Semur spurningar á næturvöktum spítalans Íris Hauksdóttir skrifar 1. ágúst 2023 20:00 Læknaneminn og Gettu Betur þjálfarinn Daníel Óli Ólafsson stýrir hlaðvarpsþættinum Trivíaleikarnir. aðsend Læknaneminn Daníel Óli Ólafsson skráði sig fyrir rælni í spurningakeppnina Gettu betur á sínum tíma. Hann flaug í gegn og hefur nú þjálfað lið Borgarholtsskóla í tæpan áratug. Eftir óvænt veikindi ákvað hann að nýta þekkingu sína og setja af stað spurningahlaðvarpið Trivíaleikarnir. Daníel er á fimmta námsári sínu við læknisfræði til kandídatsprófs við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ ákvað hann þó að ganga í Borgarholtsskóla enda stutt í Grafarvoginn frá Mosfellsbænum. Það var þar sem hann sá auglýsingu fyrir Gettu Betur inntökupróf og ákvað að láta slag standa. Hann segir það skrítið í ljósi þess að hafa bara einu sinni horft á útslit keppninnar í sjónvarpinu og hugsað með sjálfum sér að þetta gæti hann aldrei gert. Samdi 10.000 tímalausar spurningar „Ég komst beint í liðið og keppti með Borgarholtsskóla árin 2013 og 2014. Seinna árið fórum við alla leið í úrslit keppninnar. Ég útskrifaðist sama ár og tók í kjölfarið við þjálfun liðsins sem ég hef nú séð um að þjálfa í níu ár. Daníel hannaði spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina.aðsend Í þennan tæpa áratug sem ég hef verið að þjálfa meðfram háskólanámi hef ég samið um 10.000 spurningar um hitt og þetta. Spurningarnar eru allar tímalausar spurningar og nýtast vel fyrir nokkrar kynslóðir Gettu Betur keppenda.“ Gekk sjálfur í málið Árið 2021 veiktist Daníel og neyddist til að taka sér pásu frá námi meðan hann náði heilsu á ný. Það sama sumar spratt upp sú hugmynd að hanna spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina. „Mig langaði að finna gott spurningahlaðvarp til að hlusta á meðan ég ynni í spilinu, en fann ekkert. Sama hvað ég leitaði að innlendu eða erlendu fannst mér ekkert nógu skemmtilegt, fyndið né með góðum spurningum. Það var þá sem hugmyndin kviknaði. Fyrst enginn hafði búið til hlaðvarpið sem mig vantaði þá yrði ég bara að ganga í málið sjálfur. Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga.aðsend Ég keypti upptökubúnað, hljóðnema og græjur og bauð nokkrum góðvinum mínum heim í Mosfellsbæinn til að taka upp. Sama hugsun flaug í gegnum hugann þegar ég stóð fyrst á sviðinu í úrslitum Gettu Betur og þegar ég kveikti í fyrsta sinn á upptökubúnaðinum. Jæja Daníel hvað ertu búinn að koma þér út í núna?“ Mikil list að semja góðar spurningar Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga. „Ég vissi að ef ég gerði þurra spurningakeppni með engum húmor myndi enginn hlusta. Að semja virkilega góðar trivía-spurningar er mikil list og það er eitthvað sem hefur tekið mig mörg ár af Gettu Betur þjálfun og pub quizum til að fullkomna.“ Hann segir hugmyndir að spurningum koma allstaðar að. „Ég er kannski á kvöldvakt upp á spítala eða úti að hlaupa og fæ allt í einu geggjaða hugmynd að spurningu. Þá er fyrir öllu að komast í Notes í símanum svo hugmyndin gleymist ekki. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram.aðsend Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og hlaðvarpið vaxið og dafnað hratt. „Eina gagnrýnin sem við höfum fengið er að þættirnir mættu koma hraðar út. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram en það er vikuleg spurningakeppni í story. Fólk svarar tíu trivíaspurningum og deilir á vini og skorar á þá að gera betur.“ Nítjándi þáttur ber af Að öllum þáttum ólöstuðum segir Daníel nítjánda þátt bera af. „Já hann hefur vakið mikla hlustun og varð strax vinsælasti þátturinn. Ég mæli með að fólk tjékki á honum. Upphitunarspurningarnar snerust um hvort nöfn væru lögleg samkvæmt mannanafnanefnd og ég skemmti mér konunglega að semja allskonar nöfn. Sókrates Skúta, Hröðvar Búálfur og Pedró Ljúfmundur svo eitthvað sé nefnt. Á tíu þátta fresti geri ég svo þemaþætti þar sem spurningarnar miðast við sama þema. Fyrsti þemaþátturinn fjallaði til að mynda um Harry Potter og næsti þemaþáttur um hverfast í kringum Tölvuleikjaþema. Þá koma keppendur frá Gametíví og keppa á móti hlaðvarpsstjórnendum Tölvuleikjaspjallsins. Þetta er endalaus uppspretta hugmynda og ég er bara rétt að byrja," segir Daníel að lokum. Áhugasamir geta hlustað á hlaðvarpið hér. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Daníel er á fimmta námsári sínu við læknisfræði til kandídatsprófs við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ ákvað hann þó að ganga í Borgarholtsskóla enda stutt í Grafarvoginn frá Mosfellsbænum. Það var þar sem hann sá auglýsingu fyrir Gettu Betur inntökupróf og ákvað að láta slag standa. Hann segir það skrítið í ljósi þess að hafa bara einu sinni horft á útslit keppninnar í sjónvarpinu og hugsað með sjálfum sér að þetta gæti hann aldrei gert. Samdi 10.000 tímalausar spurningar „Ég komst beint í liðið og keppti með Borgarholtsskóla árin 2013 og 2014. Seinna árið fórum við alla leið í úrslit keppninnar. Ég útskrifaðist sama ár og tók í kjölfarið við þjálfun liðsins sem ég hef nú séð um að þjálfa í níu ár. Daníel hannaði spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina.aðsend Í þennan tæpa áratug sem ég hef verið að þjálfa meðfram háskólanámi hef ég samið um 10.000 spurningar um hitt og þetta. Spurningarnar eru allar tímalausar spurningar og nýtast vel fyrir nokkrar kynslóðir Gettu Betur keppenda.“ Gekk sjálfur í málið Árið 2021 veiktist Daníel og neyddist til að taka sér pásu frá námi meðan hann náði heilsu á ný. Það sama sumar spratt upp sú hugmynd að hanna spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina. „Mig langaði að finna gott spurningahlaðvarp til að hlusta á meðan ég ynni í spilinu, en fann ekkert. Sama hvað ég leitaði að innlendu eða erlendu fannst mér ekkert nógu skemmtilegt, fyndið né með góðum spurningum. Það var þá sem hugmyndin kviknaði. Fyrst enginn hafði búið til hlaðvarpið sem mig vantaði þá yrði ég bara að ganga í málið sjálfur. Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga.aðsend Ég keypti upptökubúnað, hljóðnema og græjur og bauð nokkrum góðvinum mínum heim í Mosfellsbæinn til að taka upp. Sama hugsun flaug í gegnum hugann þegar ég stóð fyrst á sviðinu í úrslitum Gettu Betur og þegar ég kveikti í fyrsta sinn á upptökubúnaðinum. Jæja Daníel hvað ertu búinn að koma þér út í núna?“ Mikil list að semja góðar spurningar Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga. „Ég vissi að ef ég gerði þurra spurningakeppni með engum húmor myndi enginn hlusta. Að semja virkilega góðar trivía-spurningar er mikil list og það er eitthvað sem hefur tekið mig mörg ár af Gettu Betur þjálfun og pub quizum til að fullkomna.“ Hann segir hugmyndir að spurningum koma allstaðar að. „Ég er kannski á kvöldvakt upp á spítala eða úti að hlaupa og fæ allt í einu geggjaða hugmynd að spurningu. Þá er fyrir öllu að komast í Notes í símanum svo hugmyndin gleymist ekki. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram.aðsend Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og hlaðvarpið vaxið og dafnað hratt. „Eina gagnrýnin sem við höfum fengið er að þættirnir mættu koma hraðar út. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram en það er vikuleg spurningakeppni í story. Fólk svarar tíu trivíaspurningum og deilir á vini og skorar á þá að gera betur.“ Nítjándi þáttur ber af Að öllum þáttum ólöstuðum segir Daníel nítjánda þátt bera af. „Já hann hefur vakið mikla hlustun og varð strax vinsælasti þátturinn. Ég mæli með að fólk tjékki á honum. Upphitunarspurningarnar snerust um hvort nöfn væru lögleg samkvæmt mannanafnanefnd og ég skemmti mér konunglega að semja allskonar nöfn. Sókrates Skúta, Hröðvar Búálfur og Pedró Ljúfmundur svo eitthvað sé nefnt. Á tíu þátta fresti geri ég svo þemaþætti þar sem spurningarnar miðast við sama þema. Fyrsti þemaþátturinn fjallaði til að mynda um Harry Potter og næsti þemaþáttur um hverfast í kringum Tölvuleikjaþema. Þá koma keppendur frá Gametíví og keppa á móti hlaðvarpsstjórnendum Tölvuleikjaspjallsins. Þetta er endalaus uppspretta hugmynda og ég er bara rétt að byrja," segir Daníel að lokum. Áhugasamir geta hlustað á hlaðvarpið hér.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira