Íþróttahetja Úkraínumanna sökuð um að svíkja úkraínsku þjóðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:00 Sergej Bubka í keppni á HM í frjálsum undir merkjum Úkraínu. Getty/Kleefeldt Frank Sergej Bubka er ein stærsta íþróttahetja Úkraínu frá upphafi en hann setti meðal annars 35 heimsmet á ferlinum. Nú er hann sakaður um að svíkja þjóð sína og hjálpa Rússum í stríðinu. Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira