Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 09:01 Max Verstappen keyrði stóran hluta kanadíska kappakstursins með fugl fastan í bremsubúnaði. Minas Panagiotakis/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær. Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“ Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“
Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira