Lífið

Kastaði köku í Rikka G: „Þú ert bara rekinn“

Árni Sæberg skrifar
Rikki G var útataður rjóma eftir hrekkinn.
Rikki G var útataður rjóma eftir hrekkinn. FM957

Félagarnir Gústi B og Egill Ploder ákváðu að hrekkja yfirboðara sinn Rikka G rækilega í dag. Þeir sprautuðu vel af rjóma á köku og hentu henni í andlitið á Rikka, sem brást ókvæða við.

Þeir bralla ýmislegt í vinnunni, félagarnir á FM957, og í dag ákváðu Gústi B og Egill Ploder að halda upp á það að allir þættir af Kökukasti eru nú aðgengilegir á Stöð 2+. Það gerðu þeir einfaldlega með því að kasta köku, nánar tiltekið í yfirmann sinn Rikka G.

„Þú ert bara rekinn sko, þú ert bara búinn að missa vinnuna sko,“ sagði Rikki þegar Gústi hafði lokið verknaðinum. Myndskeið af hrekknum má sjá í spilaranum hér að neðan:

Þeir Gústi og Egill Þóttust ekkert skilja í því hvers vegna Rikki jós yfir þá fúkyrðum, sem ekki verða höfð eftir hér, og hótunum um brottrekstur. Þá lofuðu þeir að þrífa upp eftir sig og Gústi benti á að hann hefði ekki komist skaðlaust frá hrekknum sjálfur, hann væri nefnilega með kökuslettur á erminni.

Myndskeið af hrekknum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í dag og þegar þetta er ritað hafa um fjörutíu þúsund manns horft á það.

Sem áður segir var hrekkurinn framinn í tilefni af því að Kökukast, í stjórn Gústa B og bróður hans Árna Beinteins, er nú aðgengilegt í heild sinni á Stöð 2+. Fyrsta þátt þáttaraðarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.