Íslenski boltinn

Blikar hafa ekki unnið íslenskt lið í meira en mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar unnu Evrópuleiki sína en hefur gengið mjög illa að vinna deildarleikina.
Blikar unnu Evrópuleiki sína en hefur gengið mjög illa að vinna deildarleikina. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik tekur á móti Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og Blikunum eru örugglega farið að þyrsta í deildarsigur.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvellinum og verður sýndur beint Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.05.

Breiðablik er nú þrettán stigum á eftir toppliði Víkings og þar er helst að kenna vandræði liðsins að landa sigrum í Bestu deildinni síðustu vikur.

Íslandsmeistararnir úr Kópavoginum fögnuðu nefnilega síðast sigri í Bestu deildinni 25. maí síðastliðinn en síðan eru liðnir 43 dagar.

Þeir hafa jafnframt ekki unnið íslenskt félag í meira en mánuð eða síðan þeir slógu FH-inga út úr átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri 5. júní síðastliðinn.

Síðan hafa Blikarnir hafa meðal annars dottið út úr bikarnum eftir tap í vítakeppni í undanúrslitaleik á móti KA fyrir norðan.

Biðin eftir deildarsigri telur nú einn og hálfan mánuð en síðasti sigur liðsins í Bestu deildinni var 1-0 sigur á val á Kópavogsvellinum 25. maí síðastliðinn.

Frá þeim tíma hefur Blikaliðið spilað fjóra deildarleiki, gert þrjú jafntefli auk þess að tapaði 5-2 á móti HK í Kópavogslagnum.

Frá bikarsigrinum á móti FH 5. júní þá hefur Breiðabliksliðið spilað þrjá leiki í röð í deild og bikar án þess að ná að fagna sigri.

Blikar unnu reyndar tvo leiki á þessum tíma en þeir voru báðir stórsigrar í for-forkeppni í Meistaradeild UEFA og á móti Tre Penne (7-1) og Buducnost Podgorica (5-0).

  • Síðustu leikir Breiðabliks í Bestu deild karla:
  • 23. júní: 5-2 tap á móti HK
  • 10. júní: 2-2 jafntefli við FH
  • 2. júnÍ. 2-2 jafntefli við Víking
  • 29. maí: 0-0 jafntefli við Keflavík
  • 25. maí: 1-0 sigur á Val
  • -
  • Síðustu leikir Breiðabliks við íslensk félög:
  • 4. júlí: Tap í vítakeppni á móti KA í bikar
  • 23. júní: 5-2 tap á móti HK í deild
  • 10. júní: 2-2 jafntefli við FH í deild
  • 5. júní: 3-2 sigur á FH í bikar
  • 2. júnÍ. 2-2 jafntefli við Víking í deild
  • 29. maí: 0-0 jafntefli við Keflavík í deild
  • 25. maí: 1-0 sigur á Val í deild



Fleiri fréttir

Sjá meira


×