Veiði

Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
Glæsilegur lax sem reyndist vera sá fyrsti úr Ytri Rangá í sumar
Glæsilegur lax sem reyndist vera sá fyrsti úr Ytri Rangá í sumar

Ytri Rangá opnaði fyrir veið í morgun og það tók ekki langan tíma til að koma fyrstu löxunum á land.

Fyrsti laxinn úr ánni í sumar kom úr Rangárflúðum og það var Þórir Örn Ólafsson sem landaði honum. Þetta var 83 sm hængur og stuttu síðar slapp annar af færinu á sama stað.  Stuttu seinna fékk Gunnar J. Gunnarsson formaður Ytri Rangár fallega lax á Hrafntóftum. Það eru 40 laxar gengnir í gegnum teljarann við Ægissíðufoss í morgun og það verður að teljast nokkuð gott í á sem fær yfirleitt fyrstu göngurnar í byrjun júlí en eins og veiðimenn þekkja þá geta þær verið ansi stórar. Það er vonandi að þetta gefi góð fyrirheit fyrir sumarið í Ytri Rangá en hún hefur í gegnum árin verið ein af aflahæstu ám landsins sumar eftir sumar.

Þessi lax var sá annar úr ánni í sumar. Hann veiddist í Hrafnatóftum





×