„Kominn tími til að starta sumrinu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 19:26 Sigurður Þ. Ragnarsson segir að búast megi við góðu veðri hér á landi um mánaðarmótin. Fólk megi þó ekki fagna alltof snemma. Vísir/Vilhelm Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls. „Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“ Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
„Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira