Umfjöllun: Tindastóll - FH 1-1 | Nýliðarnir sættust á skiptan hlut Arnar Skúli Atlason skrifar 7. maí 2023 17:59 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti í dag og augljóst var hvort liðið ætlaði að halda í boltann og hvort liðið ætlaði að verja markið sitt. FH byrjaði að skapa sér færi og herjuðu þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir á varnarmenn Tindastóls með hraða sínum og krafti. Þær voru duglegar að ráðast á vörn Tindastóls og koma boltanum inn á teiginn en þar voru varnarmenn Tindastóls og náðu að bjarga áður en þær Shaina Ashouri og Mackenzie George náðu til knattarins. Um miðbik hálfeiksins dró til tíðinda, Tindastóll komst í sókn og fundu þær Murielle Tiernan á toppnum. Hún teymdi með sér varnarmenn FH, náði að snúa þær af sér og finna Aldísi í gegn. Aldís potaði boltanum framhjá markmanni FH, lagði hann í netið og staðan 1-0 Tindastól í vil gegn gangi leiksins. Markið var ákveðið högg í maga FH en þetta riðlaði aðeins leik þeirra. Tindastóll færði sig ofar á völlinn og finna Murielle meira, hún var upphafspunktur í öllum þeirra aðgerðum og reyndi að mata samherja sína í hvert skipti sem hún fékk boltann. FH minntu samt á sig og þegar fyrri hálfleikurinn var að klárast fékk Mackenzie George boltann í gegn vinstra megin í kapplaupi við Maríu og komst inná teiginn þar sem María braut klaufalega á henni. Snertingin virtist lítil en víti dæmt. Shaina Ashouri fyrirliði steig á punktinn, skoraði örugglega og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn var frábrugðinn þeim fyrri. Mikil stöðubarátta og greinilegt að vítamarkið frá Shaina breytti leiknum. Stólarnir héldu sínu plani með því að leita að Murielle uppá topp úr vörninni en FH reyndi að ógna en það kom lítið út úr því. Eftir fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik voru báðir þjálfarar búnir að sjá nóg, og byrjuðu að hreyfa við liðunum sínum. Guðni Eiríksson þjálfari FH setti Söru Montero inn og hún var fljót að stimpla sig inn því hún slapp í gegn ein á móti Monica Wilhelm sem varði boltann í horn og fyrsta dauðafæri seinni hálfleik var komið. Donni þjálfari Tindastóls gerði einnig breytingu á sínu liði og setti Melissa Garcia inná völlinn. Með hennar fyrsti snertingu setti hún Murielle inn fyrir þar sem Aldís kom út á móti og var á undan Murielle í boltann en skaut honum í hana og boltinn rétt framhjá marki FH-inga. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks og opnaðist leikurinn aðeins í lokin. Melissa fékk mjög gott færi fyrir heimaliðið í Tindastól en Arna Eiríksdóttir kom í veg fyrir að mark er hún renndi sér fyrir skot Melissa. Shaina og Mackenzie fengu sénsa fyrir FH en þeim brást bogalistin. Leikurinn rann sitt skeið og endaði með jafntefli, loktaölur 1-1 og bæði lið því enn án sigurs í deild þeirra bestu. Af hverju varð jafntefli? Liðin skoruðu sitthvort markið. Tindastóll skoraði eftir frábæran samleik Murielle og Aldísar Maríu en FH skoraði eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Liðin brenndu af góðum færi og mörkin því ekki fleiri. Hverjir stóðu upp úr? Hildigunnur og Margrét voru mjög öflugar hjá FH í dag og það voru þær sem voru að skapa færin og tengja vel saman sóknarlega. Shaina var öflug sömuleiðis í að búa til möguleika sóknarlega. Hjá Tindastól voru þær Gwen Mummert, Bryndís Rut Haraldsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir sem vörðu hjartað hjá Tindastól, en þegar átti að skapa færi sá Murielle um það. Hún var allt í öllu sóknarlega og það gerðist ekkert nema að hún byggi það til. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að nýta færin til að vinna leikinn. Tækifærin voru til staðar en færanýtingin ekki uppá marga fiska. Upplegg beggja liða gekk vel og því ekki mikið sem gekk illa þannig lagað. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar sinn fyrsta útileik er þær fara í heimsókn á Selfoss þann 15. maí en FH eru með skráðan heimaleik á móti Keflavík 16. Maí, FH hefur ekki enn leikið heimaleik í sumar því völlurinn hefur ekki verið klár eftir veturinn. Vonandi fara þær að fá sinn fyrsta heimaleik. Besta deild kvenna Tindastóll FH
Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti í dag og augljóst var hvort liðið ætlaði að halda í boltann og hvort liðið ætlaði að verja markið sitt. FH byrjaði að skapa sér færi og herjuðu þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir á varnarmenn Tindastóls með hraða sínum og krafti. Þær voru duglegar að ráðast á vörn Tindastóls og koma boltanum inn á teiginn en þar voru varnarmenn Tindastóls og náðu að bjarga áður en þær Shaina Ashouri og Mackenzie George náðu til knattarins. Um miðbik hálfeiksins dró til tíðinda, Tindastóll komst í sókn og fundu þær Murielle Tiernan á toppnum. Hún teymdi með sér varnarmenn FH, náði að snúa þær af sér og finna Aldísi í gegn. Aldís potaði boltanum framhjá markmanni FH, lagði hann í netið og staðan 1-0 Tindastól í vil gegn gangi leiksins. Markið var ákveðið högg í maga FH en þetta riðlaði aðeins leik þeirra. Tindastóll færði sig ofar á völlinn og finna Murielle meira, hún var upphafspunktur í öllum þeirra aðgerðum og reyndi að mata samherja sína í hvert skipti sem hún fékk boltann. FH minntu samt á sig og þegar fyrri hálfleikurinn var að klárast fékk Mackenzie George boltann í gegn vinstra megin í kapplaupi við Maríu og komst inná teiginn þar sem María braut klaufalega á henni. Snertingin virtist lítil en víti dæmt. Shaina Ashouri fyrirliði steig á punktinn, skoraði örugglega og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn var frábrugðinn þeim fyrri. Mikil stöðubarátta og greinilegt að vítamarkið frá Shaina breytti leiknum. Stólarnir héldu sínu plani með því að leita að Murielle uppá topp úr vörninni en FH reyndi að ógna en það kom lítið út úr því. Eftir fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik voru báðir þjálfarar búnir að sjá nóg, og byrjuðu að hreyfa við liðunum sínum. Guðni Eiríksson þjálfari FH setti Söru Montero inn og hún var fljót að stimpla sig inn því hún slapp í gegn ein á móti Monica Wilhelm sem varði boltann í horn og fyrsta dauðafæri seinni hálfleik var komið. Donni þjálfari Tindastóls gerði einnig breytingu á sínu liði og setti Melissa Garcia inná völlinn. Með hennar fyrsti snertingu setti hún Murielle inn fyrir þar sem Aldís kom út á móti og var á undan Murielle í boltann en skaut honum í hana og boltinn rétt framhjá marki FH-inga. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks og opnaðist leikurinn aðeins í lokin. Melissa fékk mjög gott færi fyrir heimaliðið í Tindastól en Arna Eiríksdóttir kom í veg fyrir að mark er hún renndi sér fyrir skot Melissa. Shaina og Mackenzie fengu sénsa fyrir FH en þeim brást bogalistin. Leikurinn rann sitt skeið og endaði með jafntefli, loktaölur 1-1 og bæði lið því enn án sigurs í deild þeirra bestu. Af hverju varð jafntefli? Liðin skoruðu sitthvort markið. Tindastóll skoraði eftir frábæran samleik Murielle og Aldísar Maríu en FH skoraði eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Liðin brenndu af góðum færi og mörkin því ekki fleiri. Hverjir stóðu upp úr? Hildigunnur og Margrét voru mjög öflugar hjá FH í dag og það voru þær sem voru að skapa færin og tengja vel saman sóknarlega. Shaina var öflug sömuleiðis í að búa til möguleika sóknarlega. Hjá Tindastól voru þær Gwen Mummert, Bryndís Rut Haraldsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir sem vörðu hjartað hjá Tindastól, en þegar átti að skapa færi sá Murielle um það. Hún var allt í öllu sóknarlega og það gerðist ekkert nema að hún byggi það til. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að nýta færin til að vinna leikinn. Tækifærin voru til staðar en færanýtingin ekki uppá marga fiska. Upplegg beggja liða gekk vel og því ekki mikið sem gekk illa þannig lagað. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar sinn fyrsta útileik er þær fara í heimsókn á Selfoss þann 15. maí en FH eru með skráðan heimaleik á móti Keflavík 16. Maí, FH hefur ekki enn leikið heimaleik í sumar því völlurinn hefur ekki verið klár eftir veturinn. Vonandi fara þær að fá sinn fyrsta heimaleik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti