„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 13:01 Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason fagna saman marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir. Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira
Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira