„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. maí 2023 10:30 Kristján hefur unnið með starfshópi heilbrigðisráðuneytisins um afglæpavæðingu fíkniefna. Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. Þetta segir skaðaminnkunar-aðgerðasinninn Kristján Ernir Björgvinsson sem barist hefur fyrir afglæpavæðingu neysluskammta. Rætt var um málið og umdeildar skoðanir Kristjáns í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera vandi í mjög langan tíma og það eru margir búnir að vera tala um það, sérstaklega notendur og þeir sem eru að berjast í þessum málaflokki. Það er búið að vera láta vita af þessum ópíóíða faraldri í mörg mörg ár. Það er byrjað að tala um þetta núna af því að ungt fólk er að deyja hratt núna,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við höfum verið með rosalega háar ofskömmtunartölur í svolítið langan tíma og fólki virðist bara vera alveg sama.“ 35 einstaklingar sem hafa fengið meðferð á Vogi á árinu hafa látist vegna faraldursins. „Það þurfa bara hræðilegir hlutir að gerast svo að við allt í einu kveikjum á perunni og mér finnst það ekki í lagi. Fólk heldur svolítið að þetta sé lítill afmarkaður hópur af mjög jaðarsettum einstaklingum eða heimilislaust með mjög mikinn félagslegan vanda sem sé að deyja. Af minni upplifun er það ekki þannig núna. Hópurinn sem er í stærstu áhættunni núna er þessi hópur sem er fúnkerandi, er að halda vinnu og hefur miklu að tapa ef þau sækja sér aðstoðar. Það er mjög hrætt við það að sækja sér aðstoðar og ég þekki mjög mörg dæmi,“ segir Kristján sem veit til þess að fólk sem notar vímuefni á skemmtanalífinu og finni síðan fyrir ákveðnum óþægindum sé hrætt við að sækja sér hjálpar af hræðslu við að það myndi fréttast og aðilinn myndi í kjölfarið missa vinnuna. Margir hafa tapað lífinu í baráttunni við fíkniefni. „Ég þekki fullt af fólki sem er bara mjög flott og ábyrgt fólk sem notar vímugjafa aðra en áfengi. Áfengi hentar ekki öllum sem vímugjafi og það er rosalega súrt að við séum að refsa fólki sem notar ekki vímugjafa sem passar ekki inn í okkar rammaða kerfi. Flestir vímuefnanotendur sem ég þekki eru að standa sig frekar vel í lífinu.“ Hann segir að það sé hræsni að halda því fram að það sé í lagi að nota vín en ekki aðra vímugjafa og að notandi víns sé ekki betri en þeir sem nota aðra vímugjafa. „Áfengi er rosalega óhentugur vímugjafi fyrir rosalega marga. Víman er rosalega lengi og þú getur misst mikla stjórn. Það eru bara sumir sem fíla kannabis eða amfetamín betur og það getur verið bara skaðminna fyrir þau. Hver erum við að segja hvaða vímugjafi hentar hverjum og einum besta. Það er fólk sem ég þekki sem er eðlilegt, fúnkerandi og kýs það frekar að reykja gras um helgar og mér finnst það bara allt í lagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fíkn Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Þetta segir skaðaminnkunar-aðgerðasinninn Kristján Ernir Björgvinsson sem barist hefur fyrir afglæpavæðingu neysluskammta. Rætt var um málið og umdeildar skoðanir Kristjáns í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera vandi í mjög langan tíma og það eru margir búnir að vera tala um það, sérstaklega notendur og þeir sem eru að berjast í þessum málaflokki. Það er búið að vera láta vita af þessum ópíóíða faraldri í mörg mörg ár. Það er byrjað að tala um þetta núna af því að ungt fólk er að deyja hratt núna,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við höfum verið með rosalega háar ofskömmtunartölur í svolítið langan tíma og fólki virðist bara vera alveg sama.“ 35 einstaklingar sem hafa fengið meðferð á Vogi á árinu hafa látist vegna faraldursins. „Það þurfa bara hræðilegir hlutir að gerast svo að við allt í einu kveikjum á perunni og mér finnst það ekki í lagi. Fólk heldur svolítið að þetta sé lítill afmarkaður hópur af mjög jaðarsettum einstaklingum eða heimilislaust með mjög mikinn félagslegan vanda sem sé að deyja. Af minni upplifun er það ekki þannig núna. Hópurinn sem er í stærstu áhættunni núna er þessi hópur sem er fúnkerandi, er að halda vinnu og hefur miklu að tapa ef þau sækja sér aðstoðar. Það er mjög hrætt við það að sækja sér aðstoðar og ég þekki mjög mörg dæmi,“ segir Kristján sem veit til þess að fólk sem notar vímuefni á skemmtanalífinu og finni síðan fyrir ákveðnum óþægindum sé hrætt við að sækja sér hjálpar af hræðslu við að það myndi fréttast og aðilinn myndi í kjölfarið missa vinnuna. Margir hafa tapað lífinu í baráttunni við fíkniefni. „Ég þekki fullt af fólki sem er bara mjög flott og ábyrgt fólk sem notar vímugjafa aðra en áfengi. Áfengi hentar ekki öllum sem vímugjafi og það er rosalega súrt að við séum að refsa fólki sem notar ekki vímugjafa sem passar ekki inn í okkar rammaða kerfi. Flestir vímuefnanotendur sem ég þekki eru að standa sig frekar vel í lífinu.“ Hann segir að það sé hræsni að halda því fram að það sé í lagi að nota vín en ekki aðra vímugjafa og að notandi víns sé ekki betri en þeir sem nota aðra vímugjafa. „Áfengi er rosalega óhentugur vímugjafi fyrir rosalega marga. Víman er rosalega lengi og þú getur misst mikla stjórn. Það eru bara sumir sem fíla kannabis eða amfetamín betur og það getur verið bara skaðminna fyrir þau. Hver erum við að segja hvaða vímugjafi hentar hverjum og einum besta. Það er fólk sem ég þekki sem er eðlilegt, fúnkerandi og kýs það frekar að reykja gras um helgar og mér finnst það bara allt í lagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fíkn Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01