Klinkið

Þungur baggi Ís­lands­banka fælir Kviku frá sam­runa

Ritstjórn Innherja skrifar
Áhersla Íslandsbanka var á það að miða við núverandi markaðsgengi bankanna til að ákvarða skiptihlutföllin en stjórnendur Kviku stóðu fast á því að markaðsgengið í dag endurspeglaði ekki raunverulegt virði bankans.
Áhersla Íslandsbanka var á það að miða við núverandi markaðsgengi bankanna til að ákvarða skiptihlutföllin en stjórnendur Kviku stóðu fast á því að markaðsgengið í dag endurspeglaði ekki raunverulegt virði bankans.

Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta.






×