Umfjöllun: Shamrock Rovers - Breiðablik | Blikar fara með forystu í seinni leikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 20:41 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik heimsótti írska félagið Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Seinni leikurinn fer á Íslandi í næstu viku en í boði eru leikir á móti FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik vann sterkan útisigur, 0-1. Damir Muminovic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir vel útfærða aukaspyrnu. Viktor Karl gaf á Damir sem þrumaði boltanum upp í þaknetið af löngu færi. Liðin mætast eftir viku á Kópavogsvelli. Fyrri hálfleik leiksins var Breiðablik mun betri aðilinn, Shamrock pressuðu fyrst um sinn hátt upp völlinn og reyndu að spila sig upp úr öftustu línu þegar þeir fengu boltann. En Blikarnir svöruðu þessu leikskipulagi virkilega vel, beittu sjálfir hápressu og spiluðu boltanum vel á milli sín. Þetta neyddi andstæðinginn til að breyta um leikskipulag og eftir því sem líða fór á fyrri hálfleikinn féll Shamrock aftar á völlinn og urðu hræddari við að spila boltanum út úr vörninni. Breiðablik uppskar þó nokkur hættuleg færi og fjölmargar hornspyrnur. Sömuleiðis fengu þeir töluvert af aukaspyrnum því Shamrock menn voru mjög fastir fyrir og létu Blikana finna fyrir því. Það var eftir eina slíka aukaspyrnu sem Damir Muminovic kom boltanum í netið, stórglæsilegt mark eftir vel æfðar aukaspyrnubrellur. Höskuldur Gunnlaugsson stillti sér upp og það leit allt út fyrir að hann tæki skotið. En Höskuldur gabbaði varnarmenn Shamrock og leyfði Viktori að renna boltanum til hliðar á Damir sem þrumaði honum í netið. Heimamenn komu sterkari út í seinni hálfleikinn, virkuðu mun einbeittari og héldu boltanum betur. Breiðablik tókst illa að finna sama takt og í fyrri hálfleiknum sóknarlega en liðið varðist vel og gaf fá færi á sér. Shamrock fengu þó tækifæri til að jafna metin undir lok leiksins, þreyta og skiptingar í varnarlínu Blika ollu smá einbeitingarleysi sem gaf heimaliðinu tvívegis hættuleg marktækifæri, en Anton Ari sá við þeim og hélt marki sínu hreinu. Afhverju vann Breiðablik? Sú írska umfjöllun sem maður hefur lesið um þennan leik vanmat Breiðablik og íslensku deildina gríðarlega. Það var nokkuð ljóst í upphafi leiks að heimamenn voru ekki með fullan fókus og Blikarnir nýttu sér það vel. Shamrock voru svo mun betri í seinni hálfleiknum en Breiðablik tókst að halda þetta út. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins er líklega Damir Muminovic, skoraði stórglæsilegt mark og varðist svo virkilega vel hinum megin á vellinum. Viktor Karl átti einnig frábæran leik á miðsvæðinu í kvöld, hljóp út um allan völl og skapaði tækifæri fyrir sitt lið. Hvað gekk illa? Fyrir Shamrock gekk illa að spila sig út úr vörninni, eitthvað sem liðið leggur áherslu á að gera. Það skapaði óöryggi og hliðraði leikskipulagi þeirra mikið. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku í seinni leik viðureignarinnar. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 18. júlí. Sigurvegari þessarar viðureignar heldur svo áfram í næstu umferð og mætir þar FC Köbenhavn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik
Breiðablik heimsótti írska félagið Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Seinni leikurinn fer á Íslandi í næstu viku en í boði eru leikir á móti FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik vann sterkan útisigur, 0-1. Damir Muminovic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir vel útfærða aukaspyrnu. Viktor Karl gaf á Damir sem þrumaði boltanum upp í þaknetið af löngu færi. Liðin mætast eftir viku á Kópavogsvelli. Fyrri hálfleik leiksins var Breiðablik mun betri aðilinn, Shamrock pressuðu fyrst um sinn hátt upp völlinn og reyndu að spila sig upp úr öftustu línu þegar þeir fengu boltann. En Blikarnir svöruðu þessu leikskipulagi virkilega vel, beittu sjálfir hápressu og spiluðu boltanum vel á milli sín. Þetta neyddi andstæðinginn til að breyta um leikskipulag og eftir því sem líða fór á fyrri hálfleikinn féll Shamrock aftar á völlinn og urðu hræddari við að spila boltanum út úr vörninni. Breiðablik uppskar þó nokkur hættuleg færi og fjölmargar hornspyrnur. Sömuleiðis fengu þeir töluvert af aukaspyrnum því Shamrock menn voru mjög fastir fyrir og létu Blikana finna fyrir því. Það var eftir eina slíka aukaspyrnu sem Damir Muminovic kom boltanum í netið, stórglæsilegt mark eftir vel æfðar aukaspyrnubrellur. Höskuldur Gunnlaugsson stillti sér upp og það leit allt út fyrir að hann tæki skotið. En Höskuldur gabbaði varnarmenn Shamrock og leyfði Viktori að renna boltanum til hliðar á Damir sem þrumaði honum í netið. Heimamenn komu sterkari út í seinni hálfleikinn, virkuðu mun einbeittari og héldu boltanum betur. Breiðablik tókst illa að finna sama takt og í fyrri hálfleiknum sóknarlega en liðið varðist vel og gaf fá færi á sér. Shamrock fengu þó tækifæri til að jafna metin undir lok leiksins, þreyta og skiptingar í varnarlínu Blika ollu smá einbeitingarleysi sem gaf heimaliðinu tvívegis hættuleg marktækifæri, en Anton Ari sá við þeim og hélt marki sínu hreinu. Afhverju vann Breiðablik? Sú írska umfjöllun sem maður hefur lesið um þennan leik vanmat Breiðablik og íslensku deildina gríðarlega. Það var nokkuð ljóst í upphafi leiks að heimamenn voru ekki með fullan fókus og Blikarnir nýttu sér það vel. Shamrock voru svo mun betri í seinni hálfleiknum en Breiðablik tókst að halda þetta út. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins er líklega Damir Muminovic, skoraði stórglæsilegt mark og varðist svo virkilega vel hinum megin á vellinum. Viktor Karl átti einnig frábæran leik á miðsvæðinu í kvöld, hljóp út um allan völl og skapaði tækifæri fyrir sitt lið. Hvað gekk illa? Fyrir Shamrock gekk illa að spila sig út úr vörninni, eitthvað sem liðið leggur áherslu á að gera. Það skapaði óöryggi og hliðraði leikskipulagi þeirra mikið. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku í seinni leik viðureignarinnar. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 18. júlí. Sigurvegari þessarar viðureignar heldur svo áfram í næstu umferð og mætir þar FC Köbenhavn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti