Auglýsing sem breytti öllu til hins betra fyrir mæðginin Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 16:43 Harpa Maren Jónsdóttir segir hjálpina frá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar hafa hjálpað sér mikið. Skjáskot Einstæð móðir sem var ómenntuð þegar hún eignaðist son sinn segir Mæðrastyrksnefnd hafa hjálpað sér gríðarlega. Hún sótti um að fá hjálp frá Menntunarsjóði nefndarinnar og segir það hafa breytt heilmiklu í lífi þeirra mæðgina. Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“ Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira