Lífið

Sonur Tinu Turner hand­tekinn fyrir vörslu fíkni­efna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Turner hlaut Grammy-verðlaun árið 2007 fyrir blúsplötu sína Risin' With The Blues.
Turner hlaut Grammy-verðlaun árið 2007 fyrir blúsplötu sína Risin' With The Blues. Getty/ Bob Riha Jr

Ike Turner Jr., sonur söngkonunnar Tinu Turner, var í síðasta mánuði handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna. 

Tónlistarmaðurinn var handtekinn laugardaginn 6. maí, átján dögum fyrir andlát móður sinnar. Hann hefur nú verið ákærður fyrir vörslu krakks og fyrir að hafa átt við sönnunargögn í málinu. 

Lögreglan í Texas staðfesti í samtali við People að Turner hafi verið stöðvaður af lögreglunni við umferðarljós vegna þess að bíll hans var eineygður. 

Í rannsókn kom í ljós að Turner var með 1,7 grömm af krakk-kókaíni og 0,7 grömm af metamfetamíni í fórum sínum. Upp komst um hann þegar lögreglan sá til hans reyna að innbyrða efnin meðan á rannsókninni stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×