Segir þakklæti bóluefni við kvíða og depurð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. júlí 2023 17:01 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni „Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið,“ skrifar sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í pistli á Facebook. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli hvetur fólk til að huga að taugakerfinu með því að veita því athygli og kærleika. „Gerðu það heilbrigt og hamingjusamt og dúndraðu andlegu heilsunni upp í rjáfur,“ segir Ragga. Í pistlinum nefnir Ragga nokkur dæmi sem gætu eflt og styrkt taugakerfið. Hreinsaðu til á samfélagsmiðlum „Dítox frá samfélagsmiðlum og skoðaðu hvaða prófílum þú ert að fylgja og hvaða áhrif það hefur á þig að skoða efnið frá þeim. Gerðu allsherjar hreingerningu og hreinsaðu út það sem innrætir hjá þér ekki-nóguna og fylgdu þeim sem strá glimmeri yfir sálina,“ segir Ragga. Þakklæti er bóluefni við kvíða og depurð „Skrifaðu niður fimm hluti, manneskjur, upplifun sem þú vekja hjá þér þakklæti. Hvað var geggjað í dag. Hvað hlakkarðu til á morgun. Þakklæti losar út serótónín og dópamín og er bóluefni við kvíða og depurð því það vekur upp jákvæðar tilfinningar, styrkir jákvæða reynslu í taugabrautunum og byggir sterkari nánari sambönd,“ segir Ragga og telur það skothelda uppskrift að hamingjusamara lífi: „Rannsóknir sýna að þeir sem skrifa niður þakklæti eru jákvæðari og sáttari í lífinu.“ Hvíld er nauðsynleg „Kríulúr í 20 til 60 mínútur til að hlaða á andlega og líkamlega batteríið. Hvíld er nauðsynleg til að gefa heilanum kaffipásu og endurræsa drifkraft, sköpunargleði og framkvæmdavilja,“ segir í pistlinum þar sem Ragga áréttar að hvíld sé engin leti. Fleiri skjáir meiri truflun Þá segir hún að fólk eigi það til að nota tvo skjái í einu. Þar má nefna sjónvarpið og símann eða tölvu. „Með þessu ertu að trufla dópamínkerfið og hækka þröskuldinn fyrir að njóta þess að gera bara einn hlut í einu. Þú þarft alltaf meira og meira örvandi áreiti til að upplifa vellíðan.“ Veldu fólkið í kringum þig Í pistlinum hvetur Ragga fólk að taka eftir því hvernig taugakerfið bregst við eftir því hvaða fólk maður er að umgangast. „Við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu mikil áhrif umgengni við óþægilegt fólk hefur á tilfinningalífið og taugakerfið.“ Segðu oftar nei „Að setja mörk sýnir hugrekkið að elska sjálfan sig en á sama tíma opna á möguleikann að valda öðru fólki vonbrigðum (Brené Brown). Segðu oftar NEI við verkefnum og skuldbindingum því heilinn þinn hefur ekki óendanlegt vinnsluminni. Búðu til ný mörk, endurskoðaðu gömul mörk og viðhaltu mörkum sem eru ennþá nauðsynleg.“ Hóflegt magn af koffíni Að sögn Röggu hefur koffín áhrif á miðtaugakerfið með þeim afleiðngum að æðar líkamans víkka, hjartað slær örar, öndunin verður grynnri og þörfin fyrir að pissa meiri. „En það er í hóflegu magni sem er c.a 100-200 mg á dag (Examine.com) dregur úr þreytu og slens og eykur einbeitninguna. En í nútímasamfélagi þar sem kaffivélin er besti vinur Aðal, og Nocco, Monster, Pepsi Max, Orka og Collab maka krókinn í ofneyslu mannskepnunnar, þá er 400-500 mg á dag orðið sorglegt norm,“ segir hún. Pistilin má lesa í heild sinni hér að neðan: Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52 Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli hvetur fólk til að huga að taugakerfinu með því að veita því athygli og kærleika. „Gerðu það heilbrigt og hamingjusamt og dúndraðu andlegu heilsunni upp í rjáfur,“ segir Ragga. Í pistlinum nefnir Ragga nokkur dæmi sem gætu eflt og styrkt taugakerfið. Hreinsaðu til á samfélagsmiðlum „Dítox frá samfélagsmiðlum og skoðaðu hvaða prófílum þú ert að fylgja og hvaða áhrif það hefur á þig að skoða efnið frá þeim. Gerðu allsherjar hreingerningu og hreinsaðu út það sem innrætir hjá þér ekki-nóguna og fylgdu þeim sem strá glimmeri yfir sálina,“ segir Ragga. Þakklæti er bóluefni við kvíða og depurð „Skrifaðu niður fimm hluti, manneskjur, upplifun sem þú vekja hjá þér þakklæti. Hvað var geggjað í dag. Hvað hlakkarðu til á morgun. Þakklæti losar út serótónín og dópamín og er bóluefni við kvíða og depurð því það vekur upp jákvæðar tilfinningar, styrkir jákvæða reynslu í taugabrautunum og byggir sterkari nánari sambönd,“ segir Ragga og telur það skothelda uppskrift að hamingjusamara lífi: „Rannsóknir sýna að þeir sem skrifa niður þakklæti eru jákvæðari og sáttari í lífinu.“ Hvíld er nauðsynleg „Kríulúr í 20 til 60 mínútur til að hlaða á andlega og líkamlega batteríið. Hvíld er nauðsynleg til að gefa heilanum kaffipásu og endurræsa drifkraft, sköpunargleði og framkvæmdavilja,“ segir í pistlinum þar sem Ragga áréttar að hvíld sé engin leti. Fleiri skjáir meiri truflun Þá segir hún að fólk eigi það til að nota tvo skjái í einu. Þar má nefna sjónvarpið og símann eða tölvu. „Með þessu ertu að trufla dópamínkerfið og hækka þröskuldinn fyrir að njóta þess að gera bara einn hlut í einu. Þú þarft alltaf meira og meira örvandi áreiti til að upplifa vellíðan.“ Veldu fólkið í kringum þig Í pistlinum hvetur Ragga fólk að taka eftir því hvernig taugakerfið bregst við eftir því hvaða fólk maður er að umgangast. „Við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu mikil áhrif umgengni við óþægilegt fólk hefur á tilfinningalífið og taugakerfið.“ Segðu oftar nei „Að setja mörk sýnir hugrekkið að elska sjálfan sig en á sama tíma opna á möguleikann að valda öðru fólki vonbrigðum (Brené Brown). Segðu oftar NEI við verkefnum og skuldbindingum því heilinn þinn hefur ekki óendanlegt vinnsluminni. Búðu til ný mörk, endurskoðaðu gömul mörk og viðhaltu mörkum sem eru ennþá nauðsynleg.“ Hóflegt magn af koffíni Að sögn Röggu hefur koffín áhrif á miðtaugakerfið með þeim afleiðngum að æðar líkamans víkka, hjartað slær örar, öndunin verður grynnri og þörfin fyrir að pissa meiri. „En það er í hóflegu magni sem er c.a 100-200 mg á dag (Examine.com) dregur úr þreytu og slens og eykur einbeitninguna. En í nútímasamfélagi þar sem kaffivélin er besti vinur Aðal, og Nocco, Monster, Pepsi Max, Orka og Collab maka krókinn í ofneyslu mannskepnunnar, þá er 400-500 mg á dag orðið sorglegt norm,“ segir hún. Pistilin má lesa í heild sinni hér að neðan:
Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52 Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52
Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00