur. Þú bara borðar, ert bara að borða tilfinningarnar þínar. Ef þér líður illa þá borðarðu, ef þér leiðist þá borðarðu, ef þú ert glaður þá borðarðu. Þetta verður tilfinningaát. Ég man að undir það síðasta var ég aldrei södd og aldrei svöng. Ég gat borðað næstum því heila sextán tommu pítsu ein.“ Sífellt þreytt Kexið sem var keypt fyrir gesti hvarf samdægurs og sætindin deyfðu tilfinningar. Hún segir verst að hafa ekki getað hreyft sig eins og áður og leikið við börnin. „Ég var alltaf þreytt. Eftir 2016 lagði ég mig næstum því á hverjum einasta degi. Ég var alltaf með vöðvabólgu, með stór og mikil brjóst, og undir það síðasta var ég farin að fá niður í mjaðmirnar. Það var stuttu áður en ég ákvað að gera eitthvað í þessu.“ Þá hugsaði hún: „Jæja, þú ert ekki orðin fertug. Hvað ætlarðu að gera? Ætlarðu bara að vera svona?“ Heimilisþrifin hafi verið orðin erfið. Hún hafi náð að gera þau í einni lotu en alltaf verið að drepast út um allt í líkamanum. Þá hafi verið erfitt að fara í sokka og skó. Á flestum myndum frá þessum árum þá sjáist aðeins í hausinn á henni. Hún hafi falið restina af líkamanum. Þá hafi bæst við hugarangur því hún sé heilbrigðisstarfsmaður en í ofþyngd sem sé ekki hollt. Efins um aðgerð „Mér finnst aðalatriðið í þessu að það er ekkert slæmt að vera feitur, ef manni líður vel þannig. En ég held að flestum líði ekki vel þannig. Mér leið ekki vel þannig. Mér fannst ég ekki líta vel út þegar ég horfði í spegil og allt það, en verst var með þessi skertu lífsgæði. Ég var svo þreytt og illt alls staðar. Ég held líka að þegar maður er búinn að fara svona oft í megrun og mistakast svona oft, þá er maður með svo lítið sjálfstraust.“ Hjónin á Akranesi á góðri stundu. Á þessum tíma hafi hún verið búin að gefast upp á að reyna við nýja megrunarkúra. Tilfinningin hafi verið vond að mistakast alltaf. Hún hafi á endanum ákveðið að fara í magaermi en verið smeyk við aðgerðina. Eiginmaður hennar sömuleiðis. Hann hafi sagt henni að hann elskaði hana eins og hún væri og vildi alls ekki eiga á hættu að missa hana af því hún væri of þung. Árið 2019 ákvað hún að láta slag standa og var komin í aðgerð tveimur mánuðum síðar. Hún segir ýmsa fylgikvilla fylgja aðgerð sem þessari sem lítið sé talað um. Uppköst og syrgði matinn „Ég kastaði mikið upp og fyrstu dagana leið mér hræðilega andlega. Ég hugsaði: Þú ert búin að mennta þig sem hjúkrunarfræðingur og ert að borga fyrir þetta. Ertu fáviti? Hvað ertu að hugsa? Ég hugsaði út í alls konar fylgikvilla og var í tilfinningarússíbana. Svo var ég fyrstu mánuðina bara að syrgja mat,“ segir Jóna. Hún hafi spyrt sig hvað hún ætti að gera núna. Þannig að eins og Forrest Gump og fleiri góðir karlar og konur, þá byrjaði hún að hlaupa. Þarna var komið árið 2020 og kórónuveirufaraldurinn byrjaður. Um miðjan júlí 2020 hljóp hún í fyrsta sinn fimm kílómetra. Þá hafi hún upplifað að hún gæti gert alls konar. „Það hljómar ekki mikið fyrir mörgum,“ segir Jóna en þarna hafði hún misst fjörutíu kíló, farið úr 120 kílóum í 80 kíló. Allt í einu var hún búin að klára hálfan landvætt, og svo heilan. „Ég fór aftur að elska sjálfan mig sem var aðalmálið fyrir mig. Það er miklu mikilvægara en í hvaða gallabuxnastærð ég er.“ Afrek á afrek ofan Hún skráði sig í svæfingarhjúkrun sem er krefjandi nám, keppti í hálfum og heilum Landvætti og í framhaldinu var hún á leið í Laugavegshlaupið, 55 kílómetra hlaup um eina fegurstu gönguleið landsins. Hún var full efasemda en fylgdi prógrammi frá Náttúruhlaupum og viti menn. Hún kom í mark og fagnaði með hoppi yfir marklínuna í Þórsmörk. Jóna hefur unnið margan sigurinn undanfarin ár. „Ég var síðustu í mark sem var mjög viðeigandi. Ég var alltaf síðust á æfingum,“ segir Jóna sem ætlar aftur að ári. Næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið en þann 19. ágúst verður Jóna 42 ára og tveggja daga gömul. Maraþon er einmitt 42,2 kílómetrar. Jóna segir fitufordóma svo sannarlega vera til staðar og hún hafi fundið fyrir þeim. Fólk hrósi henni frekar eftir að hún grenntist og hún njóti frekar virðingar. Fordómarnir séu líka í heilbrigðiskerfinu. Horfa á litlu börnin „Það er mikilvægt að fólk sem er feitt veigri sér ekki við að leita sér aðstoðar. Það eru alls konar sjúkdómar sem eru auknar líkur á að fá ef þú ert kominn í ofþyngd. Ekki einhver aukakíló heldur verulega ofþyngd. En þú ert ekki verri manneskja fyrir það. Þér á ekki að vera mismunað en það er ekki hollt.“ Eina eftirsjáin sé að hafa ekki farið fyrr í magaermi. Hún er ekki hrædd við að missa tökin og hvetur fólk til að hafa trú á sjálfu sér. Horfa á litlu börnin sem eru að læra að labba. „Þau detta mjög oft en standa upp og reyna aftur.“ Hún mæli ekki með öfgum í mataræði eins og að svelta sig. Fólk eigi að hafa trú á sjálfu sér, hætta að berja sig niður og þykja vænt um sig. Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Akranes Hlaup Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Jóna Björk sagði sögu sína í Íslandi í dag í gærkvöldi sem sneri aftur á Stöð 2 eftir sumarfrí. Jóna er alin upp á Akranesi, ein þriggja systkina og er gift þriggja barna móðir. Hún kynntist sætum strák þegar hún var í menntaskóla og eftir tveggja vikna kynni kom í ljós að hún var ólétt. Strákurinn, ástkær eiginmaður hennar í dag, átti fyrir tveggja og hálfs árs strák. Hún eignaðist annað barn tvítug og það þriðja innan fimm ára. Stór pakki fyrir unga konu. Sindri Sindrason ræddi við Jónu Björk en innslagið má sjá að neðan. „Ég get ekki sagt að ég mæli með því að fara þessa leið að vera óléttur eftir tvær vikur og eignast tvö börn fyrir tvítugt. Þetta er dálítið mikill pakki. Ég fékk fæðingaþunglyndi við fyrsta barn. Ég held að það sé þokkalega algengt. En af því þetta var svo stór pakki þá finnst mér eðlilegt að ég hafi fengið fæðingarþunglyndi. Þetta var svolítið mikið í einu,“ segir Jóna og skildi engan undra. Börnin voru orkumikil, ýmislegt gekk á og hún fór að bæta á sig kílóum. Borðaði alltof mikið „Ég var grannur krakki, æfði sund og hreyfði mig mikið. Ég hafði alltaf haft gaman af hreyfingu. Eftir að ég eignast krakkana byrja ég að fitna. Eftir tvö börn var ég kannski með tíu aukakíló sem mér fannst hræðilega mikið tuttugu ára.“ Hún fór að pæla í megrun og segist oft hafa velt fyrir sér hvort hún hefði kannski bara verið með tíu aukakíló áfram eftir barneignirnar hefði hún ekki farið í megrun. Hún hafi prófað alls konar megrunarkúra. „Ég borðaði náttúrulega bara allt of mikið. Smám saman fitna ég, alltaf smá í einu, og ég gerði mér ekki grein fyrir því sjálf fyrr en ég var orðin rosalega þung. Þegar ég var þyngst var ég 120 kíló,“ segir Jóna. Þá var árið 2019. „Þegar maður er orðinn svona mikið feitur, allavega í mínu tilfelli, þá hættirðu að finna hvort þú ert saddur eða svangur. Þú bara borðar, ert bara að borða tilfinningarnar þínar. Ef þér líður illa þá borðarðu, ef þér leiðist þá borðarðu, ef þú ert glaður þá borðarðu. Þetta verður tilfinningaát. Ég man að undir það síðasta var ég aldrei södd og aldrei svöng. Ég gat borðað næstum því heila sextán tommu pítsu ein.“ Sífellt þreytt Kexið sem var keypt fyrir gesti hvarf samdægurs og sætindin deyfðu tilfinningar. Hún segir verst að hafa ekki getað hreyft sig eins og áður og leikið við börnin. „Ég var alltaf þreytt. Eftir 2016 lagði ég mig næstum því á hverjum einasta degi. Ég var alltaf með vöðvabólgu, með stór og mikil brjóst, og undir það síðasta var ég farin að fá niður í mjaðmirnar. Það var stuttu áður en ég ákvað að gera eitthvað í þessu.“ Þá hugsaði hún: „Jæja, þú ert ekki orðin fertug. Hvað ætlarðu að gera? Ætlarðu bara að vera svona?“ Heimilisþrifin hafi verið orðin erfið. Hún hafi náð að gera þau í einni lotu en alltaf verið að drepast út um allt í líkamanum. Þá hafi verið erfitt að fara í sokka og skó. Á flestum myndum frá þessum árum þá sjáist aðeins í hausinn á henni. Hún hafi falið restina af líkamanum. Þá hafi bæst við hugarangur því hún sé heilbrigðisstarfsmaður en í ofþyngd sem sé ekki hollt. Efins um aðgerð „Mér finnst aðalatriðið í þessu að það er ekkert slæmt að vera feitur, ef manni líður vel þannig. En ég held að flestum líði ekki vel þannig. Mér leið ekki vel þannig. Mér fannst ég ekki líta vel út þegar ég horfði í spegil og allt það, en verst var með þessi skertu lífsgæði. Ég var svo þreytt og illt alls staðar. Ég held líka að þegar maður er búinn að fara svona oft í megrun og mistakast svona oft, þá er maður með svo lítið sjálfstraust.“ Hjónin á Akranesi á góðri stundu. Á þessum tíma hafi hún verið búin að gefast upp á að reyna við nýja megrunarkúra. Tilfinningin hafi verið vond að mistakast alltaf. Hún hafi á endanum ákveðið að fara í magaermi en verið smeyk við aðgerðina. Eiginmaður hennar sömuleiðis. Hann hafi sagt henni að hann elskaði hana eins og hún væri og vildi alls ekki eiga á hættu að missa hana af því hún væri of þung. Árið 2019 ákvað hún að láta slag standa og var komin í aðgerð tveimur mánuðum síðar. Hún segir ýmsa fylgikvilla fylgja aðgerð sem þessari sem lítið sé talað um. Uppköst og syrgði matinn „Ég kastaði mikið upp og fyrstu dagana leið mér hræðilega andlega. Ég hugsaði: Þú ert búin að mennta þig sem hjúkrunarfræðingur og ert að borga fyrir þetta. Ertu fáviti? Hvað ertu að hugsa? Ég hugsaði út í alls konar fylgikvilla og var í tilfinningarússíbana. Svo var ég fyrstu mánuðina bara að syrgja mat,“ segir Jóna. Hún hafi spyrt sig hvað hún ætti að gera núna. Þannig að eins og Forrest Gump og fleiri góðir karlar og konur, þá byrjaði hún að hlaupa. Þarna var komið árið 2020 og kórónuveirufaraldurinn byrjaður. Um miðjan júlí 2020 hljóp hún í fyrsta sinn fimm kílómetra. Þá hafi hún upplifað að hún gæti gert alls konar. „Það hljómar ekki mikið fyrir mörgum,“ segir Jóna en þarna hafði hún misst fjörutíu kíló, farið úr 120 kílóum í 80 kíló. Allt í einu var hún búin að klára hálfan landvætt, og svo heilan. „Ég fór aftur að elska sjálfan mig sem var aðalmálið fyrir mig. Það er miklu mikilvægara en í hvaða gallabuxnastærð ég er.“ Afrek á afrek ofan Hún skráði sig í svæfingarhjúkrun sem er krefjandi nám, keppti í hálfum og heilum Landvætti og í framhaldinu var hún á leið í Laugavegshlaupið, 55 kílómetra hlaup um eina fegurstu gönguleið landsins. Hún var full efasemda en fylgdi prógrammi frá Náttúruhlaupum og viti menn. Hún kom í mark og fagnaði með hoppi yfir marklínuna í Þórsmörk. Jóna hefur unnið margan sigurinn undanfarin ár. „Ég var síðustu í mark sem var mjög viðeigandi. Ég var alltaf síðust á æfingum,“ segir Jóna sem ætlar aftur að ári. Næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið en þann 19. ágúst verður Jóna 42 ára og tveggja daga gömul. Maraþon er einmitt 42,2 kílómetrar. Jóna segir fitufordóma svo sannarlega vera til staðar og hún hafi fundið fyrir þeim. Fólk hrósi henni frekar eftir að hún grenntist og hún njóti frekar virðingar. Fordómarnir séu líka í heilbrigðiskerfinu. Horfa á litlu börnin „Það er mikilvægt að fólk sem er feitt veigri sér ekki við að leita sér aðstoðar. Það eru alls konar sjúkdómar sem eru auknar líkur á að fá ef þú ert kominn í ofþyngd. Ekki einhver aukakíló heldur verulega ofþyngd. En þú ert ekki verri manneskja fyrir það. Þér á ekki að vera mismunað en það er ekki hollt.“ Eina eftirsjáin sé að hafa ekki farið fyrr í magaermi. Hún er ekki hrædd við að missa tökin og hvetur fólk til að hafa trú á sjálfu sér. Horfa á litlu börnin sem eru að læra að labba. „Þau detta mjög oft en standa upp og reyna aftur.“ Hún mæli ekki með öfgum í mataræði eins og að svelta sig. Fólk eigi að hafa trú á sjálfu sér, hætta að berja sig niður og þykja vænt um sig.
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Akranes Hlaup Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira