Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 11:07 Sigur Rós á tónleikum í Riga á síðasta ári. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir nýjustu plötu sína. EPA/TOMS KALNINS Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira