Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. júlí 2023 20:00 Berglind Festival leggur áherslu á að hafa gaman í lífinu. Aðsend Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. Berglind lýsir sér sem venjulegri konu með húsnæðislán og bakverki, en leggur áherslu á að hafa gaman að lífinu. Nafnið Festival má rekja til þess. „Það er alltaf gaman á festivölum,“ segir Berglind sem hefur notið sumarsins hérlendis sem og utan. Hún gerði húsaskipti við frönsk hjón og stefnir á enda sumarið í brúðkaupsveislu í Berlín. „Ég fór með son minn í æðislegt lúxusfrí til Normandie-héraðs í Frakklandi þar sem ég reyndi að kenna honum að borða ostrur við dræmar undirtektir,“ segir Berglind. Þess á milli hefur hún notið sólarinnar á Austurvelli. Hér að neðan svarar Berglind spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 34 ára Aldur í anda? 64 ára Gælunafn eða hliðarsjálf? Læt Festival nafnið duga hér. Talar þú um þig stundum í þriðju persónu? Nei alveg bannað. Starf? Hugmynda- og textastjóri hjá Hér&Nú og Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini. Menntun? Ég er með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Mæli með því námi fyrir alla sem ætla að ná langt í skemmtanalífinu. Áhugamál? Elda mat, fá fólk í heimsókn, drekka vín og kaffi, lyfta lóðum í ræktinni og kaupa mér flott dót. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er ógeðslega góð í að leysa krossgátur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? 80% hugmyndir 20% vatn Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Deila vínflösku með einhverjum skemmtilegum, gera sætt heima hjá mér og halda boð. Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Fara út með ruslið (það eru flugur í ruslageymslunni). Ertu A eða B týpa? Ég er mjög samviskusöm í slökuninni og finnst gaman að vera lengi uppí svo ég er B. En mæti samt alveg í vinnuna á réttum tíma og þannig svo ég er enginn haugur svo það sé alveg á hreinu. Berglind starfar sem festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini.Aðsend Hvernig viltu eggin þín? Hleypt með laxi á æðislegu brauði. Hvernig viltu kaffið þitt? Vel rammt beint úr mokkakönnunni. Uppáhalds maturinn þinn? Burrata með tómötum og ramen-súpur. Annars er ég frekar hrifin af öllu brauði, algjör önd. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Þetta er mjög heimspekileg spurning. Kannski skjaldbaka, mjög sátt við að slaka á í eigin húsnæði. Í hvaða landi myndirðu vilja búa fyrir utan Ísland? Í hvaða landi er Andabær? Væri til í að búa þar. Hvaða tungumál talarðu? eða langar að kunna? Fékk alltaf 10 í dönsku og get lifað af á frönsku. Væri til í að kunna og þora að tala frönsku alveg. Syngur þú í sturtu? Nei ég vil ekki að sonur minn geri grín að mér. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpinu? Fréttir, algjörlega frábær þáttur. Guilty pleasure kvikmynd? Marley and Me. Horfði einu sinni á hana þrisvar sama daginn, það var góður dagur. Hvaða bók lastu síðast? eða hljóðbók? Ég var í áskrift að bókum frá Angústúru sem söfnuðust aðeins upp hjá mér svo ég er að vinna mig í gegnum þann stafla núna. Er að klára Tsjernobyl-bænina núna, mikil sumarstemning í því. Uppáhalds hlaðvarpið þitt? Ég hlusta bara á Rás 1. Ef þú mættir velja þrjá einstaklinga, lífs eða liðna, og verja með þeim kvöldstund, hverjir yrðu fyrir valinu? Einmitt. Skulum hringja í Aristóteles, Sókrates og Plató. Gefa þeim gin og tónik og láta þá gasa aðeins. Berglind væri til í að búa í Andabæ.Aðsend Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já mörgum, og er enn. Uppáhalds snjall-forritið þitt? Instagram. Ertu virk á stefnumótaforritum? Nei Á hvaða staði ferðu ef þú ferð út á lífið? Á Vínstúkuna og svo beint í heimapartý. Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Þegar fólk er með góð augu. Get ekki horft í nein illileg augu. En óheillandi? Óheiðarleiki og níska. Hvernig væri draumastefnumótið? Drekka kampavín og borða ost og fá blóm og svara þessum spurningalista saman. Hvað er ást? Að hlakka alltaf til að hitta einhvern og fá kitl í magann. Ertu með einhvern markmiðalista (e.bucketlist)? Nei ekki beint, nema kannski að fara aldrei í fallhlífastökk. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „One of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast“ Viktor Heiðdal Andersen starfar sem hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Hann lýsir sér sem afar áberandi einstaklingi sem þorir að vera hann sjálfur. „Ég er one of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast,“ segir Viktor. 24. júlí 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Berglind lýsir sér sem venjulegri konu með húsnæðislán og bakverki, en leggur áherslu á að hafa gaman að lífinu. Nafnið Festival má rekja til þess. „Það er alltaf gaman á festivölum,“ segir Berglind sem hefur notið sumarsins hérlendis sem og utan. Hún gerði húsaskipti við frönsk hjón og stefnir á enda sumarið í brúðkaupsveislu í Berlín. „Ég fór með son minn í æðislegt lúxusfrí til Normandie-héraðs í Frakklandi þar sem ég reyndi að kenna honum að borða ostrur við dræmar undirtektir,“ segir Berglind. Þess á milli hefur hún notið sólarinnar á Austurvelli. Hér að neðan svarar Berglind spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 34 ára Aldur í anda? 64 ára Gælunafn eða hliðarsjálf? Læt Festival nafnið duga hér. Talar þú um þig stundum í þriðju persónu? Nei alveg bannað. Starf? Hugmynda- og textastjóri hjá Hér&Nú og Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini. Menntun? Ég er með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Mæli með því námi fyrir alla sem ætla að ná langt í skemmtanalífinu. Áhugamál? Elda mat, fá fólk í heimsókn, drekka vín og kaffi, lyfta lóðum í ræktinni og kaupa mér flott dót. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er ógeðslega góð í að leysa krossgátur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? 80% hugmyndir 20% vatn Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Deila vínflösku með einhverjum skemmtilegum, gera sætt heima hjá mér og halda boð. Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Fara út með ruslið (það eru flugur í ruslageymslunni). Ertu A eða B týpa? Ég er mjög samviskusöm í slökuninni og finnst gaman að vera lengi uppí svo ég er B. En mæti samt alveg í vinnuna á réttum tíma og þannig svo ég er enginn haugur svo það sé alveg á hreinu. Berglind starfar sem festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini.Aðsend Hvernig viltu eggin þín? Hleypt með laxi á æðislegu brauði. Hvernig viltu kaffið þitt? Vel rammt beint úr mokkakönnunni. Uppáhalds maturinn þinn? Burrata með tómötum og ramen-súpur. Annars er ég frekar hrifin af öllu brauði, algjör önd. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Þetta er mjög heimspekileg spurning. Kannski skjaldbaka, mjög sátt við að slaka á í eigin húsnæði. Í hvaða landi myndirðu vilja búa fyrir utan Ísland? Í hvaða landi er Andabær? Væri til í að búa þar. Hvaða tungumál talarðu? eða langar að kunna? Fékk alltaf 10 í dönsku og get lifað af á frönsku. Væri til í að kunna og þora að tala frönsku alveg. Syngur þú í sturtu? Nei ég vil ekki að sonur minn geri grín að mér. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpinu? Fréttir, algjörlega frábær þáttur. Guilty pleasure kvikmynd? Marley and Me. Horfði einu sinni á hana þrisvar sama daginn, það var góður dagur. Hvaða bók lastu síðast? eða hljóðbók? Ég var í áskrift að bókum frá Angústúru sem söfnuðust aðeins upp hjá mér svo ég er að vinna mig í gegnum þann stafla núna. Er að klára Tsjernobyl-bænina núna, mikil sumarstemning í því. Uppáhalds hlaðvarpið þitt? Ég hlusta bara á Rás 1. Ef þú mættir velja þrjá einstaklinga, lífs eða liðna, og verja með þeim kvöldstund, hverjir yrðu fyrir valinu? Einmitt. Skulum hringja í Aristóteles, Sókrates og Plató. Gefa þeim gin og tónik og láta þá gasa aðeins. Berglind væri til í að búa í Andabæ.Aðsend Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já mörgum, og er enn. Uppáhalds snjall-forritið þitt? Instagram. Ertu virk á stefnumótaforritum? Nei Á hvaða staði ferðu ef þú ferð út á lífið? Á Vínstúkuna og svo beint í heimapartý. Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Þegar fólk er með góð augu. Get ekki horft í nein illileg augu. En óheillandi? Óheiðarleiki og níska. Hvernig væri draumastefnumótið? Drekka kampavín og borða ost og fá blóm og svara þessum spurningalista saman. Hvað er ást? Að hlakka alltaf til að hitta einhvern og fá kitl í magann. Ertu með einhvern markmiðalista (e.bucketlist)? Nei ekki beint, nema kannski að fara aldrei í fallhlífastökk.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „One of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast“ Viktor Heiðdal Andersen starfar sem hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Hann lýsir sér sem afar áberandi einstaklingi sem þorir að vera hann sjálfur. „Ég er one of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast,“ segir Viktor. 24. júlí 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: „One of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast“ Viktor Heiðdal Andersen starfar sem hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Hann lýsir sér sem afar áberandi einstaklingi sem þorir að vera hann sjálfur. „Ég er one of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast,“ segir Viktor. 24. júlí 2023 20:01