„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. júní 2023 11:00 Elísabet er ein besta söngkona landsins. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á leið sinni þangað og segist vera að gera hluti upp. Vísir/Daníel Þór „Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev. Það má með sanni segja að tónlistargenin hafi hún erft í beinan móðurlegg en frá unga aldri hefur tónlist og söngur skipað stóran sess í lífi Elísabetar Ormslev. Hún vakti ung mikla athygli fyrir stóra og kraftmikla rödd og hefur henni ósjaldan verið líkt við hina bresku söngdívu Adele. Í nýjasta þætti Einkalífsins segir Elísabet meðal annars frá æskuárunum og eineltinu, tónlistarástríðunni og móðurhlutverkinu en einnig um þær tilfinningalegu áskoranir og erfiðleika sem hún hefur þurft að kljást við eftir að hafa greint opinberlega frá sambandi sínu við landsþekktan tónlistarmann. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti Gestir Einkalífsins eru allir beðnir um að koma með einhvern hlut sem tengist lífi þeirra á einhvern sterkan hátt og sagðist Elísabet hafa ákveðið að koma með nokkuð óvenjulegan hlut sem spilar þó stóran þátt í lífi hennar í dag. Elísabet þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti vegna exems sem hún hefur þurft að kljást við síðan hún var barn. Vísir Fólk veit þetta almennt ekkert um mig en ég er alveg sturlaður exemsjúklingur. Þetta er barnaexem sem flyst yfir á fullorðinsárin. Þetta er líftæknilyf sem ég sprauta í lærið á mér á tveggja vikna fresti. Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er allt annað líf. Frá fjögurra ára aldri hefur Elísabet þurft að kljást við barnaexem sem lagðist þungt á sjálfsmyndina en exemið var ekki bara á líkamanum heldur einnig mjög áberandi í andliti. Hún segist fljótt hafa fundið fyrir stríðni vegna exemsins sem þróaðist svo síðar út í alvarlegt einelti. Sjúklegt andlegt einelti „Ég lenti í mjög miklu einelti sem barn sem var frekar gróft á tímabili. Þetta var sjúklegt andlegt ofbeldi.“ Einelti segir hún bæði hafa verið af hálfu jafnaldra sinna sem og kennara. Kennararnir tóku sumir hverjir þátt í þessu með þeim. En það er engin biturð í mér lengur en hún var þarna lengi. Ég var bara svo hissa á því að fullorðið fólk hafi hagað sér svona líka. Elísabet segist í dag vera búin að vera í mikilli sjálfsvinnu sem hafi meðal annars hjálpað henni við að skilja betur aðstæður, sjálfa sig og aðra á þessum tíma. Hún segist vel gera sér grein fyrir því að börn ætli sér ekki að vera vond og sem betur fer hafi mikið breyst til batnaðar á þessum tíma. Elísabet Ormslev hefur verið fastagestur á tónlistarsviðinu undanfarin ár. Hér tekur hún lagið á Hlustendaverðlaunum FM957.Vísir/Daníel Þór Eineltið hafi þó haft mikil og djúp áhrif á líðan hennar og hegðun og segir hún að líklega geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu langvarandi afleiðingar alvarlegt einelti hafi í för með sér. Það kom út að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig. Fór að spegla hegðun annarra Elísabet segist hafa fengið afsökunarbeiðnir frá nokkrum aðilum sem tóku þátt í eineltinu á sínum tíma sem skipti hana miklu máli. „Það var ekki fyrr en seinni part grunnskóla sem ég eignaðist í raun og alvöru, alvöru vini mína. Ég þurfti ekki að setja á mig grímu eða fara í karakter til að vera kring um þau.“ Foreldrar Elísabetar, þau Helga Möller söngkona og Pétur Ormslev fyrrum fótboltamaður, skilja þegar hún er átta ára gömul og segir hún það vissulega hafa verið áfall. Elísabet tók lagið með söngvurum og leikurum fyrir gamla fólkið í Garðabæ í Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta var svo mikil óvissa sem tók við. Ég vissi að á endanum að við myndum flytja og ég þyrfti þá að skipta um skóla.“ Á þessum tíma þegar hún flutti svo í Laugardalinn segir hún hegðun sína hafa breyst mikið og ómeðvitað hafi hún byrjað að koma illa fram við suma krakka. Það rann upp fyrir mér að ég fór að koma illa fram við aðra krakka. Því að allt í einu átti ég vini og litla brotna ég fór að spegla þessa hegðun til að lyfta mér upp. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum efst í greininni. Einkalífið Tónlist Lyf Tengdar fréttir Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08 Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Það má með sanni segja að tónlistargenin hafi hún erft í beinan móðurlegg en frá unga aldri hefur tónlist og söngur skipað stóran sess í lífi Elísabetar Ormslev. Hún vakti ung mikla athygli fyrir stóra og kraftmikla rödd og hefur henni ósjaldan verið líkt við hina bresku söngdívu Adele. Í nýjasta þætti Einkalífsins segir Elísabet meðal annars frá æskuárunum og eineltinu, tónlistarástríðunni og móðurhlutverkinu en einnig um þær tilfinningalegu áskoranir og erfiðleika sem hún hefur þurft að kljást við eftir að hafa greint opinberlega frá sambandi sínu við landsþekktan tónlistarmann. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti Gestir Einkalífsins eru allir beðnir um að koma með einhvern hlut sem tengist lífi þeirra á einhvern sterkan hátt og sagðist Elísabet hafa ákveðið að koma með nokkuð óvenjulegan hlut sem spilar þó stóran þátt í lífi hennar í dag. Elísabet þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti vegna exems sem hún hefur þurft að kljást við síðan hún var barn. Vísir Fólk veit þetta almennt ekkert um mig en ég er alveg sturlaður exemsjúklingur. Þetta er barnaexem sem flyst yfir á fullorðinsárin. Þetta er líftæknilyf sem ég sprauta í lærið á mér á tveggja vikna fresti. Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er allt annað líf. Frá fjögurra ára aldri hefur Elísabet þurft að kljást við barnaexem sem lagðist þungt á sjálfsmyndina en exemið var ekki bara á líkamanum heldur einnig mjög áberandi í andliti. Hún segist fljótt hafa fundið fyrir stríðni vegna exemsins sem þróaðist svo síðar út í alvarlegt einelti. Sjúklegt andlegt einelti „Ég lenti í mjög miklu einelti sem barn sem var frekar gróft á tímabili. Þetta var sjúklegt andlegt ofbeldi.“ Einelti segir hún bæði hafa verið af hálfu jafnaldra sinna sem og kennara. Kennararnir tóku sumir hverjir þátt í þessu með þeim. En það er engin biturð í mér lengur en hún var þarna lengi. Ég var bara svo hissa á því að fullorðið fólk hafi hagað sér svona líka. Elísabet segist í dag vera búin að vera í mikilli sjálfsvinnu sem hafi meðal annars hjálpað henni við að skilja betur aðstæður, sjálfa sig og aðra á þessum tíma. Hún segist vel gera sér grein fyrir því að börn ætli sér ekki að vera vond og sem betur fer hafi mikið breyst til batnaðar á þessum tíma. Elísabet Ormslev hefur verið fastagestur á tónlistarsviðinu undanfarin ár. Hér tekur hún lagið á Hlustendaverðlaunum FM957.Vísir/Daníel Þór Eineltið hafi þó haft mikil og djúp áhrif á líðan hennar og hegðun og segir hún að líklega geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu langvarandi afleiðingar alvarlegt einelti hafi í för með sér. Það kom út að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig. Fór að spegla hegðun annarra Elísabet segist hafa fengið afsökunarbeiðnir frá nokkrum aðilum sem tóku þátt í eineltinu á sínum tíma sem skipti hana miklu máli. „Það var ekki fyrr en seinni part grunnskóla sem ég eignaðist í raun og alvöru, alvöru vini mína. Ég þurfti ekki að setja á mig grímu eða fara í karakter til að vera kring um þau.“ Foreldrar Elísabetar, þau Helga Möller söngkona og Pétur Ormslev fyrrum fótboltamaður, skilja þegar hún er átta ára gömul og segir hún það vissulega hafa verið áfall. Elísabet tók lagið með söngvurum og leikurum fyrir gamla fólkið í Garðabæ í Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta var svo mikil óvissa sem tók við. Ég vissi að á endanum að við myndum flytja og ég þyrfti þá að skipta um skóla.“ Á þessum tíma þegar hún flutti svo í Laugardalinn segir hún hegðun sína hafa breyst mikið og ómeðvitað hafi hún byrjað að koma illa fram við suma krakka. Það rann upp fyrir mér að ég fór að koma illa fram við aðra krakka. Því að allt í einu átti ég vini og litla brotna ég fór að spegla þessa hegðun til að lyfta mér upp. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum efst í greininni.
Einkalífið Tónlist Lyf Tengdar fréttir Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08 Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08
Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34