Íslenski boltinn

Gunnhildur Yrsa komin í starf hjá KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar einu fjórtán marka sinna fyrir íslenska A-landsliðið.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar einu fjórtán marka sinna fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Hulda Margrét

Hundrað landsleikjakonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin í starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands en KSÍ tilkynnti um tvo nýja starfsmenn í gær.

Þau eru reyndar bæði ráðin á tímabundnum samningum en þau hafa jafnframt bæði tekið til starfa. KSÍ sagði frá þessu á heimasíðu sínni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið ráðin á tímabundnum samningi í sérverkefni sem tengjast meðal annars grasrótarmálum og samfélagslegum verkefnum.

Davíð Ernir Kolbeins hefur verið ráðinn í sumarafleysingar í samskiptadeild og mun hann starfa við fréttaflutning og efnisvinnslu fyrir miðla KSÍ, ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Gunnhildur Yrsa er nýkomin heim í Stjörnuna eftir að hafa verið í mörg ár í atvinnumennsku, mest í Bandaríkjunum.

Gunnhildur lék sinn hundraðasta A-landsleik á dögunum en hún hefur skorað í þeim fjórtán mörk.

Gunnhildur hefur bæði skorað og lagt upp mark fyrir Stjörnuna í fyrstu þremur umferðum Bestu deildar kvenna og í kvöld mætir Stjarnan síðan Íslandsmeisturum Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×