Lífið

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Máni Snær Þorláksson skrifar
Tónlistarkonan Cher virðist ætla að láta til sín taka á ísbílamarkaðnum.
Tónlistarkonan Cher virðist ætla að láta til sín taka á ísbílamarkaðnum. EPA/CAROLINE BREHMAN

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

„Já, þetta er alvöru,“ segir Cher í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar sýnir hún myndband af ísbíl sem skreyttur er í bak og fyrir með myndum af Cher í brauðformi að borða ís í brauðformi. Undir myndbandinu má svo heyra eitt af þekktustu lögum tónlistarkonunnar, Believe.

Ljóst er að ekki er um neina skyndiákvörðun að ræða hjá Cher. „Þetta byrjaði allt fyrir fimm árum síðan og núna er þetta loksins að gerast,“ segir hún.

Þá deilir hún einnig sýnishorni af því sem hægt verður að fá í ísbílnum. Þar má til dæmis sjá ís með litlum kleinuhring ofan á og annan í gulllituðu brauðformi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×