Eltast við allt að 60 punda laxa Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2023 08:28 Það er ekki verið að veiða neina smálaxa í Chile Íslenskir veiðimenn eru sífellt að skoða veiðimöguleika utan við landsteinana og þeim fer fjölgandi sem fara árlega í veiði erlendis. Eitt af þeim fyrirtækjum sem býður uppá veiði erlendis er Fish Partner en þeir hafa farið með Íslenska veiðimenn nokkuð víða og bjóða nú uppá eitthvað sem verður að teljast veiðiævintýri ársins. Undirritaður var svo sem ekki með það á hreinu að laxveiði væri yfir höfuð mikið stunduð í Chile en það er víst þannig og á skala sem við hreinlega skiljum ekki. Við erum alveg vön því að heyra af stórum löxum í Svíþjóð, Noregi og Rússlandi þar sem laxar um og yfir 30 pund eru algengir en að tala um lax 50-60 pund, það er eitthvað annað. Fish Partner eru að hlaða í ferð til Chile á næsta ári í febrúar og við látum hér fljóta með frétt frá félaginu þar sem ferðinni er lýst nánar. Ég ætla bara að leyfa mér að halda því fram að það verði töluverður áhugi á þessari ferð miðað við þessar stærðir af löxum sem gætu komið á færið. Frá Fish Partner: "19- 26 febrúar 2024, ætlar Kristján að leiða hóp á vit ævintýranna í Chile. Það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem þú getur veitt þessa mögnuðu risa fiska nýgengna og silfraða. Þetta eru sko engir tittir! Í Austral Kings Camp færðu tækifæri á að eltast við, og landa, einhverjum stærstu lax fiskum sem þú munt nokkurn tíma komast í tæri við. Það er alls ekki óalgengt að landa Kónglaxi sem er yfir 50 pund, og alltaf líkur á að setja í fiska yfir 60 pund. Meðal stærðin síðasta tímabil var um 35 pund. Og sá stæðsti var 61 pund.Austral Kings Camp er fremur nýr en þetta er áttunda árið sem það er rekið. Þetta var hálfgert enskinsmannsland og óuppgvötað veiðisvæði fyrr en um það bil áratug. Það er mjög sjaldgæft að fá fisk undyr 10kg. Flestir laxana eru á bilinu 15-20 kg. Þetta er ekki magn veiði heldur “trophy hunt” Það er algengt að spila 2 fiska á dag. Tímabilið er stutt eða febrúar og mars. Vikan okkar er allgjör “prime time” Hægt er að notast bæði við ein og tvíhendur og mest er veitt á dauðareki eins og menn þekkja í laxveiðinni hér heima. Notast er við báta með “jet” mótor til að ferja veiðimenn upp og niður ánna. Veiðibúðirnar taka aðeins sex gesti á viku. Þar eru tveggja manna svefnkofar með sér baðherbergi. Maturinn er fyrsta flokks og er reiddur fram í matartjaldi. Mjög þægilegur aðbúnaður í óbyggðum Chile. Flogið til Santiago í Chile og þaðan til Puerto Montt. Síðan tökum við ferju frá Caleta Arena til Horno Piren og þaðan með einkabát upp í Austral Kings Kamp" Meira um þetta HÉR Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði
Eitt af þeim fyrirtækjum sem býður uppá veiði erlendis er Fish Partner en þeir hafa farið með Íslenska veiðimenn nokkuð víða og bjóða nú uppá eitthvað sem verður að teljast veiðiævintýri ársins. Undirritaður var svo sem ekki með það á hreinu að laxveiði væri yfir höfuð mikið stunduð í Chile en það er víst þannig og á skala sem við hreinlega skiljum ekki. Við erum alveg vön því að heyra af stórum löxum í Svíþjóð, Noregi og Rússlandi þar sem laxar um og yfir 30 pund eru algengir en að tala um lax 50-60 pund, það er eitthvað annað. Fish Partner eru að hlaða í ferð til Chile á næsta ári í febrúar og við látum hér fljóta með frétt frá félaginu þar sem ferðinni er lýst nánar. Ég ætla bara að leyfa mér að halda því fram að það verði töluverður áhugi á þessari ferð miðað við þessar stærðir af löxum sem gætu komið á færið. Frá Fish Partner: "19- 26 febrúar 2024, ætlar Kristján að leiða hóp á vit ævintýranna í Chile. Það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem þú getur veitt þessa mögnuðu risa fiska nýgengna og silfraða. Þetta eru sko engir tittir! Í Austral Kings Camp færðu tækifæri á að eltast við, og landa, einhverjum stærstu lax fiskum sem þú munt nokkurn tíma komast í tæri við. Það er alls ekki óalgengt að landa Kónglaxi sem er yfir 50 pund, og alltaf líkur á að setja í fiska yfir 60 pund. Meðal stærðin síðasta tímabil var um 35 pund. Og sá stæðsti var 61 pund.Austral Kings Camp er fremur nýr en þetta er áttunda árið sem það er rekið. Þetta var hálfgert enskinsmannsland og óuppgvötað veiðisvæði fyrr en um það bil áratug. Það er mjög sjaldgæft að fá fisk undyr 10kg. Flestir laxana eru á bilinu 15-20 kg. Þetta er ekki magn veiði heldur “trophy hunt” Það er algengt að spila 2 fiska á dag. Tímabilið er stutt eða febrúar og mars. Vikan okkar er allgjör “prime time” Hægt er að notast bæði við ein og tvíhendur og mest er veitt á dauðareki eins og menn þekkja í laxveiðinni hér heima. Notast er við báta með “jet” mótor til að ferja veiðimenn upp og niður ánna. Veiðibúðirnar taka aðeins sex gesti á viku. Þar eru tveggja manna svefnkofar með sér baðherbergi. Maturinn er fyrsta flokks og er reiddur fram í matartjaldi. Mjög þægilegur aðbúnaður í óbyggðum Chile. Flogið til Santiago í Chile og þaðan til Puerto Montt. Síðan tökum við ferju frá Caleta Arena til Horno Piren og þaðan með einkabát upp í Austral Kings Kamp" Meira um þetta HÉR
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði