Aldrei notað frægðina til að komast yfir kvenfólk Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 20. maí 2023 21:30 Þorgeir Ástvaldsson var gestur Gústa B og Big Income Pally í Veislunni. AÐSEND „Mér hefur alltaf þótt það hallærislegt,“ segir útvarpsmaðurinn geðþekki Þorgeir Ástvaldsson. Að nálgast stelpur þannig: „Ég er svo frægur að ég má bara fara með þér upp í rúm!“ Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira