Hrafnhildur heldur til Taílands: „Skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað“ Íris Hauksdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland á síðasta ári. Arnór Trausti Katrínarson Miss Universe Iceland drottningin Hrafnhildur Haraldsdóttir mun krýna nýjan arftaka síðar í sumar. Hennar síðasta verkefni sem handhafi titilsins er óvænt verkefni í Taílandi. Þetta er í fyrsta sinn sem fegurðardrottning hlýtur slíkan heiður segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstýra keppninnar. „Þetta er í raun alveg magnað. Ég hef í það minnsta aldrei upplifað neitt þessu líkt á þessum átta árum sem ég hef haldið keppnina,“ segir Manuela og heldur áfram. „Hrafnhildur keppti í alþjóðlegu keppninni í lok síðasta árs og gekk vel enda gríðarlegt afrek að komast úr 90 yfir í 16 þátttakenda úrslit. Við fengum svo tölvupóst fyrir stuttu frá eiganda keppninnar. Anne JKN, eða Jakkaphong Jakrajutatip, en hún er fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni. Hún er jafnframt stofnandi CEO of JKN Global Group sem á sjónvarpsstöðvar í Taílandi sem er mjög voldugt fyrirtæki í hinum stóra heimi. Fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni Anne þessi var valin kona ársins í Taílandi og er mjög þekkt þar í landi. Eignaðist til að mynda tvö börn með aðstoð staðgöngumóður og leggur ríka áherslu á women empowerment. Það var því hennar fyrsta verk að breyta reglum um að nú megi mæður og giftar konur taka þátt í keppninni. Hrafnhildur var stödd í fjölskyldufríi þegar boðið um ferð til Taílands barst henni.Arnór Trausti Katrínarson Okkur fannst frekar magnað að fá póst frá Önnu þar sem hún boðaði Hrafnhildi með mjög stuttum fyrirvara út til sín í myndatökur og á ýmsa viðburði. Við urðum eðlilega að ósk hennar en sjálf var Hrafnhildur stödd í fjölskyldufríi á Tenerife og þurfti því að hafa hraðar hendur.“ Taíland einn af drauma áfangastöðunum „Ég þarf að pakka beint upp úr tösku yfir í þá næstu og skunda til Taílands um helgina,“ segir Hrafnhildur og spenningurinn í röddinni leynir sér ekki. „Ég hef ferðast víða en aldrei komið til Taílands. Það er samt einn af þeim áfangastöðum sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja og ég er því ekkert eðlilega spennt og glöð fyrir þessu ferðalagi.“ Hrafnhildur segist hafa upplifað skemmtilegasta ár lífs síns í kjölfar titilsins.Arnór Trausti Katrínarson Hrafnhildur segir síðastliðið ár sem Miss Universe Iceland hafa verið draumi líkast. „Eftir að hafa hampað titlinum hófst eitthvað það skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað. En undirbúningurinn fyrir keppnina var rosalegur,“ segir hún með áherslu enda lagði hún sig alla fram og árangurinn eftir því. Botnlaust þakklæti fyrir fólkið í kring „Eftir að hafa unnið fór ég í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í allskonar myndatökur og þjálfun sem var magnað. Ég fékk fullt af fallegum kjólum fyrir keppnina, þar á meðal kjólinn sem ég keppti í. Þakklæti mitt er botnlaust fyrir fólkið í kring um mig. Þau stóðu við bakið á mér í öllu sem ég gerði og hjálpaði mér við allt. Ferlið í heild hefur verið svo lærdómsríkt og skemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég bjóst við að fá að upplifa. Nú þegar styttist í næstu krýningu var ég viss um að mínu ævintýri væri að ljúka en þá kom skemmtilegasta símtal sem ég hef fengið um að mér væri boðið í vikuferð til Taílands. Ég gæti ekki verið spenntari og er óendanlega þakklát Jorge Esteban og Manuelu fyrir að koma mér á þann stað sem ég er á í dag.“ Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
„Þetta er í raun alveg magnað. Ég hef í það minnsta aldrei upplifað neitt þessu líkt á þessum átta árum sem ég hef haldið keppnina,“ segir Manuela og heldur áfram. „Hrafnhildur keppti í alþjóðlegu keppninni í lok síðasta árs og gekk vel enda gríðarlegt afrek að komast úr 90 yfir í 16 þátttakenda úrslit. Við fengum svo tölvupóst fyrir stuttu frá eiganda keppninnar. Anne JKN, eða Jakkaphong Jakrajutatip, en hún er fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni. Hún er jafnframt stofnandi CEO of JKN Global Group sem á sjónvarpsstöðvar í Taílandi sem er mjög voldugt fyrirtæki í hinum stóra heimi. Fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni Anne þessi var valin kona ársins í Taílandi og er mjög þekkt þar í landi. Eignaðist til að mynda tvö börn með aðstoð staðgöngumóður og leggur ríka áherslu á women empowerment. Það var því hennar fyrsta verk að breyta reglum um að nú megi mæður og giftar konur taka þátt í keppninni. Hrafnhildur var stödd í fjölskyldufríi þegar boðið um ferð til Taílands barst henni.Arnór Trausti Katrínarson Okkur fannst frekar magnað að fá póst frá Önnu þar sem hún boðaði Hrafnhildi með mjög stuttum fyrirvara út til sín í myndatökur og á ýmsa viðburði. Við urðum eðlilega að ósk hennar en sjálf var Hrafnhildur stödd í fjölskyldufríi á Tenerife og þurfti því að hafa hraðar hendur.“ Taíland einn af drauma áfangastöðunum „Ég þarf að pakka beint upp úr tösku yfir í þá næstu og skunda til Taílands um helgina,“ segir Hrafnhildur og spenningurinn í röddinni leynir sér ekki. „Ég hef ferðast víða en aldrei komið til Taílands. Það er samt einn af þeim áfangastöðum sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja og ég er því ekkert eðlilega spennt og glöð fyrir þessu ferðalagi.“ Hrafnhildur segist hafa upplifað skemmtilegasta ár lífs síns í kjölfar titilsins.Arnór Trausti Katrínarson Hrafnhildur segir síðastliðið ár sem Miss Universe Iceland hafa verið draumi líkast. „Eftir að hafa hampað titlinum hófst eitthvað það skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað. En undirbúningurinn fyrir keppnina var rosalegur,“ segir hún með áherslu enda lagði hún sig alla fram og árangurinn eftir því. Botnlaust þakklæti fyrir fólkið í kring „Eftir að hafa unnið fór ég í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í allskonar myndatökur og þjálfun sem var magnað. Ég fékk fullt af fallegum kjólum fyrir keppnina, þar á meðal kjólinn sem ég keppti í. Þakklæti mitt er botnlaust fyrir fólkið í kring um mig. Þau stóðu við bakið á mér í öllu sem ég gerði og hjálpaði mér við allt. Ferlið í heild hefur verið svo lærdómsríkt og skemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég bjóst við að fá að upplifa. Nú þegar styttist í næstu krýningu var ég viss um að mínu ævintýri væri að ljúka en þá kom skemmtilegasta símtal sem ég hef fengið um að mér væri boðið í vikuferð til Taílands. Ég gæti ekki verið spenntari og er óendanlega þakklát Jorge Esteban og Manuelu fyrir að koma mér á þann stað sem ég er á í dag.“
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46