Skúrinn hefur verið kærkomin áskorun fyrir Sæborgarana SS 9. ágúst 2023 10:21 Hljómsveitin Sæborg er í lokaúrslitum keppninnar um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Sveitin er skipuð þeim Pétri Gunnari Guðmundssyni, Kára Jóhannssyni og Gísla Þór Brynjólfssyni. Hér svara þeir félagar nokkrum laufléttum spurningum. Keppni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu! Næstu þrjá daga birtast loka viðtölin við keppendurna þrjá sem komust í úrslit. Sæborg ríður hér á vaðið, Gunnar & Benedikt á morgun fimmtudag og Sprite Zero Klan á föstudag. Á sama tíma og tilkynnt var hvaða þrír flytjendur kæmust áfram var tilkynnt að Gígja Marín hefði unnið keppnina um besta frumsamda lagið sem ber heitið I know. Hér má kjósa í Skúrnum um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Fyrir neðan kosningagluggann má hlusta á nýju útgáfurnar þrjár. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 14. ágúst og úrslitin verða tilkynnt í sömu viku. Rokksveitin Sæborg var stofnuð árið 2007 en þá undir öðru nafni og öðrum formerkjum. Sveitin hefur gefið út nokkrar smáskífur og myndbönd en aldrei gefið út plötu. Tekst Sæborg nú loksins að gefa út sína fyrstu plötu? Sveitina skipa þeir Kári Jóhannsson sem syngur og spilar á bassa, Gísli Þór Brynjólfsson sem syngur og spilar á gítar og Pétur Gunnar Guðmundsson, sem spilar á gítar og trommur. „Skúrinn hefur verið kærkomin áskorun fyrir okkur Sæborgarana,“ segja þeir félagar. „Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt og krefjandi verkefni sem við erum afar þakklátir fyrir að hafa fengið að taka þátt í.“ Hér svara Kári, Gísli og Pétur nokkrum laufléttum spurningum: Kári Jóhannsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég var alltaf að leika mér að búa til rapp eða raftónlist, en keypti svo bassa og skipti að mestu leyti í rokkið 2005. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Bassagítar. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég get sparkað upp fyrir haus. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? HAM og Úlfur Úlfur. Bítlarnir og Queens of the Stone Age. Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Geddy Lee. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Botnleðja á Faktorý. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? David Lynch. Hvað færðu þér á pylsuna? Allt, tómat undir og yfir. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Cholula Sweet Habanero og beikonsulta væru áhugaverðar tilraunir. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Ég hef gert pylsu með kokteilsósu, tómatsósu og steiktum lauk á Akureyri, það kæmi mörgum skemmtilega á óvart. Svo eru pylsur sem maður hefur fengið í Danmörku með hálfum poka af steiktum lauk og súrum gúrkum frábærar. Pylsa eða pulsa? Pylsa í garðinum, pulsa á götunni. Gísli Þór Brynjólfsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég byrjaði að fikta í gítarnum um 2005 Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Gítar Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég hef enga hæfileika. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Strokes, Vampire Weekend og Herbert Guðmundsson Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Sting, hann er hetja og fyrirmynd. Tónlistin sem hann hefur gert í gegnum árin, ég hlusta ekki á hana, en virði hann fyrir að búa hana til. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Botnleðja á Faktorý Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? John Frusciante. Hvað færðu þér á pylsuna? Allt. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Jalapeno. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Já. Pylsa eða pulsa? Filsa. Pétur Gunnar Guðmundsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég held ég hafi tekið mín fyrstu skref í lagasmíðum í tölvuleiknum Music 2000 fyrir Playstation 1. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Ég spila aðallega á rafmagnsgítar en hoppa í önnur verk eftir þörfum. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég gæti leyst Rubik's kubb með skeið í nefinu. Sem er algerlega gagnslaust í rauninni og ekkert í samanburði við Gísla okkar sem er óvenjulega hæfileikaríkur listmálari sem málar undir listamannsnafninu GÞB. Hann er með Facebook síðu sem ég hvet alla til að skoða, en hann er eflaust búinn að segja ykkur allt um það því hann er alls ekkert hógvær. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Edda Magnason (íslensk/sænsk). Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Já þær eru margar og mismunandi en ofarlega á blaði væru til dæmis Jacob Hellner, Martin Gore, Geordie Walker og Steini Magg. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Ég gæti ómögulega gert upp á milli allra þeirra æðislegu tónleika sem ég hef sótt í gegnum tíðina en ég gleymi seint Leoncie á Gullöldinni. Það var svo óvænt og skemmtilegt gigg þar sem hún kom, sá og sigraði. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? Charlie Chaplin Hvað færðu þér á pylsuna? Eina með öllu og extra sinnep. Og ef ég er í heilsuátaki reyni ég að minnka brauðhlutfallið með því að fá mér tvær pylsur í sama brauðið. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Ananas. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Já ég setti einu sinni tómatsósuna ofan á, geri þau mistök ekki aftur. Pylsa eða pulsa? P'lsa eiginlega. Skúrinn Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Næstu þrjá daga birtast loka viðtölin við keppendurna þrjá sem komust í úrslit. Sæborg ríður hér á vaðið, Gunnar & Benedikt á morgun fimmtudag og Sprite Zero Klan á föstudag. Á sama tíma og tilkynnt var hvaða þrír flytjendur kæmust áfram var tilkynnt að Gígja Marín hefði unnið keppnina um besta frumsamda lagið sem ber heitið I know. Hér má kjósa í Skúrnum um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Fyrir neðan kosningagluggann má hlusta á nýju útgáfurnar þrjár. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 14. ágúst og úrslitin verða tilkynnt í sömu viku. Rokksveitin Sæborg var stofnuð árið 2007 en þá undir öðru nafni og öðrum formerkjum. Sveitin hefur gefið út nokkrar smáskífur og myndbönd en aldrei gefið út plötu. Tekst Sæborg nú loksins að gefa út sína fyrstu plötu? Sveitina skipa þeir Kári Jóhannsson sem syngur og spilar á bassa, Gísli Þór Brynjólfsson sem syngur og spilar á gítar og Pétur Gunnar Guðmundsson, sem spilar á gítar og trommur. „Skúrinn hefur verið kærkomin áskorun fyrir okkur Sæborgarana,“ segja þeir félagar. „Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt og krefjandi verkefni sem við erum afar þakklátir fyrir að hafa fengið að taka þátt í.“ Hér svara Kári, Gísli og Pétur nokkrum laufléttum spurningum: Kári Jóhannsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég var alltaf að leika mér að búa til rapp eða raftónlist, en keypti svo bassa og skipti að mestu leyti í rokkið 2005. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Bassagítar. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég get sparkað upp fyrir haus. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? HAM og Úlfur Úlfur. Bítlarnir og Queens of the Stone Age. Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Geddy Lee. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Botnleðja á Faktorý. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? David Lynch. Hvað færðu þér á pylsuna? Allt, tómat undir og yfir. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Cholula Sweet Habanero og beikonsulta væru áhugaverðar tilraunir. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Ég hef gert pylsu með kokteilsósu, tómatsósu og steiktum lauk á Akureyri, það kæmi mörgum skemmtilega á óvart. Svo eru pylsur sem maður hefur fengið í Danmörku með hálfum poka af steiktum lauk og súrum gúrkum frábærar. Pylsa eða pulsa? Pylsa í garðinum, pulsa á götunni. Gísli Þór Brynjólfsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég byrjaði að fikta í gítarnum um 2005 Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Gítar Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég hef enga hæfileika. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Strokes, Vampire Weekend og Herbert Guðmundsson Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Sting, hann er hetja og fyrirmynd. Tónlistin sem hann hefur gert í gegnum árin, ég hlusta ekki á hana, en virði hann fyrir að búa hana til. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Botnleðja á Faktorý Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? John Frusciante. Hvað færðu þér á pylsuna? Allt. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Jalapeno. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Já. Pylsa eða pulsa? Filsa. Pétur Gunnar Guðmundsson Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Ég held ég hafi tekið mín fyrstu skref í lagasmíðum í tölvuleiknum Music 2000 fyrir Playstation 1. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Ég spila aðallega á rafmagnsgítar en hoppa í önnur verk eftir þörfum. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Ég gæti leyst Rubik's kubb með skeið í nefinu. Sem er algerlega gagnslaust í rauninni og ekkert í samanburði við Gísla okkar sem er óvenjulega hæfileikaríkur listmálari sem málar undir listamannsnafninu GÞB. Hann er með Facebook síðu sem ég hvet alla til að skoða, en hann er eflaust búinn að segja ykkur allt um það því hann er alls ekkert hógvær. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Edda Magnason (íslensk/sænsk). Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Já þær eru margar og mismunandi en ofarlega á blaði væru til dæmis Jacob Hellner, Martin Gore, Geordie Walker og Steini Magg. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Ég gæti ómögulega gert upp á milli allra þeirra æðislegu tónleika sem ég hef sótt í gegnum tíðina en ég gleymi seint Leoncie á Gullöldinni. Það var svo óvænt og skemmtilegt gigg þar sem hún kom, sá og sigraði. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? Charlie Chaplin Hvað færðu þér á pylsuna? Eina með öllu og extra sinnep. Og ef ég er í heilsuátaki reyni ég að minnka brauðhlutfallið með því að fá mér tvær pylsur í sama brauðið. Hvaða hráefni, sósu, eða annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Ananas. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Já ég setti einu sinni tómatsósuna ofan á, geri þau mistök ekki aftur. Pylsa eða pulsa? P'lsa eiginlega.
Skúrinn Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira