Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Hauksdóttir skrifar 5. júní 2023 17:01 Íris Freyja og Egill Fannar kynntust fyrir rúmu ári og hafa verið saman allar götur síðan. aðsend. Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. „Við Egill kynntumst á Instagram í janúar í fyrra sem er örugglega frekar algeng leið í dag hann var að flakka á milli Kas og Íslands,“ segir Íris Freyja spurð hvernig kynni þeirra hafi komið til í viðtalsliðunum Ást er. Kynntust á Instagram „Í minningunni þá followaði hann mig og ég skellti auðvitað í follow til baka. Í kjölfarið fórum við að spjalla frekar mikið og kynnast þar en það var ekki fyrr en í maí í fyrra þegar það hittist loksins þannig á að við vorum bæði stödd á Íslandi. Við fórum þá á fyrsta stefnumótið okkar en fljótlega eftir það þurfti ég að fara út í þrjár vikur til að keppa í Miss Supranational fyrir Íslands hönd.“ Egill Fannar flakkaði mikið á milli Íslands og Kas í árdaga sambandsins.aðsend. Eftir komuna aftur heim til Íslands héldu turtildúfurnar áfram að hittast og áttaði Íris Freyja sig á því fljótlega að hún var að falla fyrir Agli Fannari. „Við kynntumst svo alltaf betur og betur og ég varð mjög fljótt hrifin af honum. Það sem heillaði mig mest við hann var hversu góð manneskja hann er, en auðvitað skemmir ekki fyrir hvað hann er myndarlegur og ævintýragjarn. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hræddi það mig hvað ég var hrifin af honum. Ég hafði nefnilega ekki hleypt neinum nálægt mér á þann hátt í langan tíma. Ég vissi samt að ég yrði að komast yfir þá hræðslu. Egill hjálpaði mér mjög mikið sem ég er svo þakklát fyrir alla daga. Spurð um skemmtilegar minningar úr þeirra sambandstíð segir Íris Freyja ótal ævintýri standa upp úr. „Við höfum gert svo margt skemmtilegt saman eins og að ferðast til útlanda. Við fórum til að mynda saman til Kaupmannahafnar og Róm fyrr á árinu. Eins erum við dugleg að ferðast saman innanlands og tökum þá Svenna hundinn okkar í allt sem við getum haft hann með í. Ég er mjög spennt fyrir fleiri ævintýrum saman.“ Íris Freyja segir ótal ævintýri standa upp úr sambandstíð sinni og Egils.aðsend. Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn var á bílastæðinu hjá Holtagörðum fyrir utan Reebok. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mjög mikil klisja en ég verð að segja Breakfast at Tiffany’s. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Nú hef ég ekki gengið í gegnum mörg brake up en mig langar að segja Woman like me með Adele. Lagið okkar: Við hlustum á svo mörg lög daglega en lagið okkar sem við byrjum marga morgna á er Come and get your love með Redbone. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Með fyrstu stefnumótunim sem Egill tók mig á var að fara í leyni náttúrulaug um sumar fannst það svo spennandi og rómantískt, klárlega 10/10. Maturinn: Croissant og kaffi á morgnanna er svo góð byrjun af deginum. Ég elska líka sushi og allan asískan mat, sérstaklega dumpling og ramen á kvöldin. Parið er duglegt að ferðast innan lands sem utan en hér eru þau á bleiku skýji í Róm á síðasta ári.aðsend. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf Agli var mosagræn hálf rennd peysa úr merino ull. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér svo fallegt hálsmenn í afmælisgjöf frá Prakt sem ég er með á mér alla daga síðan þá. Kærastinn minn er: Egill er með stærsta hjarta sem ég veit um og lætur mér líða svo vel alla daga. Hann er líka ótrúlega fyndinn, skemmtilegur og klár. ég gæti haldið áfram og skrifað 1000 orð í viðbót um það hvað hann er æðislegur í alla staði. Íris Freyja segir Egil Fannar vera með stærsta hjarta í heimi.aðsend Rómantískasti staður á landinu: Fyrir okkur er það sveitin hjá ömmu og afa í Ólafsfirði. Falleg náttúra og fullkominn staður til að aftengjast daglega lífinu í nokkra daga. Ást er: Fyrir mér er ást að byggja hvort annað upp og veita hvort öðru hamingju og öryggi. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Egill Fannar og Íris Freyja ástfangin í Róm Athafnamaðurinn Egill Fannar Halldórsson og fegurðardrottningin Íris Freyja Salguero eru byrjuð saman. 3. apríl 2023 11:21 Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Við Egill kynntumst á Instagram í janúar í fyrra sem er örugglega frekar algeng leið í dag hann var að flakka á milli Kas og Íslands,“ segir Íris Freyja spurð hvernig kynni þeirra hafi komið til í viðtalsliðunum Ást er. Kynntust á Instagram „Í minningunni þá followaði hann mig og ég skellti auðvitað í follow til baka. Í kjölfarið fórum við að spjalla frekar mikið og kynnast þar en það var ekki fyrr en í maí í fyrra þegar það hittist loksins þannig á að við vorum bæði stödd á Íslandi. Við fórum þá á fyrsta stefnumótið okkar en fljótlega eftir það þurfti ég að fara út í þrjár vikur til að keppa í Miss Supranational fyrir Íslands hönd.“ Egill Fannar flakkaði mikið á milli Íslands og Kas í árdaga sambandsins.aðsend. Eftir komuna aftur heim til Íslands héldu turtildúfurnar áfram að hittast og áttaði Íris Freyja sig á því fljótlega að hún var að falla fyrir Agli Fannari. „Við kynntumst svo alltaf betur og betur og ég varð mjög fljótt hrifin af honum. Það sem heillaði mig mest við hann var hversu góð manneskja hann er, en auðvitað skemmir ekki fyrir hvað hann er myndarlegur og ævintýragjarn. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hræddi það mig hvað ég var hrifin af honum. Ég hafði nefnilega ekki hleypt neinum nálægt mér á þann hátt í langan tíma. Ég vissi samt að ég yrði að komast yfir þá hræðslu. Egill hjálpaði mér mjög mikið sem ég er svo þakklát fyrir alla daga. Spurð um skemmtilegar minningar úr þeirra sambandstíð segir Íris Freyja ótal ævintýri standa upp úr. „Við höfum gert svo margt skemmtilegt saman eins og að ferðast til útlanda. Við fórum til að mynda saman til Kaupmannahafnar og Róm fyrr á árinu. Eins erum við dugleg að ferðast saman innanlands og tökum þá Svenna hundinn okkar í allt sem við getum haft hann með í. Ég er mjög spennt fyrir fleiri ævintýrum saman.“ Íris Freyja segir ótal ævintýri standa upp úr sambandstíð sinni og Egils.aðsend. Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn var á bílastæðinu hjá Holtagörðum fyrir utan Reebok. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mjög mikil klisja en ég verð að segja Breakfast at Tiffany’s. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Nú hef ég ekki gengið í gegnum mörg brake up en mig langar að segja Woman like me með Adele. Lagið okkar: Við hlustum á svo mörg lög daglega en lagið okkar sem við byrjum marga morgna á er Come and get your love með Redbone. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Með fyrstu stefnumótunim sem Egill tók mig á var að fara í leyni náttúrulaug um sumar fannst það svo spennandi og rómantískt, klárlega 10/10. Maturinn: Croissant og kaffi á morgnanna er svo góð byrjun af deginum. Ég elska líka sushi og allan asískan mat, sérstaklega dumpling og ramen á kvöldin. Parið er duglegt að ferðast innan lands sem utan en hér eru þau á bleiku skýji í Róm á síðasta ári.aðsend. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf Agli var mosagræn hálf rennd peysa úr merino ull. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér svo fallegt hálsmenn í afmælisgjöf frá Prakt sem ég er með á mér alla daga síðan þá. Kærastinn minn er: Egill er með stærsta hjarta sem ég veit um og lætur mér líða svo vel alla daga. Hann er líka ótrúlega fyndinn, skemmtilegur og klár. ég gæti haldið áfram og skrifað 1000 orð í viðbót um það hvað hann er æðislegur í alla staði. Íris Freyja segir Egil Fannar vera með stærsta hjarta í heimi.aðsend Rómantískasti staður á landinu: Fyrir okkur er það sveitin hjá ömmu og afa í Ólafsfirði. Falleg náttúra og fullkominn staður til að aftengjast daglega lífinu í nokkra daga. Ást er: Fyrir mér er ást að byggja hvort annað upp og veita hvort öðru hamingju og öryggi.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Egill Fannar og Íris Freyja ástfangin í Róm Athafnamaðurinn Egill Fannar Halldórsson og fegurðardrottningin Íris Freyja Salguero eru byrjuð saman. 3. apríl 2023 11:21 Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Egill Fannar og Íris Freyja ástfangin í Róm Athafnamaðurinn Egill Fannar Halldórsson og fegurðardrottningin Íris Freyja Salguero eru byrjuð saman. 3. apríl 2023 11:21
Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00