Auglýsing sem breytti öllu til hins betra fyrir mæðginin Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 16:43 Harpa Maren Jónsdóttir segir hjálpina frá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar hafa hjálpað sér mikið. Skjáskot Einstæð móðir sem var ómenntuð þegar hún eignaðist son sinn segir Mæðrastyrksnefnd hafa hjálpað sér gríðarlega. Hún sótti um að fá hjálp frá Menntunarsjóði nefndarinnar og segir það hafa breytt heilmiklu í lífi þeirra mæðgina. Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“ Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira