Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 12:01 Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru að opna Kim Yong Wings í Vogunum miðvikudaginn 9. ágúst. Aðsent Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni. Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni.
Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira