„Prímadonnur frá Hlíðarenda“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 17:21 Adam Pálsson, leikmaður Vals. vísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig. „Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum. Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum.
Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00