Aðdáendur misstu sig yfir leynigestinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júlí 2023 11:31 Eminem var leynigestur á tónleikum Ed Sheeran í Detroit um helgina. Jeff Kravitz/FilmMagic Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom tónleikagestum sínum í Detroit heldur betur á óvart um helgina með óvæntum gesti. Sheeran tilkynnti áhorfendum að hann ætlaði að taka gítarútgáfu af sögulega smellinum Lose Yourself eftir Eminem en rapparinn gekk stuttu síðar inn á svið og tók við. Sheeran sagði í upphafi að hann ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að taka þennan smell sem Eminem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir árið 2003. Lagið var titillag kvikmyndarinnar 8 Mile sem Eminem fór með aðalhlutverk í ásamt Brittany Murphy. Detroit er heimabær Eminem og misstu aðdáendur sig þegar kappinn byrjaði að rappa og var ekki verra að vera með Ed Sheeran til að taka undir í viðlaginu. If you ever want to lose your hearing, be at an #EdSheeran concert in #Detroit and have #Eminem surprise everyone on stage. pic.twitter.com/C41JUSOgHr— Danielle Frances (@PokeyLuWho) July 16, 2023 Eminem lét eitt lag ekki nægja en Ed Sheeran spurði áhorfendur hvort þeir væru ekki til í annað lag frá rapparanum. „Hann ætlaði bara að koma og taka eitt lag en ég sagði að hann gæti ekki stigið á svið í Detroit og tekið bara eitt lag,“ sagði Sheeran á sviðinu. Eminem tók þá lagið Stan sem hann gaf út árið 2000 ásamt söngkonunni Dido. Sheeran söng hluta Didoar í laginu og eftir flutninginn kallaði Eminem út í salinn að hann hefði saknað Detroit. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran og Eminem sameina krafta sína en þeir komu meðal annars fram í fyrra þegar Eminem hlotnaðist sá heiður að vera tekinn inn hinn virta Rock and Roll Hall of Fame. Þetta óvanalega en skemmtilega tvíeyki vann fyrst saman árið 2017 á laginu River en lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53 Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sheeran sagði í upphafi að hann ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að taka þennan smell sem Eminem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir árið 2003. Lagið var titillag kvikmyndarinnar 8 Mile sem Eminem fór með aðalhlutverk í ásamt Brittany Murphy. Detroit er heimabær Eminem og misstu aðdáendur sig þegar kappinn byrjaði að rappa og var ekki verra að vera með Ed Sheeran til að taka undir í viðlaginu. If you ever want to lose your hearing, be at an #EdSheeran concert in #Detroit and have #Eminem surprise everyone on stage. pic.twitter.com/C41JUSOgHr— Danielle Frances (@PokeyLuWho) July 16, 2023 Eminem lét eitt lag ekki nægja en Ed Sheeran spurði áhorfendur hvort þeir væru ekki til í annað lag frá rapparanum. „Hann ætlaði bara að koma og taka eitt lag en ég sagði að hann gæti ekki stigið á svið í Detroit og tekið bara eitt lag,“ sagði Sheeran á sviðinu. Eminem tók þá lagið Stan sem hann gaf út árið 2000 ásamt söngkonunni Dido. Sheeran söng hluta Didoar í laginu og eftir flutninginn kallaði Eminem út í salinn að hann hefði saknað Detroit. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran og Eminem sameina krafta sína en þeir komu meðal annars fram í fyrra þegar Eminem hlotnaðist sá heiður að vera tekinn inn hinn virta Rock and Roll Hall of Fame. Þetta óvanalega en skemmtilega tvíeyki vann fyrst saman árið 2017 á laginu River en lagið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53 Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53
Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30
Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36