Lífið

Kóngurinn nennti ekki að bíða eftir Biden

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vel fór á með konungnum og Biden Bandaríkjaforseta.
Vel fór á með konungnum og Biden Bandaríkjaforseta. AP Photo/Susan Walsh

Karl Breta­konungur var ekkert sér­stak­lega þolin­móður þegar hann tók á móti Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við líf­vörð konungsins, sem var ekkert sér­stak­lega skemmt.

Breska götu­blaðið Daily Mail gerir málinu skil og full­yrðir að Karl hafi pirrast um stundar­sakir út í líf­vörðinn. At­vikið má sjá í mynd­bandi neðar í fréttinni en hinn áttræði Joe Biden, virtist töluvert slakari en kóngurinn. Hann sótti landið heim í opinberri heimsókn í morgun en er nú floginn aftur til Bandaríkjanna.

Karl tók á móti for­setanum fyrir utan Windsor kastala í morgun áður en þeir áttu stuttan fund innan­dyra. For­setinn fundaði jafn­framt með Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Biden og konungurinn ræddu meðal annars um loft­lags­mál en þau mál hafa verið kónginum hug­leikin um margra ára skeið.

Þá gilda ætíð ó­form­legar sam­skipta­reglur í kringum breska þjóð­höfðingjann. Breska götu­blaðið lætur þess getið að Banda­ríkja­for­seti hafi látið þær sér í léttu rúmi liggja og meðal annars gripið í hand­legg konungsins þegar þeir tókust í hendur og sett hönd sína á bak hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×