„Ekkert eðlilegt að finna svona geðsýkissvengd koma yfir sig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 20:00 Jóhannes Haukur og Ástrós Helga eiga í nánu og góðu samstarfi. Vísir/Steingrímur Dúi Næringarþjálfarinn Ástrós Helga Hilmarsdóttir hefur undanfarnar vikur verið með leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson í mjög stífu aðhaldi en á stuttum tíma tók hann að sér tvö hlutverk þar sem líkamsform hans átti að vera mjög ólíkt. Annars vegar er að ræða hlutverk í ítölskum þáttum á vegum Paramount þar sem hann leikur Orson Welles og hins vegar hlutverk sem skylmingaþræll í þáttunum Those about to die. Í hlutverki Orson Welles þurfti Jóhannes að vera með smá bumbu sem hann þurfti svo snarlega að losa sig við fyrir næsta hlutverk. „Ég hef tvívegis áður þurft að koma mér í betra form en ég var í fyrir eitthvað kvikmyndaverkefni og í bæði skiptin hefur það tekist ágætlega, en ég hef mikið þurft að berjast við að vera svangur allan tímann og hef eftir tökur bætt á mig einhverju magni,“ segir Jóhannes Haukur sem hafði sínar efasemdir um gagnsemi næringarfræðings til að byrja með.Hann segir að fljótt hafi hann þó komist að því að Ástrós viti ýmislegt og að hann hafi til dæmis hætt að finna fyrir svona mikilli svengd eins og hann gerði áður þegar hann reyndi þetta, eins og til dæmis við tökur á kvikmyndinni Svartur á leik. Eftir látlausar æfingar og næringaraðhald endaði Jóhannes svo á því að vera með gervibumbu í tökum á Orson Welles. Mynd/Aðsend „Og ég er miklu öruggari með það að geta haldið þessu áfram til langframa. Mér líður allavega þannig. Ég er búinn að missa um tíu kíló síðan við byrjuðum og við erum ekki alveg búinn,“ segir Jóhannes. Auk þess að skera af sér nokkurn fjölda kílóa þarf hann að bæta á sig miklum vöðvamassa fyrir hlutverk sitt í Those about to die en þar eru ýmsar skylmingar og æfingar sem hann þarf að vera í góðu formi í til að geta sinnt. „Sjónvarpsseríur eru í marga mánuði í tökum og ég er orðinn 43 ára. Ég fletti því upp hvað Russell Crowe var gamall þegar hann var í Gladiator og hann var 36. Svo fletti ég því upp hvað hann var gamall í Robin Hood og þá var helvítið 44 ár þannig ég hef svosem enga afsökun. Ef hann gat það þá ætti ég að geta það,“ segir Jóhannes léttur. Ástrós segir verkefnið hafa verið skemmtilegt en krefjandi. Sérstaklega því í fyrra verkefninu þurfi hann að vera með bumbu. „Það fór svo reyndar þannig að ég þarf að vera með gervibumbu í þeim þáttum því við vorum byrjuð að skafa svo mikið af mér,“ segir Jóhannes. Verður að kynnast fólki og þeirra aðstæðum Ástrós segir það fyrsta sem hún gerir þegar fólk leitar til hennar sé að kynnast þeim og aðstæðum þeirra og meta það hvert hann er að fara og á hversu stuttum eða löngum tíma. „Þú ert ekki bara leikari. Þú ert eiginmaður, og faðir og ert að ferðast út og suður í tökum og maður þarf að taka þetta allt inn í myndina,“ segir Ástrós sem hefur verið að vinna með hreina fæðu með einni innihaldslýsingu eins og egg, kjöt, epli og grænmeti til að koma í veg fyrir mikla svengd. Myndin til vinstri er tekin í janúar og sú til hægri í júní. Mynd/Aðsend „Matur sem er það sem hann er. Ekki kjúklinganaggar sem eru með tuttugu innihaldsefni. Við einblínum á hreina fæðu,“ segir Ástrós og að vegna þess að þau þurfi að byggja upp svo mikinn vöðvamassa þá hafi hún sett áherslu á prótein. „Það er kannski það sem hann átti í mestum erfiðleikum við til að byrja með. Mataræðið var kannski það sem maður getur kallað ítalskt, mikið af kolvetnum og fitu,“ segir hún og að það hafi verið fyrsta baráttan en að hann hafi yfirstigið hana. Sér hvað hann borðar í rauntíma Ástrós er með hann tengdan við app sem hún hefur aðgang að, allan daginn. Þar inn færir hann upplýsingar um það sem hann borðar og telur stóru næringarefnin í því sem hann borðar, fitu, prótein og kolvetni og að hún stilli hlutföllin af miðað við æfingarálag. „Ég sé í rauntíma hvað hann er að borða og get fylgst með honum í símanum allan daginn, og geri það alla daga. Ég fylgist vel með honum og sé til dæmis ef hann er á flugvelli eða ef hann er erlendis, miðað við hvað hann er að borða. Þó hann fari af landi þá fylgist ég með honum.“ Hún segir að á matseðlinum hjá Jóhannesi á dæmigerðum degi sé hafragrautur með mysupróteini [e. Whey protein] fyrir æfingu, sætar kartöflur, ávextir, kartöflur, eins hreint kjöt og hægt er að fá, fitu fær hann úr avókadó, hnetum, hnetu- og möndlusmjöri og avókadóolíu. „Svo borðar hann mikinn harðfisk. Hann er svo próteinríkur og hann er ekki vanur að borða svona mikið af próteini þannig að til að ná upp í það markmið sem ég hef sett honum, þá hefur hann unnið mikið með hann og líka kotasælu.“ Það hefur ýmislegt gengið á hjá þeim Jóhannesi og Ástrós. Mynd/Aðsend Jóhannes segir að það sem hann hafi líka lært núna er að bregðast betur við því þegar aðstæður hans eru öðruvísi, eins og þegar hann er í tökum erlendis. „Maður er kannski á hótelherbergi í heila viku þar sem ekki er eldhús og með kjörbúðir sem eru ekki með það sem ég er vanur, þá var hún [innsk. Blm. Ástrós] alveg „on it“ að hjálpa mér að finna hvað væri í lagi og hvað ég gæti gert. Hluti sem gætu komið í staðinn fyrir aðra. Þegar maður er í aðhaldi þá kannast eflaust margir við það að maður er svo fljótur að spíralast niður í eitthvað: „Fyrst ég fékk mér þetta get ég bara allt eins fengið mér hamborgara og þetta" og þetta er allt farið til helvítis,“ segir Jóhannes hlæjandi og að þá sé gott að hafa einhvern með sér í liði eins og Ástrós. Súrdeigsbrauðið nauðsynlegt Jóhannes segir að snemma í ferlinu hafi hún spurt hann hverju hann vildi alls ekki sleppa og að það væri súrdeigsbrauðið sem hann bakar sjálfur. „En svo get ég bara alveg borðað hálfan hleif því þetta er svo ógeðslega gott,“ segir Jóhannes. Ég get þannig alveg fengið mér súrdeigsbrauð á hverjum degi. Bara ekki hálfan hleif. Jóhannes Haukur „Það er líka þetta með magnið. Ég veit að sætar kartöflur eru hollar en ég var kannski að borða hálft kíló af þeim. Það er ekkert sniðugt,“ segir Jóhannes sem nú er búinn að læra að telja ofan í sig matinn og þótt það hafi verið flókið til að byrja með sé hann orðinn nokkuð sjóaður í því núna. Spurð um samstarfið segir Ástrós það hafa verið erfitt, skemmtilegt og en að hún hafi stundum þurft að beita smá „tough love“. Þau hafa þurft að breyta planinu nokkrum sinnum, til dæmis þegar Jóhannes bætti við annarri lyftingaræfingu. „Þá varð ég svo ógeðslega svangur að ég át heilan kassa af Ferrero Rocher. Alveg geðveikar kúlur, en ég át heilan kassa. Heilan! Sem eru um tvö þúsund hitaeiningar. Hún brást við því með því að skoða matarplanið og hvort það væri hægt að færa inn fleiri kolvetni því það er ekkert eðlilegt að finna svona geðsýkissvengd koma yfir sig,“ segir Jóhannes og hlær. Skammtastærðin mikilvægust Spurð um góð ráð segir Ástrós mikilvægt að læra á þann mat sem fólk er að borða og að lykilatriði séu skammtastærðirnar. „Það er yfirleitt þar sem að fólk fer á mis. Það er kannski að borða ofboðslega hollt en skammtastærðirnar eru í einhverju rugli,“ segir Ástrós. Þótt að verkefnin séu krefjandi er yfirleitt gaman hjá þeim Ástrós og Jóhannesi. Vísir/Steingrímur Dúi Jóhannes segir það klárlega hafa verið sinn stærsti feil. Allt frá því að hann hafi fyrst farið í gegnum svona ferli í Svartur á leik hafi hann verið að borða góðan og hollan mat, en hann hafi alltaf lent í því að þyngjast aftur eftir að tökum lýkur. Núna muni það ekki gerast. „Ég taldi það í upphafi óþarfi að tala við næringarfræðing en sé ekki eftir því núna. Þú virðist vita hvað þú ert að gera,“ segir Jóhannes léttur og Ástrós svarar: „Þegar þetta er búið þá ertu með allt á hreinu hvað þú ert að borða, hvernig þú átt að borða og hvað þú getur leyft þér.“ Heilsa Matur Hollywood Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hlutverkið sem breytti lífi Jóhannesar Hauks Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. 12. nóvember 2019 11:30 „Þetta er grínmynd og það er verið að gera grín að okkur í henni“ Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer um víðan völl í þættinum. 7. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Annars vegar er að ræða hlutverk í ítölskum þáttum á vegum Paramount þar sem hann leikur Orson Welles og hins vegar hlutverk sem skylmingaþræll í þáttunum Those about to die. Í hlutverki Orson Welles þurfti Jóhannes að vera með smá bumbu sem hann þurfti svo snarlega að losa sig við fyrir næsta hlutverk. „Ég hef tvívegis áður þurft að koma mér í betra form en ég var í fyrir eitthvað kvikmyndaverkefni og í bæði skiptin hefur það tekist ágætlega, en ég hef mikið þurft að berjast við að vera svangur allan tímann og hef eftir tökur bætt á mig einhverju magni,“ segir Jóhannes Haukur sem hafði sínar efasemdir um gagnsemi næringarfræðings til að byrja með.Hann segir að fljótt hafi hann þó komist að því að Ástrós viti ýmislegt og að hann hafi til dæmis hætt að finna fyrir svona mikilli svengd eins og hann gerði áður þegar hann reyndi þetta, eins og til dæmis við tökur á kvikmyndinni Svartur á leik. Eftir látlausar æfingar og næringaraðhald endaði Jóhannes svo á því að vera með gervibumbu í tökum á Orson Welles. Mynd/Aðsend „Og ég er miklu öruggari með það að geta haldið þessu áfram til langframa. Mér líður allavega þannig. Ég er búinn að missa um tíu kíló síðan við byrjuðum og við erum ekki alveg búinn,“ segir Jóhannes. Auk þess að skera af sér nokkurn fjölda kílóa þarf hann að bæta á sig miklum vöðvamassa fyrir hlutverk sitt í Those about to die en þar eru ýmsar skylmingar og æfingar sem hann þarf að vera í góðu formi í til að geta sinnt. „Sjónvarpsseríur eru í marga mánuði í tökum og ég er orðinn 43 ára. Ég fletti því upp hvað Russell Crowe var gamall þegar hann var í Gladiator og hann var 36. Svo fletti ég því upp hvað hann var gamall í Robin Hood og þá var helvítið 44 ár þannig ég hef svosem enga afsökun. Ef hann gat það þá ætti ég að geta það,“ segir Jóhannes léttur. Ástrós segir verkefnið hafa verið skemmtilegt en krefjandi. Sérstaklega því í fyrra verkefninu þurfi hann að vera með bumbu. „Það fór svo reyndar þannig að ég þarf að vera með gervibumbu í þeim þáttum því við vorum byrjuð að skafa svo mikið af mér,“ segir Jóhannes. Verður að kynnast fólki og þeirra aðstæðum Ástrós segir það fyrsta sem hún gerir þegar fólk leitar til hennar sé að kynnast þeim og aðstæðum þeirra og meta það hvert hann er að fara og á hversu stuttum eða löngum tíma. „Þú ert ekki bara leikari. Þú ert eiginmaður, og faðir og ert að ferðast út og suður í tökum og maður þarf að taka þetta allt inn í myndina,“ segir Ástrós sem hefur verið að vinna með hreina fæðu með einni innihaldslýsingu eins og egg, kjöt, epli og grænmeti til að koma í veg fyrir mikla svengd. Myndin til vinstri er tekin í janúar og sú til hægri í júní. Mynd/Aðsend „Matur sem er það sem hann er. Ekki kjúklinganaggar sem eru með tuttugu innihaldsefni. Við einblínum á hreina fæðu,“ segir Ástrós og að vegna þess að þau þurfi að byggja upp svo mikinn vöðvamassa þá hafi hún sett áherslu á prótein. „Það er kannski það sem hann átti í mestum erfiðleikum við til að byrja með. Mataræðið var kannski það sem maður getur kallað ítalskt, mikið af kolvetnum og fitu,“ segir hún og að það hafi verið fyrsta baráttan en að hann hafi yfirstigið hana. Sér hvað hann borðar í rauntíma Ástrós er með hann tengdan við app sem hún hefur aðgang að, allan daginn. Þar inn færir hann upplýsingar um það sem hann borðar og telur stóru næringarefnin í því sem hann borðar, fitu, prótein og kolvetni og að hún stilli hlutföllin af miðað við æfingarálag. „Ég sé í rauntíma hvað hann er að borða og get fylgst með honum í símanum allan daginn, og geri það alla daga. Ég fylgist vel með honum og sé til dæmis ef hann er á flugvelli eða ef hann er erlendis, miðað við hvað hann er að borða. Þó hann fari af landi þá fylgist ég með honum.“ Hún segir að á matseðlinum hjá Jóhannesi á dæmigerðum degi sé hafragrautur með mysupróteini [e. Whey protein] fyrir æfingu, sætar kartöflur, ávextir, kartöflur, eins hreint kjöt og hægt er að fá, fitu fær hann úr avókadó, hnetum, hnetu- og möndlusmjöri og avókadóolíu. „Svo borðar hann mikinn harðfisk. Hann er svo próteinríkur og hann er ekki vanur að borða svona mikið af próteini þannig að til að ná upp í það markmið sem ég hef sett honum, þá hefur hann unnið mikið með hann og líka kotasælu.“ Það hefur ýmislegt gengið á hjá þeim Jóhannesi og Ástrós. Mynd/Aðsend Jóhannes segir að það sem hann hafi líka lært núna er að bregðast betur við því þegar aðstæður hans eru öðruvísi, eins og þegar hann er í tökum erlendis. „Maður er kannski á hótelherbergi í heila viku þar sem ekki er eldhús og með kjörbúðir sem eru ekki með það sem ég er vanur, þá var hún [innsk. Blm. Ástrós] alveg „on it“ að hjálpa mér að finna hvað væri í lagi og hvað ég gæti gert. Hluti sem gætu komið í staðinn fyrir aðra. Þegar maður er í aðhaldi þá kannast eflaust margir við það að maður er svo fljótur að spíralast niður í eitthvað: „Fyrst ég fékk mér þetta get ég bara allt eins fengið mér hamborgara og þetta" og þetta er allt farið til helvítis,“ segir Jóhannes hlæjandi og að þá sé gott að hafa einhvern með sér í liði eins og Ástrós. Súrdeigsbrauðið nauðsynlegt Jóhannes segir að snemma í ferlinu hafi hún spurt hann hverju hann vildi alls ekki sleppa og að það væri súrdeigsbrauðið sem hann bakar sjálfur. „En svo get ég bara alveg borðað hálfan hleif því þetta er svo ógeðslega gott,“ segir Jóhannes. Ég get þannig alveg fengið mér súrdeigsbrauð á hverjum degi. Bara ekki hálfan hleif. Jóhannes Haukur „Það er líka þetta með magnið. Ég veit að sætar kartöflur eru hollar en ég var kannski að borða hálft kíló af þeim. Það er ekkert sniðugt,“ segir Jóhannes sem nú er búinn að læra að telja ofan í sig matinn og þótt það hafi verið flókið til að byrja með sé hann orðinn nokkuð sjóaður í því núna. Spurð um samstarfið segir Ástrós það hafa verið erfitt, skemmtilegt og en að hún hafi stundum þurft að beita smá „tough love“. Þau hafa þurft að breyta planinu nokkrum sinnum, til dæmis þegar Jóhannes bætti við annarri lyftingaræfingu. „Þá varð ég svo ógeðslega svangur að ég át heilan kassa af Ferrero Rocher. Alveg geðveikar kúlur, en ég át heilan kassa. Heilan! Sem eru um tvö þúsund hitaeiningar. Hún brást við því með því að skoða matarplanið og hvort það væri hægt að færa inn fleiri kolvetni því það er ekkert eðlilegt að finna svona geðsýkissvengd koma yfir sig,“ segir Jóhannes og hlær. Skammtastærðin mikilvægust Spurð um góð ráð segir Ástrós mikilvægt að læra á þann mat sem fólk er að borða og að lykilatriði séu skammtastærðirnar. „Það er yfirleitt þar sem að fólk fer á mis. Það er kannski að borða ofboðslega hollt en skammtastærðirnar eru í einhverju rugli,“ segir Ástrós. Þótt að verkefnin séu krefjandi er yfirleitt gaman hjá þeim Ástrós og Jóhannesi. Vísir/Steingrímur Dúi Jóhannes segir það klárlega hafa verið sinn stærsti feil. Allt frá því að hann hafi fyrst farið í gegnum svona ferli í Svartur á leik hafi hann verið að borða góðan og hollan mat, en hann hafi alltaf lent í því að þyngjast aftur eftir að tökum lýkur. Núna muni það ekki gerast. „Ég taldi það í upphafi óþarfi að tala við næringarfræðing en sé ekki eftir því núna. Þú virðist vita hvað þú ert að gera,“ segir Jóhannes léttur og Ástrós svarar: „Þegar þetta er búið þá ertu með allt á hreinu hvað þú ert að borða, hvernig þú átt að borða og hvað þú getur leyft þér.“
Heilsa Matur Hollywood Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hlutverkið sem breytti lífi Jóhannesar Hauks Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. 12. nóvember 2019 11:30 „Þetta er grínmynd og það er verið að gera grín að okkur í henni“ Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer um víðan völl í þættinum. 7. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31
Hlutverkið sem breytti lífi Jóhannesar Hauks Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. 12. nóvember 2019 11:30
„Þetta er grínmynd og það er verið að gera grín að okkur í henni“ Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer um víðan völl í þættinum. 7. nóvember 2019 11:30