Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Þór/KA 2-1 | Dramatík í Dalnum Kári Mímisson skrifar 22. maí 2023 22:45 Þróttarar höfðu góða ástæðu til að fagna. Vísir/Vilhelm Þróttur fékk topplið Þórs/KA í heimsókn í stórleik 5. umferðar Bestu deildar kvenna þar sem Þróttur vann afar dramatískan sigur. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins og lokatölur í Laugardalnum 2-1 fyrir Þrótt sem með sigrinum fara upp fyrir Þór/KA. Leikurinn fór kröftuglega af stað og voru það heimakonur sem voru sterkari aðilinn framan af leik. Afmælisbarnið Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem ekki hafði náð að skora á þessari leiktíð byrjaði af krafti og kom sér strax á 8. mínútu í dauðafæri en Melissa Anne Lowder í marki norðanstúlkna sá við henni. Melissa Anne Lowder.Vísir/Vilhelm Skömmu síðar komst Tanya Laryssa Boychuk í ákjósanlegt færi en aftur var Melissa með allt á hreinu í marki Þórs/KA. Það var svo á 23. mínútu sem Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eftir sendingu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. Hulda Ósk var hins vegar dæmd rangstæð og því taldi markið ekki. Markið taldi ekki.Vísir/Vilhelm Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins kom svo strax í kjölfarið. Sæunn Björnsdóttir átti þá draumasendingu á Ólöfu Sigríði sem náði að koma tá í boltann en Melissa varði glæsilega frá henni í þetta sinn. Áfram voru það heimakonur sem voru hættulegri en inn vildi boltinn ekki og því staðan 0-0 í háfleik. Allt í járnum í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Það var aðeins meira jafnvægi í leiknum til að byrja með í seinni hálfleik. Þór/KA fékk ágætis færi snemma í hálfleiknum þegar Ísafold Sigtryggsdóttir dansaði inn á teiginn og náði skoti sem virtist vera á leið í netið en Jelena Tinna Kujundzic náði að bjarga þessu á línunni. Allt stefndi í 0-0 jafntefli en á 80. mínútu náðu Þróttarar loksins að brjóta ísinn þegar Tanya Laryssa kom boltanum í mark Þórs/KA. Katla Tryggvadóttir átti þá algjöra draumasendingu inn fyrir vörn Þórs/KA og Tanya náði að pota boltanum í markið. Gaman að komast yfir.Vísir/Vilhelm En Þróttarar voru ekki lengi í paradís því aðeins þremur mínútum seinna jafnaði Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir með skoti fyrir utan teig. Skotið var fast og boltinn skoppaði mjög óþægilega fyrir framan Írísi Dögg í marki Þróttar sem virtist þó vera í skotinu. Jöfnunarmarkinu fagnað.Vísir/Vilhelm Bæði lið sóttu til sigurs undir lokin en það voru heimakonur sem náðu sigurmarkinu á lokamínútu leiksins þegar Freyja Karín Þorvaldsdóttir náði að skalla boltann í netið. Mikenna McManus átti þá góða hornspyrnu sem Melissa í marki gestanna náði ekki að slá nógu langt í burtu. Boltinn barst beint á Freyju sem gerði allt rétt og skallaði í netið og dramatískur sigur Þróttar staðreynd. Sigurmarkinu fagnað.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru betri aðilinn í leiknum og átti í mínum huga að klára leikinn í fyrri hálfleik. Úrslitin sanngjörn en vissulega skilur maður svekkelsið hjá norðanstúlkum sem höfðu hæglega getað stolið stigi hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Katie Cousins var góð í dag og sýndi ótrúlega seiglu á miðjunni hjá Þrótti. Það er ótrúlegt hvað hún vinnur alla í loftinu þó svo að hún sé höfðinu lægri en flestar á vellinum. Ólöf Sigríður var mjög hættuleg framan af leiknum en Melissa Lowder í marki Þórs/KA sá nokkrum sinnum vel við henni. Ólöf Sigríður var ekki á skotskónum í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Það var nóg af færum í þessum leik sem fóru forgörðum. Bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst í Mjólkurbikarnum. Þróttur fær þá ríkjandi Bikarmeistara Vals í heimsókn á meðan Þór/KA fer til Keflavíkur. Báðir leikirnir eru næstkomandi laugardag. Leikur Keflavíkur og Þórs/KA hefst klukkan 16:00 og leikur Þróttar og Vals klukkan 19:00. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Er nánast ógleði, þetta er alveg hræðileg tilfinning Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að vonum vonsvikin eftir afar svekkjandi tap síns liðs nú í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það er nánast ógleði þetta er alveg hræðileg tilfinning. Stundum er bara erfitt að útskýra af hverju það gengur illa. Kannski er það keyrslan hingað eða hvað það nú var. Við hreyfðumst bara hægar en venjulega og vorum ekki líkar sjálfum okkur framan af. Við komumst í raun ekki inn í leikinn fyrr en seint í fyrri hálfleik.“ „Það var ekkert að þessu marki sem við skoruðum en þeir vildu taka það af. Ég veit ekki af hverju. Stundum er það þannig að maður spilar illa en þú getur samt með eljusemi og vinnu þá getur þú komið þér inn í leiki og fengið eitthvað út úr þeim. Ég hélt að við værum að gera það í dag en það bara hafðist ekki í dag.“ Þróttur spilar á varavelli sínum um þessar mundir á meðan verið er að skipta um gervigras á aðalvellinum. Jóhann segir að heimavöllur Þróttar sé orðið mikið vígi og vildi meina að liðið fái mikið með sér. „Við vorum að spila á móti einu alsterkasta liðinu á mjög erfiðum útivelli. Þetta er að verða einn erfiðasti útivöllurinn. Það er góð stemming hérna og hvatning. Þær fá mikið með sér eins og sást kannski í dag og menn geta skoðað það.“ „Þetta er orðið mjög erfiður útivöllur og mjög flott lið og það er ábyggilega hægt að finna það út með einhverjum formúlum að Þróttur hafi átt skilið að vinna leikinn en við áttum að mínu viti skilið stig í dag og ég er mjög ósáttur með hvernig stórar ákvarðanir eru í þessum leik. Þær komu illa fyrir okkur,“ sagði vonsvikinn Jóhann Kristinn. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA
Þróttur fékk topplið Þórs/KA í heimsókn í stórleik 5. umferðar Bestu deildar kvenna þar sem Þróttur vann afar dramatískan sigur. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins og lokatölur í Laugardalnum 2-1 fyrir Þrótt sem með sigrinum fara upp fyrir Þór/KA. Leikurinn fór kröftuglega af stað og voru það heimakonur sem voru sterkari aðilinn framan af leik. Afmælisbarnið Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem ekki hafði náð að skora á þessari leiktíð byrjaði af krafti og kom sér strax á 8. mínútu í dauðafæri en Melissa Anne Lowder í marki norðanstúlkna sá við henni. Melissa Anne Lowder.Vísir/Vilhelm Skömmu síðar komst Tanya Laryssa Boychuk í ákjósanlegt færi en aftur var Melissa með allt á hreinu í marki Þórs/KA. Það var svo á 23. mínútu sem Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eftir sendingu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. Hulda Ósk var hins vegar dæmd rangstæð og því taldi markið ekki. Markið taldi ekki.Vísir/Vilhelm Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins kom svo strax í kjölfarið. Sæunn Björnsdóttir átti þá draumasendingu á Ólöfu Sigríði sem náði að koma tá í boltann en Melissa varði glæsilega frá henni í þetta sinn. Áfram voru það heimakonur sem voru hættulegri en inn vildi boltinn ekki og því staðan 0-0 í háfleik. Allt í járnum í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Það var aðeins meira jafnvægi í leiknum til að byrja með í seinni hálfleik. Þór/KA fékk ágætis færi snemma í hálfleiknum þegar Ísafold Sigtryggsdóttir dansaði inn á teiginn og náði skoti sem virtist vera á leið í netið en Jelena Tinna Kujundzic náði að bjarga þessu á línunni. Allt stefndi í 0-0 jafntefli en á 80. mínútu náðu Þróttarar loksins að brjóta ísinn þegar Tanya Laryssa kom boltanum í mark Þórs/KA. Katla Tryggvadóttir átti þá algjöra draumasendingu inn fyrir vörn Þórs/KA og Tanya náði að pota boltanum í markið. Gaman að komast yfir.Vísir/Vilhelm En Þróttarar voru ekki lengi í paradís því aðeins þremur mínútum seinna jafnaði Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir með skoti fyrir utan teig. Skotið var fast og boltinn skoppaði mjög óþægilega fyrir framan Írísi Dögg í marki Þróttar sem virtist þó vera í skotinu. Jöfnunarmarkinu fagnað.Vísir/Vilhelm Bæði lið sóttu til sigurs undir lokin en það voru heimakonur sem náðu sigurmarkinu á lokamínútu leiksins þegar Freyja Karín Þorvaldsdóttir náði að skalla boltann í netið. Mikenna McManus átti þá góða hornspyrnu sem Melissa í marki gestanna náði ekki að slá nógu langt í burtu. Boltinn barst beint á Freyju sem gerði allt rétt og skallaði í netið og dramatískur sigur Þróttar staðreynd. Sigurmarkinu fagnað.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru betri aðilinn í leiknum og átti í mínum huga að klára leikinn í fyrri hálfleik. Úrslitin sanngjörn en vissulega skilur maður svekkelsið hjá norðanstúlkum sem höfðu hæglega getað stolið stigi hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Katie Cousins var góð í dag og sýndi ótrúlega seiglu á miðjunni hjá Þrótti. Það er ótrúlegt hvað hún vinnur alla í loftinu þó svo að hún sé höfðinu lægri en flestar á vellinum. Ólöf Sigríður var mjög hættuleg framan af leiknum en Melissa Lowder í marki Þórs/KA sá nokkrum sinnum vel við henni. Ólöf Sigríður var ekki á skotskónum í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Það var nóg af færum í þessum leik sem fóru forgörðum. Bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst í Mjólkurbikarnum. Þróttur fær þá ríkjandi Bikarmeistara Vals í heimsókn á meðan Þór/KA fer til Keflavíkur. Báðir leikirnir eru næstkomandi laugardag. Leikur Keflavíkur og Þórs/KA hefst klukkan 16:00 og leikur Þróttar og Vals klukkan 19:00. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Er nánast ógleði, þetta er alveg hræðileg tilfinning Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að vonum vonsvikin eftir afar svekkjandi tap síns liðs nú í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það er nánast ógleði þetta er alveg hræðileg tilfinning. Stundum er bara erfitt að útskýra af hverju það gengur illa. Kannski er það keyrslan hingað eða hvað það nú var. Við hreyfðumst bara hægar en venjulega og vorum ekki líkar sjálfum okkur framan af. Við komumst í raun ekki inn í leikinn fyrr en seint í fyrri hálfleik.“ „Það var ekkert að þessu marki sem við skoruðum en þeir vildu taka það af. Ég veit ekki af hverju. Stundum er það þannig að maður spilar illa en þú getur samt með eljusemi og vinnu þá getur þú komið þér inn í leiki og fengið eitthvað út úr þeim. Ég hélt að við værum að gera það í dag en það bara hafðist ekki í dag.“ Þróttur spilar á varavelli sínum um þessar mundir á meðan verið er að skipta um gervigras á aðalvellinum. Jóhann segir að heimavöllur Þróttar sé orðið mikið vígi og vildi meina að liðið fái mikið með sér. „Við vorum að spila á móti einu alsterkasta liðinu á mjög erfiðum útivelli. Þetta er að verða einn erfiðasti útivöllurinn. Það er góð stemming hérna og hvatning. Þær fá mikið með sér eins og sást kannski í dag og menn geta skoðað það.“ „Þetta er orðið mjög erfiður útivöllur og mjög flott lið og það er ábyggilega hægt að finna það út með einhverjum formúlum að Þróttur hafi átt skilið að vinna leikinn en við áttum að mínu viti skilið stig í dag og ég er mjög ósáttur með hvernig stórar ákvarðanir eru í þessum leik. Þær komu illa fyrir okkur,“ sagði vonsvikinn Jóhann Kristinn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti